Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ2005 15 I Verðlaunamynd úr héraðsdómi Pétur Guðgeirsson dómari hefur mikinn áhuga á að stöðva myndatökur í dómhúsinu og notarhvert tækifæri til að minnast á það. Börkur Birgisson Hæstiréttur vildi ekki að vitni í málinu hans fengju nafnleynd. 1. maí2005 ; "■* ' - • 1. desember 2004 Vitni og fórnarlömb fá ekki vernd Hæstiréttur sneri við dómi Sveins Sigurkarls- sonar í Héraðsdómi Reykjaness sem hafði ákveðið að þrjú vitni sem vitnuðu í máli gegn Berki Birgis- syni, sem réðst á mann með öxi, þyrftu ekki að gefa upp nöfn. Hæstiréttur vildi ekki vernda þessi vitni, en Börkur var ákærður fyrir tilraun til mann- dráps og sjö lfkamsárásir. Með dómi Hæstaréttar var nokkurra mánaða lagaheimild skotin í kaf. „Ég á erfitt með að sjá hvernig hægt sé að færa sönnur fyrir ógnunum eins og dómur Hæstaréttar vísar til,“ sagði saksóknarinn Sigríður. „Það liggur fyrir að ákærða hefði getað verið tryggð sanngjörn máls- meðferð jafnvel þótt hann sæti ekki í sama sal og vitnin, enda hefði hann haft tækifæri til að hlýða á vitnisburðinn í öðru herbergi og jafn- hliða því getað komið ábendingum til verjanda um spurningar eða sl£kt,“ sagði hún. Enn þurfa vitni að gefa upp nöfn og heimilisföng fyrir framan grunaða ofbeldismenn. DV sagði frá því í vikunni að sparkað hefði verið í Reyni Traustason ritstjóra, sem mætti til að bera vitni í máli manns sem tók hann hálstaki. DV sagði líka frá því hvernig vitni í máli gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni parketslíp- unarmanni breyttu framburði sínum fyrir dómi af hræðslu við manninn sem sat fyrir ffaman þau. Annþór gengur enn laus þrátt fýrir dóma um of- beldisverk hans. Ástandið er þannig að meira að segja lögreglu- menn þora ekki að kæra ofbeldismenn, eins og sannaðist í máli Jóns Trausta Lútherssonar sem réðst á lögreglumann í desember 2003 og brákaði á honum nefið. Lögreglumaðurinn þorði ekki að kæra eftir að fjölskyldu hans bárust hótanir. Leynd um dómsmál cw* í auknum mæli hafa dómarar ákveðið að koma tilteknum málum á dagskrá án þess að þau fari fram í heyranda hljóði. Meginreglan í réttarríkinu er að réttarhöld fari fram fyrir opnum tjöldum til að al- menningur geti fylgst með. Und- anfarið hafa blaðamenn sem fylgj- ast náið með því sem er á dagskrá dómstóla komist að því, að dómar- ar reyna að forðast að blaðamenn komist að því að tiltekin mál séu á dagskrá. Þegar þekktur glæpamað- ur, Davíð Garðarsson, var dæmdur fyrir að nauðga stúlku og ofsækja fjölskyidu hennar, reyndi Héraðs- dómur Reykjaness að koma því framhjá augum almennings. í önnur skipti hafa dómarar reynt að veita sérstökum sakbomingum sérmeðferð. Guðmundur L. Jó- hannesson hjálpaði Hermanni Sig- urðssyni þyrlu- flugmanni, að komast út úr dóm- sal bakdyramegin þar sem hann vissi af blaðamanni fyrir framan sem hafði áhuga á að ræða við Hermann. ÞegarÁstþór Magnússon mætti í dóm í opin- bem sakamáli, höfðu dómarar ákveðið að leyfa honum að komast inn um bakdyr sem dómarar nota, svo hann þyrfti ekki að horfast í augu við þá sem vildu fylgjast með málinu. Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, stingur upp á því í nýrri grein í Lögmanna- blaðinu að réttast sé að hafa fleiri þinghöld lokuð og banna opinbera frásögn af þeim. 2.júní2005 Pétur Guðgeirsson á móti myndum Pétur Guðgeirsson, dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur, hefur nú þrívegis á einum mánuði bætt óskyldu efni í dóma sína um hin ólíklegustu mál. í fýrradag var Pét- ur að dæma lög- reglumann sem hann fann sekan um að hafa tekið bíl lögreglunnar án leyfis og í eigin þágu. í lok dómsins segir hann: „Enda þótt það komi ekki við efni þessa máls, verður ekki hjá því komist að víkja nokkrum orðum að framkomu myndatökufólks hér í dómhúsinu á undanfömum misserum..." Pétur heldur áfram og talar um óhæfu sem felst í því að fjölmiðl- ar taki myndir af þeim sem koma fyrir dóm í málum. Pétur vill stoppa það að almenningur fái skýra mynd af dómsmálum sem vissulega vekja eftirtekt lands- manna, eins og þegar einn af yfir- mönnum hjá embætti Ríkislög- reglustjóra er ákærður og síðan dæmdur fýrir þjófnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.