Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Blaðsíða 23
DV Sport MIÐVIKUDAGUR ll.MAl2005 23 Þórarinn til Gvrópu Knattspymumaðurinn Þórar- inn Knstjánsson, sem lek með Keflvtkingum síðasta sumar og verið á mála hjá skoska félaginu Aberdeen í vetur, verður samn- mgsiaus í lok mánaðarins. Akveðið var að fratnlengja ekki samning hans vegna tíðra meiðsla. Gunn- laugur Tómasson, umboðsmaður f'óranns, segir að hann hugsi sér nti ti! hreyfings og ætli að reyna að koma sér að hjá félagi í E\TÓpu. Ef það gengur ekki upp innan mán- ttðar eða svo, gæti vel farið svo að hann sneri aftur heim til íslands og þá va-ntanlega til Keflavfkur. „Við enun að vinna í máitmum sem stendur og höfmn verið að ra'ða við félög í Bretiandi, Ilol- landi. Belgíu og Grikklandi/ segir Gunnlaugur. Henry verður með Arsenal rhieny Henry hefur óvænt gef- ið kost a sér t lið Arsenai sem mæt- ir Everton í úrvalsdeildinni i knatt- spyrnu í kvöld, en hann hefur verið lengi frá vegna nárameiðsla. Arsene Weng- / J O 4 lét hafa eftir séx í fyrradag að leikrnenn eins og Henry og Freddie Ljimgberg [tðú að ieika að minnsta kosti einn leik með \ liðínu í > detldinni ef þeir ætluð- ust til að vera nteð í btkartú- k— slitaleikn- v ' um gegn Manchester Umted síðla ntánað- ar, 1 ienry. sem var sagðut eiga lida vort utn að verða orðinn heill af metðsiunum fyrtt aðeins nokkrum dögum, hetut nú geftð kost á sér í hóp Arsenal í kvöld og verður að öliuni líkindum á varamanna- bekknum, Sol Campell berst einn- ig við að ná heilsu, en talið er nokkuð iíklegt að hann verði með i bikarúrslitaleiknum. Eftirsjá í Edu Arserte Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur látið í ljós að hanu sé hryggur yfir ákvörðtm brasilfska miðjmnannsins Edu að yflrgefa félagið í sumar. Miklar vangavehur hafa verið uppi um framtíð leikntannsáns itjá Lund- únafélaginu í ailan vetur og í gær tók hann af allan vafa og sagðist vera á förum. „Ég vil fara þangað sem ég get fengið að spila tneira." sagði hann og nefhdi öll stærstu liö Fvrópu til sögunnar þegar lrann \ at spnrðnr hvert hann færi. Real. Barceiona, luventus og Val- encia hafa öll verið í sambattdi við umhoðsmann minn." sagði Edu. Wenger segist sjá eftir Edu þvi það hafi verið hann sem uppgötv- aði Ed« á símun tíma og kom hon- um í sviðs- ljósiö á \ i*f Englandi. ■V íslensku körfuboltakrakkarnir héldu uppi merki íslands á Norðurlandamótinu í Svíþjóð sem lauk um helgina. íslensku landsliðin unnu tvö silfur og eitt brons og bæði karlaliðin unnu verðandi Norðurlandameistara í riðlakeppninni. fslensku unglingalandsliðin í körfubolta náðu mjög góðum ár- angri á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta en keppt var hjá 16 og 18 ára landsliðum í Solna í útjaðri Stokkhólms dagana 5. til 8. maí. Eftir einstakan árangur ári áður, þar sem íslendingar komu heim með þrjú gull, voru aftur þrjú íslensk landslið í bar- áttunni um Norðurlandameistaratitlana. Það má því segja að ís- lensku krakkarnir hafi sýnt það og sannað að árangurinn ári fyrr var ekki nein tilviljun en að þessu sinni mættu heimamenn í Sví- þjóð gríðarlega sterkir til leiks í öllum fjórum aldursflokkunum og unnu fjórfalt. Bæði karlaliðin töpuðu aðeins einum leik á mótinu og afrekuðu bæði að vinna verðandi Norður- landameistara Svía í riðlakeppninni. Liðin unnu silfur og brons þrátt fyrir að vinna saman átta af tíu leikjum sfnum og eldri strákamir rétt misstu af úrslitaleiknum á innbyrðisúrslit- um gegn Svíum og Finnum eftir að öll liðin höfðu endað jöfii að stigum. Komust næst gullinu 16 ára strákamir fóm alla leið í úr- slitaleikinn þar sem þeir töpuðu með fjórum stigum fyrir Svíum og það má segja að þeir hafi komist næstir gull- inu að þessu sinni. Strákamir höfðu daginn áður unnið frábæran sigur á Finnum, 83-54, en náðu ekki að fylgja þeim leik eftir í úrslitaleiknum þar sem breidd sænska liðsins reyndist of mikil en Svíamir fengu 46 stig frá bekknum gegn aðeins einu frá ís- lenska liðinu. Þrír leikmenn íslenska 16 ára liðsins stóðu sig sérstaklega vel á mótinu; Hjörtur Hrafn Einarsson, Þröstur Leó Jóhannsson og Rúnar Ingi Erlingsson vöktu allir mikla at- hygli fyrir góða frammistöðu gegn jafnöldmm sínum á Norðurlöndum. 