Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Blaðsíða 33
DV Menning
MIÐVIKUDAGUR U.MAÍ2005 33
Glerlykillinn - norrænu glæpasagnaverðlaunin - verður afhentur þann 20. maí. Tilnefningar til verð-
launanna að þessu sinni sýna að norræna glæpasagan vex enn að þroska og samfélagslegum athugunum
og ógnar nú veldi enskuskrifandi höfunda á þessu alþýðlega sviði skáldskapar.
Ævar Orn tilnefndur lyrir Svarti eirala
Það eru samtökin Skandinaviska .
Kriminalsallskapet sem veita Glerlyk-
ilinn í maí ár hvert fyrir bestu nor-
rænu glæpasöguna. Að þessu sinni
fer afhendlngin fram við hátíðlega at-
höfri föstudaginn 20. maí kl. 15 á Café
Jonas í Kaupmannahöfn. Það er
danski glæpasagnahöfundurinn
Kirsten Holst sem afhendir Lykilinn.
Keppendur
Tilnefndir höfundar eru Henning
Mortensen fyrir Den femte árstid
(Modtryk, Danmörk 2004), Marianne
Peltomaa fyrir Inget ljus i tunneln
(Schildts Förlag, Finnland 2004),
Ævar Öm fyrir Englana (Edda gaf út
2003) og þeir Anders Roslund og Bör-
ge Hellström: Odjuret (Pirat Förlaget,
Sverige 2004).
Norrænu glæpasagnaverðlaunin,
Glerlykiilinn, vom fyrst veitt árið
1992, en þau hlaut Henning Mankell
fyrir „Morðingja án andlits". Glerlyk-
illinn er nefndur eftir einni af mörg-
um skáldsögum bandaríska rithöf-
undarins Dashiells Hammett (1894-
1961) sem var einn frumheija glæpa-
sögunnar þar í landi. Verðlaunin em
veitt árlega á ársfundi skandinavíska
glæpafélagsins fýrir bestu glæpasögu
sem út kom á Norðurlöndum árið
áður.
Den femte árstid
í Fimmtu árstíðinni fjallar
Henning Mortensen um örlög fólks,
sem.í flestum tilvikum skeytir lítið
um að framfylgja settum lögum.
Þar segir frá Sanne, sem dreymir
um uppreisn og að komast upp af
botni samfélagsins, þar sem tor-
tryggni og öryggisleysi ríkir. Les-
endum kann að finnast að Sanne sé
fylgt á ystu nöf, öðrum að hún endi
á draumaeyjunni sinni eftir að hafa
ratað út um dimmt völundarhús. í
sögunni er hratt farið upp og niður
brekkur þjóðfélagsins. Maður drep-
ur annan, sum morð eru þaulhugs-
uð, önnur framin í skyndi og ör-
væntingu - eins og oft gildir um
mannanna verk.
Á vef útgefanda segir; „Styrkur
Hennings Mortensen er stflmeðvit-
undin, hann glímir létt og listilega
við form bókmenntagreinarinnar,
glæpirnir verða örlög manna og of-
beldið að óhjákvæmilegum helgi-
siðum þar sem fólk er læst í valda-
spili og verður því að berja sig laust
eða hvert annað til dauða."
(www.modtryk.dk)
Henning Mortensen er fæddur
1939. Hann hefur skrifað ljóð, smá-
sögur, barnabækur, leikverk fyrir
útvarp og svið auk glæpasagna og
skáldsagna - þar á meðal tíu binda
verk um Ib Nielsen fra Horsens.
