Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Blaðsíða 29
DV Hér&nú MIÐVIKUDAGUR II. MAÍ2005 29 ER SAMBANDIÐ SETT Á SVIÐ? Jesú var í útför pafa Dauðsfall Jóhannesar Páls II páfa á dögunum tók mikið á leikarann Jim Caviezel, sem lék í Jesú Krist I mynd Mels Gibson. Caviezel hætti við allar áætlanir og fíaug til Rómar til að y vera viðstaddur útför páfa. Hann er heittrúaður kaþólikki og hitti páfa í fyrra til að hljóta ■blessun hans. Það var veganestiö sem hann fékk áður en myndin var frumsýnd. k „Þegar ég hitti hann spurði hanntjim Caviezel, hvað læröir þú afþvíað leika R Jesú Krist?" og ég svaraöi:„Páfí, ég hefumgengist Itala upp á siðkastiö. Þeir . ■ eru fallegt fólk og ég held að hann hafi verið Italskur. Hann fór ekki að K heiman fyrr en hann varþrítugur, hékk alltafmeð 12 gaurum og mamma ■ • hans hélt hann væri Guð,‘segir Caviezel. Páfi tók vel I þessa kenningu en ■ sagöi:„Éghéltalltafaöhannheföiveriö ■ pólskur." 1 Nú ganga þær sögur fjöllum hærra að samband Toms Cruise og Katie Holmes sé sett á svið. Ástæðan er einfaldlega sú að þau voru einum of fjölmiðlavæn þegar þau þrugðu sértil Rómar á dögunum. Þau fóru út að borða, skoðuðu w Sixtínsku kapelluna og fóru á kvikmyndahátíð og Æ j > tóku sér góðan tíma í að brosa framan í all- ar myndavélar og kysstust löngum Ijós- /* iU í» myndakossum. Cruise er þekktur fyrir fc 44 mk að vera feiminn í fjölmiðlum þannig að þessi hegðun þykir stinga í stúf. > aU Ucl d I ini finnst hún ta einsvel út „Við fengum loksins vegabréfs- áritanimar fyrir hópinn í fyrradag, en sjálfur fékk ég mína í mars,“ segir Jónatan Garðarsson, liðs- stjóri íslands í Eurovision og bætir við að ræðismaður Úkraínu á íslandi, Jón Gunnar Zoega, hafi verið sérstaklega liðlegur. Þetta er íjórða ferð Jónatans í hluverki liðsstjóra Eurovision-liðs og hann er bjartsýnn. „Reyndar er mikil spenna í hópnum," segir hann, „og fólk er þá aöallega spennt fyr- ir því að komast út og sjá aðstæð- urnar“. í íslenska hópnum eru 15 manns auk Jónatans. Selma og stelpumar fimm sem verða meö henni á sviðinu auðvitað, en svo eru þetta Haukur Hauksson, aðstoðarmaður Jónatans, Gísli Marteinn, sem lýsir keppninni í Sjónvarpinu, Logi Bergmann og Guðrún Gunnarsdóttir frá RÚV, ' höfundar lagsins þeir Vignir og Þorvajdur Bjarni og svo þrír sem sjá un| „lúkláð"; hárgreiðslusnill- ingurihn Svavar Öm, búninga- drottningin Hildur Hafstein og Elín Reynisdóttir förðunarmeist- ari. Ríkisútvarpið borgar auðvitað undir hópinn og Jónatan segir að 16 manna sendinefnd sé mjög lítil því^tíirleitt sendi þátttökuþjóðirn- .. ar 20-30 jnanns með keppendun- 5 umsínum. Ýmsirvinirogættingj- ar eiga svo eftir að slást í hópinn þegar nær dregur stóm stundinni, undanúrslitakeppninni 19. maí. Hópurinn á ekki bókað flug til baka fyrr en sunnudaginn 22. og Jónatan segist vonast til að kom- ast í aðalkeppnina. - „Ef ekki, þá verðum við bara héma í fýlu og skoðum okkur um. Okkur er spáð ágætu gengi svo vonandi kemur ekki til þess.“ En vinnum við ekki bara? Sérðu fyrir þér keppni í Egilshöll í maí2006? „Ég held að Laugardalssvæðið sé betur til þess fallið en Egils- höll, “ segir Jónatan og er greini- lega búinn að spá í þetta. „Þá gæti skautahúsið nýst sem fjölmiðla- miðstöð og svo mætti nota mann- virkin þarna í kring eins og Badmintonhöllina. Ef það er ekki nóg mcetti bara reisa risastórar tjald- búðir fyrix gestina. Nei, kannski em tjaldbúðir einum of mikil bjartsýni á fslandi í maí.“ 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.