Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR H.MAl2005 Sport DV Drauma- deildin fer senn 1 gang Eftir tæpa viku hefst íslands- mótið í knattspymu og fagna því flestir fótboltaáhugamenn. Und- anfarin ár hafa verið starfræktar draumaliðsdeildir, þar sem al- menningur getur búið til lið úr þeim leikmönnum sem spila í Landsbankadeiid karla. Nú hafa tvær stærstu draumadeildimar sameinast, draumadeildin.is og Draumalið Vísis.is. Umferðimar em ekki nema átján talsins og því nokkuð ljóst að þeir sem æda að eiga raunhæfan möguleika á sigri verða að vera með strax frá fyrsta leik. Auk aðalvinnings í lok leiktíð- arinnar verða veittir aukavinning- ar fyrir stigahæsta lið fyrstu sex umferðanna, svo sex næstu og að lokum þau sex síðustu. Þvf þurfa menn ekki að örvænta ef þeir em seinir til. Meðal vinninga er ferð fyrir tvo á leik á Englandi, PSP- leikjatölva og gjafabréf frá Lands- bankanum. Draumadeildina má finna á Vísi.is. Terry vill ekki tapa Nýkjörinn leikmaður ársins í ensku knattspyrnunni, vamar- maðurinn John Terry hjá Chelsea, hefur lýst því yfir að takmark sinna manna á næstu leiktíð verði að fara í gegnum tímabilið án taps. „Arsenal tókst það í fyrra, svo af hverju ættum við ekki að geta það líka?" sagði fyrir- » liðinn. „Það er langt í frá ' .*• ;4 óraunhæft J markmið * ^ .» að fara í gegnum tímabil án taps. Við höfum að- eins tapað einu sinni í vetur og það var hræði- \ , "0^ lega svekkjandi," sagði Terry, sem í gær fór í að- gerð vegna tábrots og verður því ekki meira með Uði Chelsea í leikjunum ’ 7 sem eftir em á tímabil- inu. Það þýðir einnig að fVt Terry mun missa af æfingaleikjum ,~t enska landsliðsins í Bandaríkjunum í lok mánaðarins. Bönnuð í Evrópu Spretthlaupurumum Marion Jones og Mike Montgomery frá Bandaríkjunum, verður ekki boð- in þátttaka á mótum í Evrópu í sumar vegna tengsla þeirra við lyfjafyrirtækið BALCO. Victor Conte, stofriandi fyrirtækisins, hefur verið sakaður um að skaffa fþróttamönnum stera og kvaðst opinberlega hafa látið Marion Jones hafa stera fyrir keppni fyrir nokkm. Forráðamenn frjáls- íþróttahreyfingarinnar í Evrópu segjast einfaldlega ekki treysta sér til að takast á við þá (3 neikvæöu umfjöll- un sem þátttaka íþróttamann- anna tveggja hefði í för með sér og hafa þvf ákveðið að bjóða þeim ekki á ' mót í álfunni. Jones hefur þegar ákveðið að höfða mál \ gegn Conte, til að hreinsa nafn sitt, en hvorki hún né Montgomery hafa nokkm sinni fallið á lyfja- prófi. Lið Snæfells í Intersportdeildinni í körfuknattleik á ekki sjö dagana sæla um þess- ar mundir því tveir leikmenn úr röðum þess, Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson, sömdu við Woonaris í Hollandi fyrr í vikunni. Ljóst er að þetta er mikil blóðtaka fyrir lið Stykkishólmsbúa. hrunið? Sigurður Þorvaldsson, landsliðsmaður í körfuknattieik og leik- maður Snæfells í Intersportdeildinni, skrifaði í gær undir samn- ing við hollenska liðið Woonaris. Þar með eru báðir landsliðs- menn Snæfells horfnir á braut en Hlynur Bæringsson gerði sem kunnugt er samning við Woonaris fyrr í vikunni. „Samningurinn lagðist það vel í mig að ég gat ekki sagt nei,“ sagði Sigurður í samtali við DV. Samningurinn gildir til eins árs rétt eins og samningurinn sem Hlynur gerði við liðið. „Þetta er svona undirstöðusamningur; íbúð, bíll og smá aur í vasann. Ég 3renni voða blint í sjóinn með þetta en ætía að gera mitt besta til að komast í byrjunarliðið. Það er á hreinu að ég er ekki að fara þarna út til að vera einhver áhorfandi," sagði Sigurður ákveð- inn. Það hafði mikil áirrif á ákvörðun Sigurðar að Hlynur skyldi hafa sam- ið við liðið. „Af þeim ástæðum held ég að það muni reynast léttara að aðlagast aðstæðum hðsins og von- andi getum við stutt hvom annan." Sigurður fullyrti að sumarið yrði nýtt til æfinga og undirbúnings fyrir komandi tímabil í Hollandi. „Það era ýmsir hlutir sem mig langar að vinna í eins og t.d. að taka skot af dripplinu svo eitthvað sé nefnt. Það er alltaf hægt að bæta sig sem er að sjálfsögðu planið hjá mér.