Fyrri
verðlaunahafar
2004 Kurt Aust, Noregur: Hjemsokt
2003 Arnaldur Indriðason, fsland:
Grafarþögn
2002 Arnaldur Indriðason, (sland:
Mýrin
2001 Karin Alvtegen, Svíþjóð:
Saknad
2000 Hákan Nesser, Svíþjóð: Caram-
bole
1999 Leif Davidsen, Danmörk:
Lime's billede (Fest á filmu)
1998 Jo Nesbo, Noregur: Flag-
germusmannen
1997 Karin Fossum, Noregur: Se
deg ikke tilbake! (Líttu ekki um öxl)
1996 Fredrik Skagen, Noregur:
Nattsug
1995 Erik Otto Larsen, Danmörk:
Masken i spejlet
1994 Kim Smáge, Noregur: Sub
Rosa
1993 Peter Hoeg, Danmörk: Froken
Smillas fornemmelse for sne (Lesið I
snjóinn)
1992 Henning Mankell, Svíþjóð:
Mördare utan ansikte (Morðingi án
andlits)
Inget Ijus i tunneln
Snemma á ágústmorgni finnst
ung kona myrt í miðborg Helsinki.
Verksummerid em h'til en lögreglu-
mennimir em í kapphlaupi við tím-
ann: fer morðinginn aftur á kreik,
valdi hann fómarlambið af tilviljun
eða er þetta fyrsta raðmorðið? Hvers
vegna var konan myrt, er skýringar að
leita í úthverfinu Vanda í Helsinki eða
sveitarfélaginu Purmo við Austur-
botn?
Spennan vex þegar ljósi er bmgðið
á bakgrunn konunnar og margar
spumingar vakna: hvaða hlutverki
gegndu systir og skólasystkin fómar-
lambsins?
Fyrsta bók Marianne Peltomaa
kom út 1990. Hún hlaut verðlaun
Svenska litteratursallskapet fyrir tvær
skáldsögur og hefur verið tilnefnd til
Runebergverðlaunanna. í skáldsög-
um sínum beinir Marianne Peltomaa
bæði sjónum að samfélagsmálum og
samskiptum einstaklinga.
(www.schildts.fi)
Svartir englar
Kona hverfur sporlaust og óvenju
umfangsmikilli lögreglurannsókn er
strax hrundið af stað. Um er að ræða
einstæða, tveggja bama móður - og
einn færasta kerfisfræðing landsins. Á
ýmsu hefur gengið í einkalrfinu hjá
henni en talsverð leynd virðist hvíla
Ævar og hans
svörtu englar
MCVJTIÍYIi,
yfir stcirfi hennar síðustu mánuðina
áður en hún hverfur. Fljótlega kemur í
ljós að laganna verðir em ekki einir
um að leita að henni og fyrr en varir
teygir rannsóknin anga sína bak við
tjöldin í stjómsýslunni, inn í leður-
klædd skúmaskot viðskiptalífsins og
napran veruleika hinna verst settu í
samfélaginu. Það er hraður taktur í
sögunni og spenna sem stöðugt rekur
lesandann áfram. Ævar Öm vakti
mikla athygli með fyrstu glæpasögu
sinni, Skítadjobbi, sem hlaut mjöglof-
samlega dóma. Með Svörtum englum
festir hann sig í sessi meðal fremstu
glæpasagnahöfunda landsins.
Odjuret
Tveimur telpum er nauðgað og
misþyrmt. Þær em myrtar á hrottaleg-
an hátt og nakin lflcin skilin eftir í kjall-
arakompu. Höfundamir lýsa hræðslu
stúlknanna og hugsunum bamaníð-
ingsins. Glæpamaðurinn er fljótt
handsamaður. Fjórum áður síðar tekst
honum að flýja þegar verið er að flytja
hann á milli fangelsa. Lögreglan veit
að hann mun endurtaka glæp sinn ef
hann verður ekki gripinn í tæka tíð. En
það tekst ekki. Hann endurtekur glæp
sinn og fómarlambið er fimm ára
telpa. Faðir stúlkunnar og lögreglu-
mennimir gera sér grein fyrir að ekkert
mun stöðva hann.
Styrkur Anders Roslund og Börges
Hellström er að þeir lýsa hugsunum
og athöfnum allra aðila - morðingj-
ans, fómarlamba, foreldra, almennra
borgara, fanga, lögreglufólks og
fangavarða og því sldlur lesandinn þá
klípu sem höfundamir setja fram. Og
lesandinn fær samúð með söguper-
sónum, segir gagnrýnandi Berlings-
ins um söguna.
