Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Qupperneq 38
38 LAUCARDAGUR 4. JÚNÍ2005
Helgarblað DV
Á sumrin draga margir íslendingar fram
tjöldin og útilegubúnaðinn og flykkjast
út í guðs græna náttúruna. Aðrir geta
ekki hugsað sér að sofa í tjaldi og velja
frekar þægindin í sumarbústöðum eða á
gistiheimilum og hótelum. DV heyrði í
nokkrum þjóðþekktum einstaklingum og
forvitnaðist um eftirminnilegustu útileg-
urnar og uppáhaldsstaðina.
ÍL . m
1 i \ ■ Wá jif
{ lltí_
Gaman að tralla
með kassagítar
„Það er langt síðan ég fór í útilegu en hef í staðinn farið
í sumarbústaðarferðir," segir Bryndís Ásmundsdóttir leik-
legu og þá er Snæfellsnesið eins og það leggur sig uppá-
haldsstaðurinn minn og kannski Laugarvatn líka. Ég væri
til í að fara í útilegu á hverju sumri og gera það að hefð
því mér finnst mjög gaman að sofa í tjaldi og þegar ég
var lítil fékk ég að tjalda í garðinum og gista. Einhvern
veginn er þetta samt ekki á „to do"-listanum í dag sem
er algjör synd.“ Bryndís segist öllu duglegri að skreppa
með vinum í sumarbústaði sem sé útilega út af fyrir
sig. „Það er mega-æði að fara í pottinn og grilla, taka
upp kassagítarinn og tralla. Síðast þegar ég fór var al-
veg ótrúlega gaman þar sem einn vinur minn kom
með singstar og við sunum til sex um morguninn
þar sem við vorum í svo mikilli keppni," segir Bryn-
dís sem hefur einu sinni reynt að sameina veiði og
útilegu. „Ég hef einu sinni farið í veiði-
Bryndís Ásmundsdóttir túr með pabba mínum og átti þá að
„Samt fínnst mér rosalega taka upp fiskinn og drepa. Ég gat það
gaman I útilegu og þá er Snæ- ekki svo ég setti hann aftur útí grátandi
fellsnesið eins og það leggur 0„ þag var minni veiði lokið."
sig uppáhaldsstaðurinn minn
og kannski Laugarvatn lika."
Lærði á gítar til að
spila á Þjóðhátíð
„Ég geri mjög lítið af því að fara í útilegur eftir að ég eignaðist
fjölskyldu, við förum aðailega heim tii Eyja. Það er okkar innan-
landsferðalag," segir Þorsteinn Gunnarsson íþrótta-
fréttamaður á Stöð 2 og Sýn. Þorsteinn fer þó
reglulega til Akureyrar á Pollamótið en
hingað til hefur hann gist í leigðum sum-
arbústöðum. „Nú stendur hins vegar til
að kaupa tjald og fara í alvöru útilegu
á Akureyri," segir Þorsteinn og bætir
við að krakkarnir sínir séu orðnir
mjög spenntir. „Mér líst líka mjög vel
á þetta enda hef ég ekki sofið í tjaldi
síðan ég var unglingur. í þá daga var
maður oft í tjaldi á Þjóðháú'ð í Eyj-
um þó maður gisti sjaldan þar.
Þangað ætlum við líka í sumar en þá
tökum við fram hústjaldið okkar sem
er þó allt of stórt fyrir Pollamótið.
Gítarinn fer að sjálfsögðu með til
Eyja enda lærði ég á gítar í þeim eina
til gangi að geta spilað á Þjóðhátíð, eins
og svo margir Eyjamenn." Þegar Þor-
steinn er inntur eftir skemmtilegustu úti-
leguminningunni rifjar hann upp atburð
sem átti sér stað í Lyngfellisdal í Vest-
mannaeyjum þegar hann var ung-
lingur. „Þar vorum við, heilt
fótboltagengi og tjölduð-
um saman í dalnum.
