Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Qupperneq 14
74 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ2005 Fréttír DV Réttlætið á að vera blint. Engu að síður upplifa æ fleiri íslendingar sig svikna af dómstólunum. Við þurfum að horfa upp á barnaníðinga sem dómarar hlífa við refsingu, konur eru barðar en ofbeldismennirnir sleppa af því að dómara finnst þær hafa átt það skilið, vitnum er neitað um vernd og lögreglumennirnir sjálfir þora ekki að kæra þekkta ofbeldismenn. Á stundum gæti borgurum hér á landi liðið eins og listunnandanum sem borgaði milljónir fyrir abstrakt-málverk eftir apa. Réttlætið er ekki blint og kröftum dómara eytt í að að skammast út í hvernig fjallað erum hrottalega ofbeldismenn í Qölmiðlum landsins. DV tók saman nokkur atriði sem dómarar hafa klikkað á síðastliðið eitt ár. Jón Steinar Gunnlaugsson Skilaði sératkvæði um að sakamaður ætti ekki að fá refsingu afþví að fjölmiðlar hefðu fjallað um mál hans. elindaréttlætisgyðjan.Táknræn fynrbl^nt réttlæti sem gerir ekki upp a milli manna. ---------— T 2. febrúar2005 Níddust á börn- um en slu viöfangelsi Þrír dómarar í Héraðsdómi Reykjaness hlífðu rúmlega sjö- tugum barnaníðingi við því að fara í fangelsi. Hann hafði þá í Qögur ár K margoft misnotað B dótturdóttur kon- unnar sinnar frá því JR? hún var tólf ára þar til JK hún var sextán, og - fl boðið henni fé fyrir að eiga við sig sam- ræði. Hann fékk skilorðsbundið fangelsi en stúlkan situr uppi með skömmina alla sína ævi. f fyrrasumar ákváðu dómar- ar í Héraðsdómi Reykjavíkur að skilorðsbinda dóm í sex mán- | uði yfir öðrum stjúpafa. Sá níddist á sjö ára gamaUi stúlku | sem var í pössun hjá honum. Afanum var gert að greiða stúlkunni 600 þúsund krónur. 4. desember 2004 þótti ein- um héraðsdómara, Gunnari Aðalsteinssyni, rétt að láta það nægja að barnaníðingur færi í fimm sálfræðitíma, til þess að skilorðsbinda dóm yfir manni ! sem játaði kynferðisbrot gegn | fimm ára systur kærustu sinnar. Maðurinn sem er tuttugu og eins árs hafði stúlkuna á heimili sínu og misnotaði iiana gróf- I lega. í dómi héraðsdóms seg- ir:„í dómsskýrslu, sem tekin var af kæranda í Barnahúsi 19. júlí 2004, sagði hún að ákærði hafi sleikt pjölluna hennar þegar þau hafi legið uppi í rúmi og verið að horfa á skrípó.“ 19. október2004 Konan sem átti skilið að vera lamin Guðmundur L. Jóhannesson, dómari í Héraðs- dómi Reykjaness, ákvað að þar sem kona Kjartans Ólafssonar hefði reitt hann til reiði, væri ástæðu- laust að veita honum refsingu fyrir að hafa sannar- lega ráðist á hana og beitt hana ofbeldi. Hjá lögregl- unni sagði fyrrum eiginkona Kjartans að hann hefði ásakað hana um að halda ffamhjá honum. Kjartan hafi lamið hana í höfúðið og kallað ónöfiium. Hann hefði orðið viti sínu fjær af bræði, tekið hana háls- taki og hert að þar til hún misstí meðvitund. Þegar hún rankaði við sér hafi hann haldið áffam, rifið hana úr bolnum og nærbuxunum og gert tilraun til að nauðga henni. Hún hafi náð að flýja hálfnakin úr íbúðinni og hitt tvær konur sem komu henni í sam- band við Kvennaathvarfið. Kjartan viðurkenndi fyrir dómi að 2hafa lagt hendur á fyrrum eigin- | konu sína. Hann sagðist hafa misst I stjóm á skapi sínu þegar hún tjáði * honum að hún væri að halda fram- hjá. í kjölfarið segir Kjartan að hann hafi tekið konuna hálstaki og „tusk- að hana til". Guðmtmdur dómari komst að þeirri niðurstöðu að átökin hefðu komið til vegna erfiðleika í sam- bandinu. Óumdeilt sé að til átaka hafi komið miUi Kjartans og eiginkonu hans, enda hafi Kjartan við- urkennt það fyrir dómnum. Dómarinn segir einnig að í þessari tilteknu árás hafi Kjartan lagt hendur á eiginkonu sína í mikilh bræði og „að kærandi [eig- inkona Kjartans] kxmni að hafa valdið því“. í niður- lagi dómsins er ákvörðun refsingar á hendur Kjart- ani ff estað, svo ffemi hann haldi skilorð í þrjú ár. Málið fór eftír krókaleiðum fyrir Hæstarétt þar sem ákveðið var að Kjartan hefði valdið áverkum konu sinnar. Með vísan til gagna málsins var talið ósann- að að konan hefði gefið honum tilefin til árásarinn- ar og að til átaka hefði komið milli þeirra. Hæsti- réttur sagði að árásin væri alvarleg og Kjartan ættí sér engar málsbætur. Hann þarf ekki að sitja inni ef hann heldur skilorð. Einn dómari, Jón Steinar Gunnlaugsson, vildi meira að segja sleppa þeirri refsingu. 28. apríl 2005 Fjölmiðlarýni Jóns Steinars Jón Steinar Gunnlaugsson, nýi hæstaréttardómarinn, hefur stað- ið í ströngu í stuttbuxnadeildinni þar sem hann situr með ffænda vinar síns, Ólafi Berki Þorvalds- syni. Jón Steinar hefur komið inn með sjónarhól verjandans sem virkar sumpart sem mótvægi við kerfiskarlana sem sitja í Hæsta- réttí. í máli Kjartans Ólafssonar vildi Jón Steinar sleppa Kjartani við refsingu af því að birtar hefðu verið af honum myndir í fjölmiðl- um. „Fallast má á með ákærða að opinber umfjöliun um brot hans, þar sem meðal ann- 3ars var birt mynd k af honum undir f nafni, hafi verið einhliða og ósanngjöm og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða á þann hátt, sem hann hefur lýst,“ sagði Jón Stein- ar. Honum þóttí að þetta hefði átt að skipta máli til hagsbóta fyr- ir Kjartan á meðan hann virðist telja að aðrir dómarar hafi verið litaðir af umræðunni um brot Kjartans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.