Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR U.MAÍ2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjóran Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjóran Kristján Guy Burgess Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingan auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Jónas Kristjánsson heima og að heiman Barnaræningí ónald Feeney var tekinn fastur á Islandi árið 1993 fyrir ævintýra- lega klaufalegt bamarán, settur á Litla-Hraun, þaðan sem hann strauk og náðist siðan (Vest- Imannaeyjum á leið ' til Færeyja. Hann er eins konar Rambó, vann •f sig í álit með I bamaránum og { ^ ööru smálegu og er nú kominn svo hátt (tilverunni, að hann rekur fyrirtækið CTU Consulting, sem bandaríski herinn hefur ráð- iö til að vinna ýmis skítverk ( hemumdu írak. Feeney hefur alltaf lifað gerviKfi úr hazarbfó- myndum og hefur nú fúndið sér réttan vettvang í írak, þar sem hann hefúr menn af Litla-Hrauni í vinnu. Óþekkt skamms ekki á neinni bandarfskri skrá yfir hættulega hryðjuverka- menn á vegum Osamas bin Laden. Svo var þessi maður allt (einu handtekinn (Pakistan og sagð- ur þriðji maöur ( valdakerfi al Kafda, jafnvel tal- inn hægrí hönd Osamas. Fjölmiðlar taka þessa fúllyrö- ingu upp hver eftir öðr- um, án þess að hafa nokkum fyr- irvara um, að hún kunni að vera tóm lygi eins og margt annað, sem kemurfrá bandaríska strfðs- málaráðuneytinu. Sjálfur er Osama bin Laden (bezta yfiriæti ffjöllum Afganistans og Pakist- ans, þótt milljarðar króna hafi veriö lagðartil höfúðs honum. Pottasfeikir Str4?e!á«!aw Sýrland, Marokkó, Sádi-Arabfa, Pakistan og Úzbekistan sameig- inlegt? Fyrir utan að vera (slömsk ríki undir stjóm harðstjóra, sem óttast Osama bin Laden meira en þeir óttast Allah. Fyrir utan að brjóta dag- lega mannrétt- indi meö ólög- mætum hand- tökum og fang- elsunum. Þau eiga það sameig- inlegt aö geyma og pynda fanga fyrir Bandarfkin f aukavinnu. Menn furða sig til dæmis á góðum móttökum, sem Islam Karimof, sjúklega ofbeldishneigður harð- stjóri Úzbekistans, fékk (Hvfta húsinu hjá George W. Bush. Karimof steikir nefriilega óvini s(na (potti. Leiðari Jónas Kristjánsson Neituðu nð umgangast ndttiíruna eða annaðfóllc með hœfilegi i virðingu ogsdttfýsi. Þegar íslendingar dóu út I slendingar lifðu f flmm aldir á Grænlandi, en dóu sfðan út og hefur ekki sést tangur eða tetur af þeim, til dæmis ekki í genum inúíta. Síðasta skip fór frá Grænlandi árið 1410 og þá höfðu þar í landi verið giftingar og dómar eins og ekkert hefði í skorizt og ekkert mundi í sker- ast í náinni framtfð. Jared Diamond segir í bókinni Coflapse frá fomleifagreftri í ruslahaugum fslendinga á Grænlandi. Þar kemur fram, að þeir byrjuðu að búa með kýr og kindur að fslenzkum hætti og borðuðu lítið af sel og minna af flski. Þeir eyddu haga og tún með ofbeit og höfðu enga viði tíl húsa- og skipasmíða. Grænland var viðkvæmara fyrir ofbeit en ísland. Sjá má, að kýr lögðust af nema á prestsetrum og kindum fækkaði. Á sama tíma héldu Grænlendingar áfram að klæðast að fslenzkum hætti og notuðu nýjustu tfzku, svo sem sjá má af Parísarhúfunni, tízkuflík þess tíma, sem fannst við uppgröft í kirkju- garði. Inúftar veiddu hval og mikinn sel, svo sem hringanóra á vorin, þegar Islendingar sultu. Þeir klæddust selskinnum og réru á klæðskera- saumuðum húðkeipum með frábæra skutla, sem voru ein mestu tækniundur þess tíma. Þeir kunnu að lifa innan í náttúrunni og lifðu af harðindi og kuldaskeið. Ekki er hægt að sjá, að íslendingar hafi verið gefrúr fyrir samskip ti við inúfta, verzlað við þá eða lært af þeim. Þeir öfluðu sér ekki heldur nauðsynja í stað náhvalstanna, sem þá voru eft- irsóttar í Evrópu, keyptu ekki skipavið og jám, heldur kirkjuvið, steinda kirkjuglugga og rauð- vínsglös. Maður sér fyrir sér, að íslendingar hafi haldið fast í sinn uppruna, ofbeitt landið með kvikfjár- rækt, verið kfrkjuræknir og byggt kirkjur eftfr tízku hvers tíma. Þeir hafi jafnvel klæðst Evr- óputízku hvers tíma. Þeir hafi ekki lifað innan í náttúru Grænlands, heldur lagzt á hana sem aðskotadýr. Jared Diamond telur, að íslendingar á Græn- landi hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að deyja út. Miðað við þekkingu þess tíma á þess- um stað hafi mátt Ijóst vera, að