Freyr

Volume

Freyr - 15.06.1948, Page 21

Freyr - 15.06.1948, Page 21
FREYR 201 þátta og að lokum, en endað var með „Ó, guð vors lands“. Tólf ungar stúlkur bættust í hóp þann, sem leiðbeina skal húsmæðrunum í hinum mikilvægu störfum þeirra í þágu hinna þýðingarmestu hlutverka þjóðar vorrar. G. Helga Sigurðardóttir, skólastjóri, óskar Jónu Kristjáns- dóttur, húsmœðrakennara, allra heilla í jramtíðarstarfi. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). Skólagarðar Um áratugi hefir verið unnið að því í grannlöndum okkar að vekja áhuga og skilning unglinga í bæjunum fyrir jarð- yrkju. Hefir starfsemi þessi átt alldjúpar rætur á ýmsum stöðum og þátttaka verið mikil, einkum þegar kennararnir hafa reynzt lifandi áhugamenn og góðir leiðtog- ar í þessum efnum. Hafa börn á skóla- skyldualdri þyrpst að þeim til þátttöku í garðyrkjustörfum að vori og sumri, og auð- vitað hefir áhuginn náð hámarki að haust- inu áður en sýning á uppskeruni fór fram, en það er hún, sem sker úr hæfni og dugn- aði einstaklinganna sem garðyrkjumenn eða garðyrkjukonur. Fyrsti áfanginn til áhuga og framtaks á þessu sviði er stiginn þegar börnin eru á skólaskyldualdri, en næsta skrefið er „unglingagarðyrkjan“, sem í ýmsum bæj- um á mikilli þátttöku að fagna. Hér á landi hefir skólagarðastarfsemi ekki verið rekin til þessa, en nú er að vaxa vísir að henni og er vonandi, að hann verði að vænum meið. Ræktunarráðunautur Reykjavíkurbæjar, Eðvald B. Malmquist, hefir beitt sér fyrir því, að umræddri starfsemi er hrundið í framkvæmd á þessu sumri og er þátttakan miðuð við skóla- skyldualdur barna. Hefir verið samþykkt reglugerð um „Skólagarða Reykjavíkur“, þar sem gert er ráð fyrir fjögurra mánaða starfsemi á hverju ári með þátttöku í bæði verklegum og bóklegum fræðum garðyrkj- unnar. Gert er ráð fyrir þátttöku barna á aldr- inum 11—14 ára. Greiði þau fast gjald fyrir kennslu, afnot landsins, sem bærinn leggur til, og svo áburð og annað er til ræktunar krefst, en aftur á móti fá þau alla upp- skeruna til eignar og umráða, hvert af sín- um bletti. Sá, er þetta ritar, hefir haft allnáin kynni af hliðstæðri starfsemi erlendis um nokkur ár og þekkir af reynslu þaðan, að hér er á ferðinni mál, sem — ef svo mætti að orði komast — tengir vaxandi æsku bæjanna við frjómold og gróanda miklu betur en á nokkurn annan hátt, og skapar um leið skilyrði til aukins skilnings á því, að sá, sem yrkir jörð og upp sker gróður hennar, verð- ur nokkuð á sig að leggja, stundum mikið, til þess að fá ríkulega uppskeru að launum fyrir umhyggju alla og erfiði.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.