Anders Roslund
og Börge Hell-
ström og Skepn-
an
Marianne
Peltomaa og
Ekkert Ijós í
myrkri
MENNINO
MORfTEN'SEjsí
Henmng
Mortensen og
Fimmta árstíðin
Kvikmyndasafnið heldur áfram sýningum á völdum kvikmyndum í Bæjarbíói. Nú eru á dagskrá
myndir sem tengjast kvikmyndasögu okkar.
Léttúðugar danskar myndir aftur í Hafnarfirðinum
í gærkvöldi hófst í Bæjarbíói í
Hafharfirði dönsk þrenna sem
Kvikmyndasafhið stendur fyrir.
Þrennan samanstendur af þremur
ágætum dönskum kvikmyndum
sem eru einhverskonar minjar í
danskri kvikmyndasögu og eru að
auki eftir danska leikstjóra sem áttu
hér leið um á ferli sínum.
Fyrsta myndin sem sýnd var í
gærkvöldi og endurtekin verður á
laugardag er danska gamanmyndin
Det tossede paradis eða Sælueyjan
frá árinu 1962 í leikstjórn Gabriel
Axel. Gabriel er þekktastur fyrir
kvikmynd sína eftir sögu Karen
Blixen, Babettes Gæstebud, en
hann kom hingað til lands á sjö-
unda áratugnum og kvikmyndaði
alþjóðlega versjón af fornnorrænu
sögunni um Hagbarð og Signýju.
Fór kvikmyndun sögunnar að
mestu fram norður í Þingeyjasýsl-
um og kom mikill fjöldi íslendinga
að tökunum.
Sælueyjan var annars eðlis. Hún
naut mikilla vinsælda hjá íslensk-
um bíógestum og má hér sjá gott
dæmi um hver almenningssmekk-
ur var á kvikmyndum á sínum tíma.
Hún skartar lflca þremur ástsælum
dönskum leikurum; Dirk Passer,
Ove Sprogee og Ghitu Norby.
í myndinni segir frá eyjunni
Trango í Kattegat en þar eru átök á
milli tveggja stjórnmálaflokka,
Sæluflokksins og Þjóðarflokksins.
Sæluflokkurinn sigrar kosningar og
ákveður í sigurvfrnunni að segja
skihð við Danmörku og lýsa yfir
sjálfstæði Sælueyjunnar Tranga.
Ríkisstjómin áttar sig ekki á því að
kvenráðherra sem send er til að
stöðva brölt eyjaskeggja, er óvarin
fyrir töframætti eggjanna sem hæn-
ur eyjarinnar verpa.
Sælueyjan verður sýnd aftur á
laugardagkl. 16.
Þann 17. og 21. maí verður svo
sýnd kvikmyndin Sommer i Tyrol
en leikstjóri hennar er Erik Balhng,
sem leikstyrði 79 af stöðinni, sæhra
minninga, og hinum vinsælu Mata-
dorþáttum. Sumar í Tyrol er gam-
ansöngleikur og hefur lengi verið
vinsæU í Danmörku, er meira að
segja það verk frá liðnum vetri sem
naut mestar vinsælda í Höfn. Hér
var hann fluttur á sviði snemma á
sjötta áratugnum og var sú svið-
setning upphaf vinsælda Bessa
Bjarnasonar, heiðursverðlaunahafa
Menningarverðlauna DV.
Undir mánaðamótin verður svo
sýnd kvikmyndin Sautján, ein
fýrsta gamanldámmyndin sem hér
var sýnd á sjöunda áratugnum.
Verða þær sýningar 24. og 28. maí.
Sytten eða Sautján er hér sýnd í
gjafaeintaki frá framleiðenda sem
þótti heiður að forvitni Kvikmynda-
safiisins um þennan blauta gim-
stein danskrar kvikmyndasögu og
gaf eintak hingað minnugur þess
hvílíkrar hylli myndin naut hér á
sínum tíma.
Dirch Passer Ástsælasti leikarí Dana d síð-
ustu öld. Gamanleikarí afGuðs náð.