Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDACUR 29. APRÍL 2005 Sport DV Mikið hefur verið rætt og ritað um hver verður valinn MVP (verðmætasti leikmaðurinn) á nýafstöðnu NBA-tímabili. Shaquille O'Neal, Steve Nash, Allen Iverson og Dwyane Wade hafa allir verið orðaðir við nafngiftina svo einhverjir séu nefndir. DV fellir hér eigin dóm á hver hreppir hnossið ásamt nokkrum körfuboltaspekingum. Nú styttist óðum í að Verðmætasti leikmaður NBA-tímabilsins (MVP) verði valinn en körfuboltaspeking- ar í Bandaríkjunum hafa velt miklum vöngum yfir því hver hreppi hnossið að þessu sinni. Framan af beindust augu flestra að Steve Nash, hinum snjalla leikstjdmanda Phoenix Suns, sem hóf tímabilið með miklum kraftí og hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins í vetur eftír að hann kom frá Dallas Mavericks. Þá hefur Shaquille O’Neal, tröllið mikla hjá Miami Heat, einnig verið nefndur til skjalanna sem og Kobe Bryant, fýrrum samheiji Shaq hjá Los Angeles Lakers. Bryant mistókst hins vegar að koma Lakers í úr- slitakeppnina og em því dvínandi líkur á að kappinn verði fýrir valinu. Amare Stoudemire, Dwyane Wade og Tracy McGrady em einnig meðal þeirra sem að taldir em eiga möguleika á hinni eftírsóttu MVP-viðurkenningu. íþróttadeild DV þóttí tilvalið að heyra í nokkrum val- inkunnum körfuboltaspekingum og fá þá til að velja sinn MVP í NBA. Ómar Sævarsson leikmaður ÍR Af hverju?: Harm er búinn að breyta gangi liðsins algjörlega frá því í fyrra. Ég bjóst alveg við því að Phoenix myndi styrkjast með tilkomu Nash en ekki að liðið myndi rúila upp Vestur- deildinni. En þó Shaq sé kannski að skora meira þá var alveg vitað að Miami-liðið yrði sterkt með hann innanborðs. Nash tók þetta lengra og liðið umturnaðist frá því í fyrra. Þá sannaði hann fyrir mönnum að þetta var ekki bara Dirk Nowitzki og Dallas heldur er Nash í hópi þeirra bestu. Ég vona að Suns fari í gegnum San Ant- onio og komist í úrslitin. STEVE NASH - PHOENIX SUNS STEVE NASH - PHOENIXSUNS Björgvin Karl Gunnarsson leikmaður úrvalsdeildarliðs Hattar á Egilstöðum Af hverju?: Nash er að mínu mati frábær leikstjórnandi og hefur breytt leik Phoenix til mikils batnaðar. Hann er með yfir 10 stoðsendingar í leik og er duglegur við stiga- skor, hann er mér að skapi og hann leiddi liðið til sigurs í Vesturdeildinni, eitthvað sem að fáir áttu von á fyrir tímabiiið. Það er mikið afnöfn- um sem keppa við hann, t.d. Shaquille O'Neal og Allen Iverson, en ef miðað er við árangur- inn erSteve Nash vel að þessari viðurkenningu kominn. ALLENIV Sigurður Ingimundarson, þjálfari íslandsmeistara Keflavíkur Af hverju?: Ég vel hann hikiaust afþví að hann skilaði ótrúlegum tölum fyrir þetta lið, þessi litli jaxl. Hann hefur skorað helling, gaf fullt af stoðsendingum og þetta er sennilega hans besta tímabil á ferlinum. Ég sé Sixers ekki gera neitt í úrslitakeppninni því ég vona að þeir mæti Boston Celtics og skíttapi í fyrstu umferð. Iverson er óheppinn að þvi að hann tilheyrir lé- legu liði en yfirleitt er ég ekki hrifinn afmönnum í lélegum liðum sem skora mikið. Það er samt ekki hægt annað en að dást að honum. Myndir: NordicPhotos/Getty Images

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.