18 ára strákamir rifu sig upp eftir vonbrigði laugardagsins og unnu Dani í leiknum um þriðja sætið, 86- 81, þar sem Norðmenn sóttu hart að íslenska liðinu í lokin. Strákarnir klár- uðu hins vegar leikinn og unnu sig vel út úr tapinu fyrir Finnum sem var það fyrsta og eina á mótinu en kost- aði þá engu að síður úrslitaleikinn. Brynjar Þór Bjömsson var frábær á mótinu þrátt fyrir að vera ári yngri og skoraði 23,2 stig að meðaltali í leik. Brynjar skoraði meðal annars 23 þriggja stiga körfur í mótinu auk þess að ná meðal annars þrefaldri tvennu í fyrsta leiknum þegar strákarnir lögðu verðandi Norðurlandameist- ara Svía. 18 ára stelpurnar komust í úrslita- leikinn en mættu þar ofjörlum sínum í gríðarlega sterku liði Svía sem unnu að lokum með 22 stigum eftir að hafa náð mest 34 stiga mun. Sænska liðið vann fyrri leikinn gegn íslensku stelp- unum með aðeins sjö stigum en alla aðra leiki sína í riðlinum með mikl- um yfirburðum. íslensku stelpurnar sýndu mikinn karakter þegar þær tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 99-95 sigri á Finnum en stelpumar unnu síðustu þrjár mfnútur leiksins 10-1 og tryggðu sér fimm stiga sigur og þar með sæti í úrslitaleiknum. Helena Sverrisdóttir var atkvæða- mest í íslenska liðinu, leiddi alla töl- fræðiþætti liðsins og var meðal ann- ars með 21,4 stig, 11,8 ffáköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Norðurlandamótið byrjaði ekki vel fyrir 16 ára liðið sem beið afhroð í fyrstu leikjum sínum gegn Finnum, Dönum og Svíum en liðið varrn á í hverjum leik, vann Noreg í fjórða leik og stóð vel í liði Finna í leiknum um þriðja sætið. Stelpurnar geta því gengið sáttar ffá mótinu enda í fyrsta sinn sem bæði kvennaliðin vinna leik. Sigurinn á Norðmönnum var glæsilegur og Finnarnir voru í mikl- um vandræðum fram eftir leik. Fjórða sætið er því ásættanlegur ár- angur ekki síst ef mið tekið af slæmri byrjun. Sex verðlaun á tveimur árum íslensku liðin geta því litið stolt til baka á þetta Norðurlandamót þó að kröfúr litla fslands séu alltaf miklar og því gráta örugglega einhveijir að enginn Norðurlandameistaratitill kom í hús að þessu sinni. Hins vegar er ekki ónýtt að geta litið til baka á síðustu tvö ár þar sem íslensku landsliðin hafa komið heim með sex verðlaun - þrjú gull, tvö silfur og eitt brons. íslensku iandsliðin hafa enn fremur unnið 24 af 39 leikjum sínum þessi tvö ár og þar af hafa karlaliðin aðeins tapað fjórum leikjum af 20 sem er frábær árangur. Nú er ekki lengur bara talað um baráttu Svía og Finna á toppnum, litla ísland hefur bæst í hópirm. ooj@dv.is Gaman í Svíþjóð Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði 18 ára liðs kvenna, skemmti sér vel á Norðurlandamótinu eins og allir íslensku krakkarnir. Komust næst gullinu Strákarnir í 16 ára liðinu töpuðuúrslitaleiknum gegn Svlþjóð með fjögurra stiga mun í hörkuleik en þetta var eina tap liðsins á mótinu. Njarðvíkingurinn Ólaf Aron Ingvason í tveggja ára bann Enginn heimsendir fyrir mig Dómur féll í máli Njarðvíkingsins Ólafs Arons Ingvasonar í gær. Ólafur hlaut tveggja ára keppnisbann fyrir neyslu á amfetamíni en sýni sem tekin voru úr Ólafi eftir úrslitaleik bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, þar sem Njarðvík mætti Fjölni, reyndust jákvæð. „Þetta er langt ffá því að vera ein- hver heimsendir og ég vonast bara til að komast út,“ sagði Ólafur í sam- tali við DV rétt eftir að dómur féll. „Ég má ekki vera á skipulögðum æfingum en reyni náttúrlega hvað ég get til að æfa sem mest á öðrum vettvangi. Svo ætla ég lfka að vera duglegur að lyfta.“ Einhverjar vangaveltur hcifa verið uppi um að Ólafur héldi út fyrir landsteinana og léki í Bandaríkjun- um undir stjórn Earls nokkurs Woudstra sem er faðir Brandons Woudstra, fyrrum leikmanns Njarð- víkinga. „Bannið gildir, að ég held, ekki í Bandaríkjunum þannig að það er möguleiki að ég fari þangað," sagði Ólafur Aron. Ólafur Aron Sýni sem var tekið úr honum eftir bikarúrslitaleikmn I febrúar sýndi aðhann hafði neytt amfetamfns. „Bannið gildir, að ég held, ekki í Bandaríkjunum þannig að það er möguleiki að ég fari þangað."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.