Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Síða 39
DV' Síðasten ekkisíst FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ2005 39 Ég á raðhús í Garðabæ, hvítan hund sem heitir Hugni og konu sem kallar sig Dúbbu, ekki spyja mig af hverju, hún hefur allar kallað sig Dúbbu þó að hún heiti raun- verulega Fáskrúðsfjörður. Fá- skrúðsfjörður er auðvitað frekar stirt nafn og ég skil hana að vissu leyti en ég hef oft nefnt við hana hvort hún vilji ekki kalla sig Skrúði eða Fáu eða Fáskrúði en hún tekur engum sönsum. Ég held að henni finnist Dúbba eitthvað smart, eins og hún sé diskódrottning eða vina- leg kona sem vinnur í sjoppu, hún leggur gríðarlega áherslu á að virka vinaleg, les alla þjóðfélagspistla Guðmundanna og svarar í símann eins og nafnið hennar sé djók. Þannig virkar hún frekar afkáraleg dagsdaglega, að minnsta kosti lungann úr árinu, þangað til það kemur sumar. Daufir nágrannar Við erum með sambyggða bíl- skúra, fólkið við hliðina á okkur er þau Hörður og Unnur í Ræsi, ég veit að lesendur muna eftir Herði en hann er einn af þeim sem gáfu álit sitt á Reykjavflcurmaraþoninu í Mannlífi árið 1998 og sagði þar að honum fyndist vanta millivega- lengdir. Unnur er hins vegar algjör- lega óþekkt kona, svona kona sem maður þarf að hitta svona tvöhund- uð sinnum áður en maður fer að muna eftir henni. Samt sem áður er hún brjóstastór og hefur vinalegt andlit, miklu vinalegra en Dúdda, konan mín (sem fer alveg örugglega í taugarnar á Fáskrúðsfirði). Hörður og Unnur eiga 75 m2 sumarbústað við Laugarvatn, við eigum 67 m2 sumarbústað rétt ofar í hlíðinni (með aðeins betra útsýni, he, he). Sumarstúss og púss Átjánda júní hittumst við úti við bflskúrana og byrjum að fara í gegnum sumarbústaðardótið. Við Þorsteinn Guðmundsson nýtur sumarsins í Seyöisfirði. bústaðinn eigum sambærilega hluti, aðallega vegna þess að við höfum nýtt okkur öll „tveir fyrir einn“-tilboð sem aug- lýst eru. Hörður er ofboðs- lega opinn fyrir tilboðum og fylgist betur með en nokkur sem ég þekki. Það er meira að segja hægt að fletta upp í honum, þrjú ár aftur í tím- ann, en hann treystir sér ekki til þess að muna fjórða árið því það myndi krefjast of mikils tíma og æfingar. Hann hefur gefið í skyn að hann komi til með að muna tilboð 10 ár aftur í tímann þegar hann fer á eftirlaun en ég á nú eftir að sjá það, hann slær mig að minnsta kosti eins og maður sem er lfldegur til að fá heilabilunarsjúk- dóm. Við vonum það besta Hvað með Freyju? Við bónum, þurrkum af, púss- um, slípum og málum. Stundum spreyjum við en þá gerum við það undir sameiginlegu plasti sem Unnur fær hjá Freyju, þeir eiga alltaf lagera af byggingarplasti þar. Við prófum og fýilum á og endum svo daginn á því að fara yfir þau til- boð sem höfða til okkar, allt fer þetta fram á planinu fyrir framan bflskúrana. Ég get ekki hugsað mér að bjóða þeim inn til okkar, ég veit það myndi bara enda í einhverri hringavitleysu og áður en við viss- um af værum við farin að bera saman húsgögn. Þetta árið ákváðum við að það væri kominn tími á útikamínur. Við höfum lengi beðið með að kaupa þær vegna þess að þær hafa verið svo dýrar en nú er dollarinn lágur og það er trú- lega ástæðan fyrir því hvað þeir hjá Arni ehf. geta boðið ódýrar kamín- ur. Við fórum svo á mánudeginum og keyptum sitt hvora kamínuna á mánudeginum