Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Blaðsíða 21
n DV Sport FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 21 Jón Norðdal Hafsteinsson, leikmaður íslandsmeistara Keflavíkur Af hverju?: Það stoppar enginn þessa smíði og hann snéri Miami-liðinu algjörlega við og skildi Lakers eftir I rúst. Ég gæti líka vel trúað því að hann hljóti þessa nafngift. Heat-liðið gæti líka valdið usla í úrslitakeppninni og það yrði fróðlegt að sjá rimmu milli Heat og Detroit Pi- stons. Ég myndi ekki treysta mér til að spá fyrir um þær viðureignir. STEVE NASH - PHOENIX SUNS Einar Bollason, NBA-spekingur Af hverju? LeBron James er ótrúlegur og ef ætti að velja MVPalveg án tillits tilgengi liðsins þá yrði hann fyrir valinu. Shaquille O'Neal sneri Miami Heat náttúrulega á ótrúlegan hátt. En Steve Nash er maðurinn sem á þessa viður- kenningu skilið. Hann kemur tilArizona og um- turnar þessu Phoenix-liði. Ég man ekki til þess að lið hafi komið mér jafn mikið óvart og Suns liðið í vetur. Nash gerir miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir og hann tókjafnvel sjálfumglaða og eigingjarna leikmenn og gjörbreytir þeim. SHAQUILLE O'NEAL - MIAMIHEAT ERSON - PHILADELPHIA STEVE NASH - PHOENIX SUNS Jón Arnór Stefánsson leikmaður Dynamo St. Pétursburg Af hverju? Liðið er með besta vinnings- hlutfall allra liða í NBA og Nash á stóran þátt í því. Þaö fer allt í gegnum hann í liðinu og hann er með tvöfalda tvennu að meðaltali í leik. Hann á þetta fyllilega skilið og ég held ég verði að hringja í kallinn ef hann vinnur þetta og óska honum til hamingju. Þetta eryndislegur drengur, litli kanadíski lurkurinn og það er ótrúlegt að sjá þennan mikla árangur hjá Suns liðinu með hann fremstan í flokki, enda frábær leikstjórnandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.