Freyr - 15.06.1948, Síða 6
186
FREYR
vélin látin toga spenana alltof lengi. Mjalt-
irnar eiga aö ganga greitt, á þann hátt
fæst mest mjólk og með því móti er hætt-
an á júgurkvillum minni en annars. Til-
raunir hafa sýnt, að nythæðin verður mest
þegar hratt er mjaltað.
Kýr nokkur var mjólkuð á‘þann hátt,
að fyrst var einn speni þurrmjaltaður. Síð-
an var næsti speni tekinn og svo hver af
öðrum. Þegar mjólkin úr hverju júgri var
vegin kom í ljós, að:
Úr spena nr. 1 var mjólkurmagnið eins
og venja var til
— — — 2 var það 7% of lítið
— — — 3 var það 15% of lítið
— — — 4 var það 30% of lítið
Skýringin á þessu fyrirbæri er ósköp
einföld. Hormón það, sem myndast í heila-
dinglinum og setur mjólkurstrauminn í
gang, verkar með fullum krafti í 3—6
mínútur og aðeins á meðan það verkar á
júgrið er mjólkurframleiðslan þar í full-
um gangi. Þess vegna eru hraðmjaltir alltaf
góðar mjaltir. Það er slæmur vani að láta
mjaltavélina hanga á kúnni í 5—10 mínút-
ur. Sú mjaltaaðferð mun einatt valda
minnkandi nytjum og einnig því, að kýrn-
ar selja ekki að lokum, svo að allmikið
verður eftir til að hreyta.
Þúsundir — og aftur þúsundir — kúa
eru eyðilagðar árlega af júgurbólgu, sem á
rót sina að rekja til þess, að mjaltavélar
voru látnir pína júgrin allt of lengi. Hætt-
an á því, að júgrin eða spenarnir bíði tjón
við mjaltir, er ekki mikil á meðan mjólkin
streymir ört úr þeim. Hún vex aftur á móti
þegar vélin er lengur á en þörf gerist.
Duglegur mjaltamaður getur mjaltað
25—30 kýr á klukkustund með tveim vél-
fötum. Hann fær meiri mjólk og hraustari
júgur á kúnum sínum heldur en hinn, sem
lengi er að mjalta.
Framanskráð eru aðeins fáein orð — út-
dráttur — úr erindum þeim, sem hinn
heimsfrægi vísindamaður flytur um þess-
ar mundir í, að minnsta kosti, þrem heims-
álfum.
Víða um lönd er aðferð hans þegar tekin
í notkun og hefir sums staðar náð mikilli
útbreiðslu. Á Norðurlöndum er þegar hafin
starfsemi til útbreiðslu hraðmjalta. Pró-
fessor I. Jóhansson, búnaðarskólanum við
Uppsala í Svíþjóð, hefir lagt sérstaka á-
herzlu á að sanna gildi hennar fram yfir
eldri mjaltaaðferðir og mælir hann með
notkun hennar. En tíma þarf til þess að
hún lærist og verði almenningsiðja. Og að-
eins þar sem mjaltavélar eru notaðar, er
möguleiki til þess að notfæra sér nýjung
þessa að fullu.
Mjaltavélum fjölgar mjög ört hér á landi
þessi árin. Margra hluta er að gæta í sam-
bandi við notkun þeirra og meðferð alla,
og mjög er áríðandi að fylgt sé reglum
þeim, er mæla fyrir um notkun vélanna.
Þegar farið er að nota þessar vélar er
þess að minnast, að annarsvegar er það
vélin, hinsvegar lifandi og starfandi
skepna, og vegna þeirra beggja verður að
viðhafa hina fyllstu nákvæmni. Mjaltir
með vélum er ekki vandalaust verk.
í Frey nr. 8—9 og 11—12, 1945, birtust
greinar og myndir um mjaltaaðferð þá,
sem að framan greinir. Er sumt af því,
sem þar er sagt, endurtekið hér, en hvort-
tveggja er, að góð vísa er sjaldan of oft
kveðin og svo hitt, að ýmsir þeirra, sem nú
eiga mjaltavélar, hafa ef til vill ekki séð
umrædd blöð. Því er viðeigandi að benda
á þau hér, og svo skal það brýnt fyrir þeim,
sem nota mjaltavélar, að hagnýta leið-
beiningar þær, sem komið hafa út á prenti
um notkun þeirra.