til þess að geta sam- einað sendibfl. Konan er vitlaus Nú erum við komin upp í sumar- bústað og ég er búinn að finna upp á nýju gríni. Ég kalla konuna mína Seyðisfjörð og hún er alveg brjáluð, hvæsir eins og köttur þegar ég segi þetta við hana og ég er líka búinn að fá krakkana í lið með mér, þau kalla hana lflca Seyðisfjörð. Hún biður mig um að hætta þessu, stundum með tárin í augunum, en ég segi alltaf við hana: hey, ef þú ert svona ótrúlega skapgóð þá hlýturðu að geta tekið smá gríni. Við höfum ekk- ert séð Hörð og Unni, hvorug fjöl- skyldan er mikið fyrir það að vera úti við en ég veit að þau voru deginum á eftir okkur að kveikja upp í kamín- unni sinni, he, he. Ég býst við því að ég hafi bara meiri hæfileika í þetta sumarstúss allt. Bestu kveðjm frá Seyðisfirði, he, he. '<r * .♦ 4 t . ' Kaupmannahöfn Osló London París Það kólnaði í gær og (dag verður vindur. Slæmar fréttir. Þó er Ijós í myrkrinu. Bjart verður yfir norður og austurlandi og hitinn gæti Nokkur vindur jafnvel farið upp í 18 stig sem hlýtur aðteljast gott, Hitinn mun haldast svipaður um helgina svo setjið á ykkur ferðaskóna og vindjakkan. 22 Algarve 26 Róm 23 Mallorca 28 Krít/Chania 27 Kýpur 32 Barcelona 28 Rimini Sólarupprás Sólarlagl Árdegisflóð 0751 (Reykjavík Reykjavík Síðdegisflóð 20.16 02.56 24.04 Símon Blrgisson • Fyrirsætan fagra Helga Lind Björg- vinsdóttir er á lausu eftir storma- samt samband við leikarann Þorvald Davíö Kristjáns- son. Um síðustu helgi sást hún á Vegamótum með knattspyrnumann- inn Gylfa Einars- son upp á arminn en hann spilar með liði Leeds í Bret- landi. Gylfi er hér á landi í stuttri heimsókn og segist ætla aftur til Eng- lands eftir helgi. Hann er þögull sem gröfin þegar kemur að sam- bandinu við Helgu Lind. „Ég er bara í sumarfríi hér heima að slaka á,“ segir hann... • Þeir voru fleiri sem slettu úr klaufunum á Vega- mótum um síðustu helgi. Brynja Noröquist mætti ásamt eiginmanni sínum Þórhalli Gunnarssyni til að hlusta á son sinn Robba í Chronic spila hip-hop eins og hann er vanur. Segja gestir stað- arins að Brynja hafi dansað eins og óð væri og þurfti Þórhallur á endan- um að ýta henni út af staðnum. Mun Þórhallur ekki vera eins harður rapp- aðdáandi og konan hans sem ýtti víst syni sínum út í rappið á sínum tíma... • Kári Stefánsson var ekki á Vegamótum um síðustu helgi. Hann var ekki heldur í Laugum að spila körfubolta eins og hann lýsti yfir í DV í gær. Heimildar- menn í innsta hring forstjórans eru víst undrandi á þessum yfirlýsing- um því síðustu ár hefur Kári verið fastur gestur í há- degiskörfubolta í World Class. Þar hefur Kári spilað reglulega við menn eins og Jón Amór Stefánsson og Helga Má Magnússon. Segja kunnugir að Kári taki sig vel út á vellinum með gler- augu eins og Bandarflcjamaður- inn Horace Grant... • í Hafnarfirði eru miklar hræringar í sparisjóðnum sem enginn skilur. Að- almaðurinn er víst Páll Pálsson stjórn- arformaður bank- ans sem hefur undanfarið mont- að sig af því að vera að kaupa umboð stofnfjáreigenda til að ná yfirráðum í bankanum. Kannski eru meiri fréttir úr Firðinum að Gunnar Már Levísson í Herra Hafnarfirði hefur fest kaup á penthouse-íbúð á Rafha-reitn- um. Kostaði íbúðin litlar 40 millj- ónir sem er ekki mikið þegar þú ert herra Hafnarfjörður...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.