Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Qupperneq 16
76 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ2005 Sport DV Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Steinarsson hjá Keflavík ber fyrirliðabandið hjá liðinu og sér um að skora mörkin en hann tekur einnig ýmislegt annað að sér. Þær eru ýmsar hefðirnar sem skapast hjá íþróttafélögum. Hjá knattspyrnuliði Keflavík- ur hefur skapast hefð fyrir því að þeir leikmenn sem spila sinn fyrsta leik fyrir meistara- flokk félagsins fara í klipp- ingu hjá fyrirliðanum, Guð- mundi Steinarssyni. Með því að greiða 5.000 krónur í sér- stakan sjóð flokksins geta leikmenn þó sloppið undan Guðmundi og rakvélinni hans. Sóknarmaðurinn Stefán örn Arnarson gekk í raðir Keflvíkinga frá Víkingum fyrir skömmu og hann fékk að kynnast rakvél Guð- munds. „Ég hafði um tvennt að velja. Það var annaðhvort að fá sér þessa klippingu frá Gumma eða greiða 5.000 krónur í sekt," sagði Stefán en það tók hann ekki langan tíma að taka ákvörðun. „Maður hefur heyrt að stelp- urnar fíli mig svona snoðklipptan, ég var að sjálfsögðu búinn að kanna farveginn áður. Svona hlutir gera bara gott fyrir móralinn og auðvitað tekur maður þátt í því.“ Konurnar borga Fjórir leikmenn hafa borgað í sjóðinn það sem af er tímabilinu til að losna undan snoðklippingu Guðmunds þannig að það er 20.000 kall í honum sem stendur. Sá peningur verður síðan not- aður í eitthvað skemmtilegt fyrir meistaraflokkshópinn eftir tíma- bilið. Það eru þeir Gunnar Hilmar Kristinsson, Atli Rúnar Hólm- bergsson, Sigþór Snorrason og Davíð örn Hallgímsson sem er í 2. flokki, sem hafa losað sig undan klippingunni með því að borga. Júgóslavinn óklipptur Til að góður árangur náist er eitt af lykilatriðinum að góður mórall sé í hópnum og virðist sem sá part- ur sé í góðu lagi í Keflavík. „Maður hefur heyrt að stelpurnar fíli mig svona snoðkíipptan, ég var að sjálfsögðu búinn að kanna far- veginn áður." „Þetta byrjaði formlega síðasta tímabil. Kaerustur sumra leik- manna sjá sjálfar um að borga þar sem þeim þykir vænt um hárið á þeim," sagði klipparinn Guð- mundur Steinarsson, enn hafa þó ekki allir nýliðar fengið klippingu hjá honum. „Við erum að reyna að koma Júgóslavanum okkar í skiining um þessa hefð en það gengur frekar illa þar sem hann skilur hvorki ensku né íslensku. Það endar á því að okkur tekst að taka hann.“ sagði Guðmundur Steinarsson. elvar@dv.is Sáttir aö loknu góðu dagsverki Stefán örn virkar nokkuð sátturþegar Guðmundur fyririiði rakar slðustu hárin afhonum. Baldur er ekki eins kátur og hefði greiniiega viljað halda greiðslunni sem Stefán skartar á mynd númer 4. Myndir Jón Örvar Arason Sestur (stólinn Þaö var ekki laust við aö greina mætti hræðslu i andliti Stefáns Arnar þegar hann settist istólinn hjá Guðmundi fyrirliða. Fyrsta strokan Nýliðum i Keflavik er ekki sýnd nein miskunn og hér fer fyrirliðinn fyrstu umferð I gegnum hár Stefáns sem atdrei verður samt aftur. Gaman, gaman Mývetningurinn Baldur Sigurðsson skemmti sér konungtega yfir„óförum" Stefáns en hann fékk sömu meðferð fyrir stuttu síðan eins og sjá má. Er þetta ekki töff? Stefán Örn gat ekki annað en hlegið Imiðri klippingu þegar fyririiðinn tók sér pásu. Það hefði ekki verið ónýtt efþessi greiðsla hefði fengiö að lifa iengur. Bradiey að hætta Hinn 230 sentimetra hái Shavvn Bradley, sem leildð hefur með Dalfas síðustu ár, er nú f við- ræðum við iiðið um að kaupa sig út úr afgangnum af samningi sín- um, því hann hefur ákveöið að hætta að leika körfubolta. Þetta kom fram á bandarískum vef- miðlum í gær, þar sem sagt var aö miðherjinn hávaxni giímdi við erfið meiösli og ætlaði að huga meira að íjölskyldu sinni, en hann eignaðist sitt sjötta bani fyrir skömmu. Bradley er mormóni og varði einu ári við trúboðsstörf í Ástralíu áður en hann hóf að leika í NBA-deildinni. Bradley hefur alla tíð verið gagnrýndur mikiö fyrir aö vera rolulegur á velli og hefur aldrei þótt standa undir væntingiun. Hann varði tvisvar flest skot allra í deildinni og hættir með meðaltöl upp á 8 stig, 6 fráköst og 2,5 varin skot. Lausláti ritarinn Faria Alam montaði sig af framhjáhaldinu með Eriksson. Kallaði enska landsliðsþjálfarann „sykurpúða" Réttarhöldin í máli lausláta ritarans Fariu Alam gegn Enska knattspyrnusambandinu halda áfram en lögfræðingur sambands- ins hefur opinberað tölvupóst þar sem Alam stærir sig af því við vinkonur sínar að hún sé í tygjum við tvo háttsetta menn innan sam- bandsins. Alam, sem er 39 ára, hélt við enska landsliðsþjálfarann, Sven- Göran Eriksson, sem er 56 ára, og formann sambandsins, Mark Palios, sem er 52 ára. Hún sagði starfi sínu lausu þegar upp komst um málið en mikið fjaðrafok varð á Englandi vegna þessa enda opinberar persónur í forgrunni sem þar að auki voru í föstu sambandi. „Ég er 36 ára, ógift og elska það. Félagslíf mitt er stórkostlegt, ég fer á stefnumót með frægu fólki sem ég get samt ekki nafngreint," segir í einum tölvupóstinum sem Alam sendi vin konum sínum. Dulnefni Alam notaði dulnefni yfir Eriksson og Pailos því hún gerði sér / grein fyrir hættunni sem fylgdi því að ræða þessi málefni í tölvupósti. Eriksson gekk undir nafninu „sykurpúði" og Palios var „PP". Óþekk „Ég hef ekki verið óþekk ennþá en sá sem ég hitti á \ morgun er sá Faria Alam Grobbaði sig afþví að hún svæfi hjá enska iandsiiðs- þjálf- aranum frægari. Við skulum kalla hann sykurpúða, hann er nefnilega mjög sætur, góður og þar að auki þjálf- arinn. Sykurpúði er frábær. Ég vil vera hamingjusöm, rík og farsæl í starfi. Ef. allt gengur eftir mun hann fara með þetta í blöðin fljótlega," segir í öðrum tölvupósti sem Alam sendi frá sér meðan hún var í starfi hjá Enska knattspyrnu- sambandinu. Moldrík Þegar málið lak út kom Alam fram í fjölmiðlum og sagði alla sólarsöguna. Fyrir það fékk hún sem nemur tæpum 400 milljónum og því þykir mörgum skjóta skökku við að hún vilji fá enn frekari skaðabætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.