Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Qupperneq 3
DV Fyrst og fremst
FÖSTUDAGUR 24. JUNI2005 3
""•vjurjpu*,
Hvíld og bið á Lækjartorgi
I wm
Beðið á Lækjartorgi
Hluti þeirra 38 barna
sem biðu eftirstrætó á
Lækjartorgi.
Skyndimyndin að þessu sinni sýnir börn bíða eftir strætó og
hvíla sig um leið við blómabeð á Lækjartorgi. Börnin eru hluti
38 barna hóps frá leikskólan-
um Hagaborg sem var á leið
upp á Suðurlandsbraut.
„Börnin eru að fara í heimsókn í leikskólann Steinahlíð sem er
á Suðurlandsbraut," segir Sigríður Sigurðardóttír leikskóla-
stjóri. Börnin voru að skipta um strætó og var ferðin á Steina-
hlíð ein af sumarferðum þeirra.„Það er farið í allskonar svona
ferðiryfir sumarið. Krökkunum finnst það mjög skemmtilegt,"
bættí hún við.
Skyndimyndin
Spurning dagsins
Er bið eftir sjúkrahúsmeðferð of löng?
Þaðerofmikil bið
„Já, mér fínnst það. Það er ofmikil
bið og vantar meiri fjárveitingar til
að fjölga rýmum."
Ómar Ingi Ákason, leikskóla-
leiðbeinandi.
„Jáhúnerof
löng. Það þarf
örugglega að
gera eitthvað."
Rannveig
Kristjánsdótt-
ir, vinnur hjá
upplýsinga-
miðstöðinni Kleif.
„Ég þekki
þetta ekki
nógu vel. Fyrir
þá sem þurfa
á meðferð að
halda þá væri
gott að hafa
biðina ekki
langa.
Björk Þorleifsdóttir, eigandi
Nonnabita.
„Ég hefheyrt
að hún sé of
löng. Það er
slæmt að fólk
þurfí að bíða
lengi með al-
varleg veik-
indi."
Fanney Þórarinsdóttir nemi.
„Þetta ergóð
spurning en ég
hefekki hug-
mynd um
svar.“
Tryggvi
Hilmarsson,
grafískur
hönnuður.
Mikið hefur verið rætt um langa biðlista sjúklinga vegna
meðferðará heilbrigðisstofnunum. Dæmi eru um það að
fólk á leið (aðgerð vegna offitu hafi þurft að bíða í allt að
tvö ár eftir meðferð.
Taðkvörn í byggðasafni
Á gömlu myndinni að þessu
sinni má sjá prófessorinn og
ævisagnaritarann Hannes
Hólmstein Gissurarson. „Myndin
er líklega tekin fyrir tæpum þrjátíu
árum á Skúlagötu 4,“ segh Hannes
eftir að hafa virt myndina fyrir sér. Á
myndinni eru, auk Hannesar, frá
vinstri: Skafti Harðarson, sem var
með Hannesi í stjój-n Félags frjáls-
hyggjumanna og rekur nú bygginga-
vöruverslanir útí í BretlandhSigurð-
ur Hektorsson, sem nú
er læknfr, og Tryggvi
Agnarsson, sem nú
rekur lögfræðistofu. „Við
kynntumst í Vöku, félagi
lýðræðissinnaðra stúdenta," segir
Hannes. „Ég annaðist um tíma út-
varpsþátt, þar sem ég kynnti ýmsar
frjálslyndar hugmyndir. Svavar
Gestsson var þá ritstjóri Þjóðviljans
og kallaði útvarpsþáttinn minn
„taðkvörn í byggðasafni“.
„Það er beðið út um allan heim eftir
því að ég verði kjörinn forseti," sagði
Ástþór Magnússon á blaða-
mannafundi þann 25.
júní2004. Heimsbyggðin '
þarfaðbíöaeftirþvííað
minnsta kosti þrjú ár
í viðbótþvi
næstu forseta-
kosningar
verða ekki fyrr
en 2008.
,rj r W w
M
Það er staðreynd...
...að kóalabirnir sofa í um 22
klukkutíma á sólarhring.
ÞAU ERU FRÆNDSYSTKIN
Fréttamaðurinn & fréttakonan
Guðrún Heimisdóttir og Sindri Sindrason eru syst-
kinabörn. Þau eru bæði fréttamenn Stöðvar 2. Guö-
rún var áður þekkt sem gæludýra Guðrún, en hún sá
um gæludýrainnskot I Stundinni okkar þegar hún var
yngri. Sindri er menntaður fjölmiðlafræðingur frá
Búlgaríu og var áður biaðamaður á Viðskiptablað-
inu.
Guðrún er dóttir Heimis Sindrasonar tannlæknis en
Sindri er sonur Sindra Sindrasonar fjárfestis og fyrr-
um stjórnarmanns Pharmaco.
www.ostur.is
Kryddsmjörið
kitlar
bragðlaukanna!
Gott er að hafa mismunandi tegundir af
kryddsmjöri við höndina til að töfra fram
rétta bragðið hverju sinni. Kryddsmjör er
t.d. ómissandi með grillkjötinu, bökuðu
kartöflunni, grillaða maískólfinum - eða
ofan á snittubrauðið!
Veldu þitt uppáhaldsbragö!