Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Síða 39
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ2005 39
Óumræðanlega
fallegur staður
í sumarbústað með
ófríska konuna
„Konan mín er nú ófrísk núna svo við förum ekki mikið í útilegur í sumar,"
segir söngvarinn og Idolstjarnan Kalli Bjarni en konan hans á von á sér um
mánaðamótin ágúst/september. „Þá er náttúrlega ekki hægt að bjóða ófrískri
konu upp á harða dýnu eða tjald en í staðinn ætlum við í sumarbústað. Við eigum
pantaðan sumarbústað núna í byrjun júní en þá verður tekinn í notkun nýr bústaður hjá Sjómanna-
félaginu og við ætlum að vera þau fýrstu til að prófa. Þar er heitur pottur og allt fyrir konuna."
Kaili Bjarni segist hafa verið duglegur að kíkja í útilegur síðasta sumar. „í dag eru útilegurnar
aðallega fýrir krakkana og þá erum við að veiða, grilla og hafa ofan af fyrir þeim. En þegar
ég var unglingur snérist þetta rnn allt annað og maður endaði sjaldan í sama tjaldinu.
Einu sinni vorum við vinirnir á útihátíð þar sem allir
voru með Tal-tjöld. Vinur minn rauk til og tjaldaði og
ætlaði svo að ná sér í vatn og vistir. Þegar hann kom
til bara vom komin 2000 Tal-tjöld í viðbót svo hann
fann tjaldið aldrei aftur. Þá var mikið hlegið." Kalli
Bjami segir uppáhaldsstaðinn sinn vera Húsa-
fell en þangað hefur hann komið nokkmm
sinnum. „Það er æðislegt að vera í Húsa-
felli en við eigum svo marga fallega staði
hér á landi og ég hef ábyggilega ekki kom-
ið á þá næstum því alla.“
„í gamla daga var alveg sama
hversu sætir strákar buðu mér í úti-
legu því ég hata að sofa í tjaldi og vil
frekar huggulegt hótelherbergi í fal-
legu umhverfi," segir Guðrún Ás-
mundsdóttir leikkona og bætir við að hún
viú ekkert verra en harðfisk um allt tjaldgólf og prímus sem virkar ekki.
„Einu sinni upplifði ég það að prímusinn virkaði en svo gátum við ekki
slökkt á honum svo af biturri reynslu fer ég ekki í fleiri útilegur." Guðrún
segist samt eiga sinn uppáhaldsstað á landinu sem hún heimsækir reglulega.
„Heiðardalur rétt hjá Vík í Mýrdal er án efa fallegasti dalurinn á landinu og ég
er svo heppin að eiga þar frændfólk sem á þar sumarbústað. Upphaflega var
þessi dalur eldgígur enda em fjöll á alla kanta. Þarna fer maður ofan í yndis-
legan dal með vatni í og þegar veðrið er gott speglast
Qöllin I vatninu. Þama er hægt að fara í góða göngutúra
og skoða fossa og ár og í rauninni held ég að ef ég ætti
ekki aðgang að svona gestrisnu fólki þá myndi ég ömgg-
lega láta mig hafa það að gista í tjaldi bara til að eyða þar
tíma því þetta er óumræðanlega fallegur staður.“
Guðrún Ásmundsdóttir
„Heiðardalur rétt hjá Vlk í Mýr■
dal erán efa fallegasti dalur-
inn á landinu og ég er svo
heppin að eiga þar frændfólk
sem á þar sumarbústað."
Kalli Bjarni „Það eræðislegt að vera l
Húsafelli en við eigum svo marga fallega
staði hér á landi og ég hefábyggilega
ekki komið á þá næstum því aila. “
Blónmkaiw
í/i/i r* v~n tn v~n i l
maur
íZr. 990
Gefinn fyrir hið villta
líf náttúrunnar
„Mér finnst skemmtilegast að fara óvænt af stað í útilegur," segir
Freyr Eyjólfsson, útvarps- og tónlistarmaður. „Það er best að setja
bara tjaldið I skottið þegar vel viðrar og keyra af stað og láta kylfu
ráða kastí," segir Freyr og bætír við að hann haldi mest upp á Snæ-
fellsnesið. „Mér finnst mjög gaman að sofa í tjaldi og er gefinn fyrir
hið villta h'f tjaldútilegunnar og vel það fram yfir bústaðinn. Ég er að
spá í að fara til írlands í sumar og hjóla um og sofa í tjaldi þar í landi.
Eg hef verið að undirbúa þá útilegu með því að skoða hjólaleigur,
tjaldsvæðin og sögu landsins með ítar-
legum hættí,“ segir Freyr og bætir að-
spurður við að hann fari líklega eitt-
hvert innanlands einnig í sumar.
„Mínar óvæntu útilegur em alltaf
inni í myndinni en þær em svo
óplanaðar að ég veit ekkert
hvort eða hvenær ég fer af stað
en mig langar mest að heim-
sækja Kverkfjöll, það er minn
draumastaður. Þegar ég er í
útilegum finnst mér skemmtí-
legast að ganga á fjöll og þá er
nauðsynlegt að vita eitthvað um
sögu staðarins. Draumaferðin er
góður matur, gönguferð, fallegt
umhverfi og enginn
gsm-sími, eins
konar eintal við
náttúmna.“
i
i
i
i
i
i
Saknarðu einhvers?
legureru aiiiannrn
/ myndinni en þær
eru svo óplanaðar
að ég veit ekkert
hvort eða hvenær
ég fer af stað en
mig langar mest að
heimsækja Kverk-
fjöll.það erminn
draumastaður."
Láttu DV koma með þér í sumarleyfið
Ný ókeypis þjónusta fyrír áskrífendur DV
Þú hefur um fjóra kosti að velja þegar þú ferð að heiman í sumar:
• Við geymum blaðið og sendum þér öll eintökin þegar þú kemur heim aftur.
• Við sendum blaðið til ættingja eða vina.
• Við sendum blaðið á nýtt heimilisfang í fríinu, t.d. í sumarbústaðinn.
• Þú færð t.d. 14 miða, áður en þú leggur af stað í 14 daga ferðalag um landið,
og afhendir miðana á sölustöðum DV um land allt.
Hafðu samband áður en þú ferð í fríið. Láttu okkur vita hvað við eigum
að gera við blaðið þitt á meðan eða hvert við eigum að senda það.
Hafðu samband í síma 550 5000
TT
- hefur þú séð DV í dag?
ÍSIENSKA AUCLfSINCASTOFAN EHF./SIA.IS - ME 21271 (S/2MS