Freyr

Volume

Freyr - 15.06.1948, Page 7

Freyr - 15.06.1948, Page 7
PREYR 187 Búféð á Landbúnaðarsýningunni III. Hrossasýningin. Sýnú voru 40 hross á aldrinum þriggja til sextán vetra. Keppt var á þrennum vettvangi til verðlauna: A. Ættstofnakeppni. B. Einstaklingskeppni. C. Keppni um Sleipnisbikarinn. A. Ættstofnakeppnin. Á sýningunni tóku 7 ættstofnar þátt 1 þessari keppni. Sýnt var af hverjum þess- ara ættstofna 4 hryssur og 1 stóðhestur. Verður þeirra getið hér í sömu röð og dóm- nefndin raðaði þeim á sýningunni. 1. ættstofn: Roði frá Hráfnkelsstöðum og 4 dætur hans. Sýnandi Hrossaræktar- félag Hrunamanna. Roði er 9 vetra gam- all, rauður, föngulegur hestur. Hann er tæpar 57 tommur (148 cm) að bandmáli, vel reistur, nokkuð hálssver, með góðan bol, skínandi vel gerða lend og sterka, rétta fætur. Hreyfingar eru ákveðnar og gangur fjölbreyttur. Skapgerðin er góð og fjör í meðallagi. Að Roða standa miklar ættir. Faðir hans var Blakkur frá Árna- nesi og móðir hans var Hetja á Hrafnkels- stöðum, en hún var undan Skarðs-Nasa. Roði ber líka mjög svip þessara frægu stóðhesta. Hann hefir þroskann og vöxt- inn frá Blakk en byggingareinkenni flest frá Nasa. Dætur Roða voru 3 fjögurra vetra og 1 fimm vetra, 3 voru rauðar og 1 jörp. Þær eru óvenju stórar, (55 tommur) vel reist ar, með rétt byggingarhlutföll og rétta, góða fætur. Þær voru skínandi vel til hafð- ar svo bar af á sýningunni. Heldur lýtti það hópinn, að hryssurnar voru nokkuð ó- líkar hver annari að byggingu, en það Roði, Hrajnkellsstöðum.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.