Þetta átti að vera rólegt
en breyttist heldur
betur þegar nokkur
hundruð unglingar
mættu á sama stað til
að skemmta sér.
Þetta var.æði skraut-
legt og afar eftir-
minnileg nótt en þó
án skandala."
legu a HKuieyn.
Aðalheiður Ólafsdóttir
„Égfór þangað einu sinni á ball
með Gildrunnisem varalveg frá-
bært, eins og maöur væri kominn á
: Greedence Clearwater-tónleika."
Húsafell í uppáhaldi
„Mér finnst Húsafell ferlega skemmtilegur staður og hef farið þangað
reglulega með bestu vinum mínum," segir Aðaiheiður Ólafsdóttir söngkona,
betur þekkt sem Heiða í Idolinu. „Eitt skiptið var klikkað veður, 17-18°C hiti
og við vöktum alla nóttina þangað til sólin kom upp. Það gerðist
svo sem ekkert merkilegt nema maður vaknaði í hita-
kófi," segir Heiða og bætir við að það hafi verið
gaman að vera full í sólbaði. „Skemmtilegustu
útileguminningamar mínar eru án efa frá
Húsafeili og svo finnst mér líka gaman í
Úthlíðinni. Ég fór þangað einu sinni á
ball með Gildrunni sem var alveg frá-
bært, eins og maður væri kominn á
Greedence Clearwater-tónleika. Mér
finnst alveg æðislegt að gista í tjaldi
og á svakalega fínt tjald með góðu
partí-hæfu fortjaldi. það besta er að
mæta með gítar, grilla, drekka og
syngja en það versta er að það er
orðið erfitt að finna staði þar sem
ungt fólk má syngja fram eftir nótt-
um en þá tjaidar maður bara í
óbyggðum. Ég æda að reyna að vera
dugleg að fara í útilegur í sumar því .
það er alltaf jafit gott að komast að-
eins út í náttúr-
ima og ég er
bjartsýná
að sum-
arið
verði
æðis-
legt."
Algjör útilegukerling
„Mér finnst mjög gaman í útilegu og vona að ég komist í sumar og
ég fer allavega með Vinstri grænum á Mývatnsöræfi," segir Kol-
brún Halldórsdóttir alþingismaður. Kolbrún og félagar ætía að
leigja sumarbústað að Björgum við ósa Skjálfandafljóts og svo
stefnir hún einnig á Rauðasand en hann er einn af uppá-
haldsstöðum hennar á landinu.
„Mér finnst mjög gaman að gista í tjaldi og fjölskyldan á
gamaldags fjögurra manna tjald frá
Seglagerðinni Ægi. Foreldrar
mínir voru ekki duglegir að fara í
útíegur en maðurinn minn er
hins vegar frá Vestmannaeyjum
og alinn upp við Þjóðhátíð í Eyjum
og hann kynntí mig fyrir þessum kúlt-
úr. Við fórum fýrst í Skaftafellið sem mér fannst dásam-
legt og það er honum og Skaftafelli að þakka að ég varð
að útilegu-kerlingu," segir Kolbrún og bætir við að hún
eigi skemmtilegustu útileguminninguna frá Skaftafelh.
„Þegar sonur okkar sat uppi í hlíðinni og teiknaði um-
hverfið opnuðust dásemdir útíegulífsins fyrir mér og
við förum þangað reglulega. Við tökum veiðigræjurn-
ar með en gítarinn bíður heima. Hann fór með í ferð-
irnar þegar maður var yngri. Þá var gaman að sitja
við varðeld og syngja. I dag finnst mér skemmti-
iegast að fara í fjölskylduferðir og
þá er mesta sportið að finna góð- Kolbrún Ha||dórsdóttir
an hyl þvi v.ð erum svo miklir „ViðfórumfyrstlSkaftafellið
Spartverjar. Mestu hetjurnar eru 5em mér fannst dásamlegt og
þeir sem þora að baða sig í það erhonum og Skaftafelli að |
kaldasta hylnum. “ þakka að ég varð að útiiegu-
kerlingu."