lifnaðarhættfr inúíta hefðu verið líklegir til árangurs, en kvik- fjárrækt kristinna tízkuhúfudrósa mundi hafa dauðann í för með sér. Því fór fyrir Islendingum á Grænlandi eins og sumum öðrum ríkjum, sem ýmist neituðu að umgangast náttúruna sjálfa eða annað fólk með hæfilegri virðingu og sáttfýsi. sem seiida mætti til íraks Annþór Karlsson Kann að fara höndum um ótryggt ástand með JónTrausti Sævar Börkur Davíð Ingi Lúthersson Ciesielski Birgisson Guðjónsson Snýr upp á Myndi hverfa Sviptir höf- Hvort sem er ofurmenni inn í fjöldann uðleðrí af með kútnaför svo undan sem inn- fólki með exi. á líkama. svfður. fæddur. Ástþór Magnússon Þarf nýja þjóð fyrir arangri. Eyþór Arnalds Æt/oð/ oð verða borgarstjóri en lenti í tómu veseni. Jakob Frímann Kemst hvorki lönd né strönd þrótt fyrir I,landsþekkta iðni. Sveppi Gætiorðið samgönguráðherra at- hugasemdalaust áöur en langt um líður. Jón Gnarr Heilbrigðis- ráðherra með grænt te á skrifstofunni eftíminn hef- ursinngang. ________________ SÚVARTÍÐiN að leiðin úr fjölmiðlum í pólitík var bein og breið. Eldcert til fyr- irstöðu. Menn ruku beint á þing út á andlitíð eitt og frægðina sem fjölmiðl- amir skapa. Oftar en ekki án sýnilegrar ástæðu. Fyrst og fremst HVER MAN EKKI eftir Eiði Guðnasyni sem flaug inn á þing eftir að hafa lesið fréttfr Ríkissjónvarpsins í nokkur ár og það í svart-hvítu. Ekki var kjörþokkan- um fyrir að fara en Eiður hefur lifað á pólitíkinni síðan; nú síðast í Kína og Mongólíu. Svo ekki sé Eiður Guðnason Þurftiekki þokka fyrir þokkalegt starf. minnst á Markús Öm Antonsson sem fór marga hringi í pólitík eftír fréttalest- ur á skjánum í nokkur misseri og end- aði sem útvarpsstjóri með árangri sem er landsþekktur. Ámi Gunnarsson fréttamaður fór líka á þing og Ólína Þorvarðardóttir fréttaþulur í borgar- stjóm svo fátt eitt sé nefnt. ENUPPÁ síðkastíð hefur öldin verið önnur. Frægðin ein hefur ekki dugað til að fleyta stjömum samtímans í pólitík þótt áhugann hafi ekki vantað. Þrátt fyrir seiglu, iðni og úthald Jakobs Frí- manns Magnússonar í daglegu lffi þjóðarinnar hefur honum ekki tekist að komast áfram í pólitík. Og ef Jakobi Frímanni tekst það ekki þá þýðir ekki fyrir aðra að reyna. SVIPAÐA SÖGU MÁ segja um önnur frægðarljós sem reyndu fyrir sér í borg- arstjómarkosningum skömmu fyrir síðustu aldamót. Baltasar Kormákur gerði vonlaust tilhlaup. Eyþór Amalds ætlaði að verða borgarstjóri en lentí í tómu veseni. Og það sama má segja um líkamsræktarfrömuðinn Ágústu Johnson. Henni var hafnað af öllum nema Guðlaugi Þór en það er önnur saga. ÞAR SEM SAGAN endurtekur sig sífellt má gera ráð fyrir að brátt renni upp nýir tímar með tilheyrandi og gam- alkunnugum möguleikum í pólitík fyrir þá frægu. Sveppi er þegar kom- inn vel á veg með að heilla þjóðina upp úr skónum í sjónvarpi, auglýsingum og á leiksviði. Hann gætí bæði orðið sam- gönguráðherra og sendiherra án þess að nokkur gerði athugasemdir við. Svanhildur Hólm á sína möguleika þegar þjóðin hefur fyrirgefið henni rúmmskið hjá Loga Bergmann og Jón Gnarr yrði ekki amalegur heilbrigðis- ráðherra. Við sjáum fram á nýja tíma í pólitík með logandi fjöri þegar stjöm- umar taka völdin á ný. Allt fer í hringi. Þetta líka. eir@dv.is Markús Örn Margir hringir t pólitik eftir ein- faldan fréttalestur. Bobby blöffar Bobby Fischer kom fram á ftmdi hjá skák- áhugamönnum á dögunum og tilkynntí þar að skákir Karpovs og Kasparovs hefðu verið samdar fyrir fram og þar með úrslitin. Var sannfæringar- kraftur Bobbys svo mikill að jafhvel sterkgreind- ustu skákmenn landsins trúðu hvetju orði sem af vörum heimsmeistarans fyrrverandi féll. Þar með er Bobby kominn á. skrið. í framhaldinu má ætla að' hann fari að taka virkari þátt í ís- ? lensku þjóðlífí eins og hann hefur \ reyndar sannað með því að leggjast í drykkju með ógæfumönnum á ölstof- unni. Næst sjáurn við hann kannski í Árnastofn un þar. sem hann færir sönnur á að ' handritin séu úr plasti en ekki | skinni. Eða þá í Smáralind fengi hann ' þá flugu í höfuðið að verslunarmið- ' stöðin væri geimskip. Þá eru möguieik- arnir á landsbyggðinni nær þvf ótæmandi ef og þegar Bobby Fischer fer hringinn eins ogaðr- ir sannir Islendingar. Við hlökkum til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.