“ Rétt eins og Hlynur sagði Sigurð- ur að erfitt yrði að segja skilið við „Ég er nýlega búinn að fá þessar fréttir og þetta er náttúrulega óhemju blóðtaka." Snæfell og Stykkishólm. „Hér hefur verið gríðarlega gott að búa undan- farin tvö ár og hér er haldið einstak- lega vel utan um körfuboltann og það sem honum fylgir. Héðan mun ég alltaf eiga góðar minningar og vil ég nota tækifærið og þakka öllum í Stykkishólmi kærlega fyrir allt,“ sagði Sigurður að lokum. Stjórn Snæfells ekki ráðalaus „Ég er nýlega búinn að fá þessar fréttir og þetta er náttúrulega óhemju blóðtaka þegar tveir máttar- stólpar liðsins, að öllum öðrum ólöstuðum, róa á ný mið,“ sagði Gissur Tryggvason, formaður körfu- knattleiksdeildar Snæfells. „Hitt er svo annað mál að við höfum sagt við þá að við munum aldrei leggja stein í götu þeirra. Við erum mjög stolt af því að þeir skuh fá þetta tækifæri til að sanna sig á erlendri grundu," bætti Gissur við. „Við óskum þeim að sjálfsögðu afis hins besta og vel- farnaðar í þessu en eftirsjáin er mik- il. Núna fundum við um málið, tök- um ákvarðanir og vinnum út ffá því.“ Gissur sagði að körfuboltamenn í Stykkishólmi byggju við toppað- stæður. „Það hefur verið haldið vel utan um strákana okkar og Hlynur og Sigurður þakka árangurinn því að þeir fengu m.a. góða tilsögn í þjálf- uninni hér. Við efumst ekki um að við munum sjá fleiri af okkar mönn- um halda utan í ffamtíðinni." Samkvæmt heimildum DV era sterkar líkur á að Snæfell haldi Uði sínu í núverandi mynd. Magni Haf- steinsson, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Helgi Reynir Guðmundsson hafa allir staðfest að góðar lfkur séu á að þeir verði áffam innan raða Snæfells næsta vetur. „Þó að þeir Siggi og Hlynur séu farnir era enn til staðar góðir leikmenn innan liðsins og held ég að það sé forgangsatriði að halda þeim leikmönnum og reyna að bæta einhveijum mannskap við,“ sagði Helgi Reynir í samtali við DV. „Þetta er auðvitað mikil blóðtaka fyrir Snæfell og munu þessir heið- ursmenn skilja eftir sig stór skörð í Iiðinu sem varla er hægt að fylla í.“ 18 Sigurður Þorvaldsson Brotthvarf harts og Hlyns Bæringssonar er mikið áfall fyrir Snæfellinga en þeir hafa verið máttarstólpar I liðinu undanfarin tvö ár. Var Sigurður meðal annars valinn besti leikmaður ársins á lokahófi KKl fyrir skemmstu. Er SnæfellsveldiO íslandsmeistarar FH voru ekki í miklum vandræðum með bikarmeistarana Risinn ervaknaður „Risinn er vaknaður!" öskraði Heimir Guðjónsson að verðlauna- afhendingu lokinni eftir sigur FH á Keflavík í Meistarakeppni KSÍ á mánudagskvöldið. Og sennilega era það orð að sönnu. Þrátt fyrir að vera án Dananna þriggja, sem verða ef- laust með betri mönnum liðsins í sumar, virkuðu Hafnfirðingar afar sterkir og til alls líklegir í sumar. Tommy Nielsen var ekki í vörn- inni. Sverrir Garðarsson var einnig flarri góðu gamni. Auðun Helgason og Freyr Bjarnason vora miðverðir og Davíð Þór Viðarsson og Guð- mundur Sævarsson bakverðir. Sú vamarappstifiing virkaði, mjög sannfærandi þrátt fyrir að þessa tvo fastamenn frá síðasta tímabili hafi vantað. Á miðjunni var Heimir eins og gamalt gangverk sem þarf að trekkja í gang. Hann varð þriðji í kjöri á besta knattspymumanni ársins í fyrra og þarf sennilega nokkra leiki til að koma sér almennilega í gang. Hins vegar var Ásgeir Gunnar Ás- geirsson í hörkuformi og mun hann sennilega láta mikið að sér kveða í sumar. Hann var, að öðrum ólöst- uðum, maður leiksins. Framheijaþrennuna skipuðu Jón Þ. Stefánsson, Atli Viðar Björnsson og Tryggvi Guðmundsson. Með All- an Borgvardt á hhðarlínunni lítur út fyrir að Hafnfirðingar muni ekki lenda í vandræðum með marka- skoran í sumar. Guðjón Þórðarson hefur gjör- breytt Keflavfkurliðinu. Fimm manna varaarlína, fjórir á miðju og einn uppi á toppi, er vel þekkt upp- skrift eftir Guðjón. Bakverðirnir vora fljótir ffam, miðverðirnir fastir fyrir en nokkuð mistækir með Gest Gylfa- son í fararbroddi. VarnartengUiður á miðjunni lá mjög aftarlega og Guð- mundur Steinarsson og Ingvi Rafii Guðmundsson vora ágætíega skap- andi á kantinum. Ingvi Rafn var besti maður Keflvíkinga en greini- legt er að Guðmundur er í mun betra formi nú en síðasta sumar. Hörður Sveinsson var oftast fremst- ur en lét lítið að sér kveða. Það vakti furðu að Hólmar Öm Rúnarsson var geymdur á bekknum stærstan hluta leiksins. Hann kom inn á í síðari hálfleik en hafði lítið fram að færa. Þá var Ómar Jóhanns- son sannfærandi í markinu. Hinum megin á vellinum virkaði Daði Lár- usson hins vegar mjög óstyrkur og ef til viH verður hann veiki hlekkur ís- landsmeistaranna í sumar. Atii Viðar og Freyr Bjamason sáu um markaskoranina hjá FH en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Keflvfk- ingar vora sterkari aðilinn ff aman af í síðari hálfleik án þess að skapa sér teljandi hættu. Hafnfirðingar tóku þá völdin og hefðu með réttu átt að bæta nokkrum mörkum við. eirikurst@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.