Freyr

Volume

Freyr - 15.06.1948, Page 25

Freyr - 15.06.1948, Page 25
FREYR 205 ur-ísafjarðarsýslu, verkað sem vothey, og í Mosvallahreppi 23,0%, en/að meðaltali í allri sýslunni 16,4%. Er þetta langtum meira en í nokkurri annarri sýslu landsins. Við þetta bætist svo, að bændur nota hærur í sambandi við heyþurrkun og hrekjast því hey sjaldan svo sem víða gerist annars- staðar. Er hvort tveggja, að bændur eru leiknir í gerð og notkun votheys á þessum slóðum og svo hitt, að þeir hafa sannfærst um gildi þess sem fóðurs, og sjá hag sín- um betur borgið í búskapnum, bæði sumar °g vetur, með því að nota þessar aðferðir við björgun fóðursins. Mættu margir slíkt af Vestfirðingum læra. ★ Úr Breiðdal er skrifað um erfitt veðráttu- far í desember og janúar en ágætt frá febrúarbyrjun til sumarmála, en bréfritar- inn lætur vorhug sinn birtast milli lín- anna, er hann segir frá smáskúrum með sólskini á milli. Vinna var þar hafin með dráttarvél á sumarmálum, en í því sambandi segir bréf- ritarinn: '„Stjórn ræktunarsambandsins hér í Breið- og Beruneshreppum er nú að taka við framkvæmd ræktunarmálanna, en erf- iðlega gengur að fá nauðsynlegar vélar. Þó er nú talin von um að hingað komi skurð- grafa í sumar, en því miður er hún gömul. f*að er sannfæring mín, að til þess að heppiieg lausn fáist í þessum vélamálum, i mesta dreifbýlinu, og minnstu sam- Þykktasvæðunum, þurfi að skipuleggja samstarf vegagerðar og rœJctunarmála. Sauðfjárrækt hér í sveitum er lömuð vegna garnaveikinnar og ef ekki tekst að ráða niðurlögum þeirrar ömurlegu pestar, verður að auka mjólkurframleiðslu. AUmargir bændur hér hafa fengið leyfi fjárhagsráðs til bygginga, en ekki er efni- legt með framtak þótt sementið komi, þar sem talið er vonlítið með mótavið fyrr en í haust, og alls óvíst um þakefni. Flest þessi skipulagning verður fullkominn van- skapnaður þar sem eitt rekst á annars horn. Það er áreiðanlega rétt, sem haft var eftir Austfirðingi í blaðaviðtali í vetur: „að íslendingum er of mikið stjórnað.“ Þá ræðir bréfritarinn um viðhorf upp- lýsingastarfseminnar í þágu búnaðarmál- anna. Telur hann erindaflutning manna, búsettra í Reykjavík, ekki mikils virði og kveðst ekki taka orð þeirra alvarlega fyrr en þeir hafi sannað það sjálfir í verki, að þeir hafi búvit. Álítur hann ráðunautana skilyrðislaust eiga að vera dreifða um landið og hafi hver sinn búgarð. Vill hann gera skýlausa kröfu til þess, að í Útvarp- inu séu flutt 1—2 erindi um búskap í mán- uði, helzt strax eftir fréttir að kvöldi og að bændur sjálfir semji þessa þætti og sendi til flutnings. Þá vill hann að aðrar at- vinnugreinar sitji við sama borð með út- varpserindi og fullyrðir slíka útvarpsþáttu vænlegri og hollari menningu þjóðarinnar en negravalsa, trumbuslátt, og framkomu allskonar trantaralýðs. Loks víkur bréfritarinn að þörfinni fyrir Jeppana til allskonar starfa í sveitinni og vill láta bæjamenn „sem snuðað hafa út landbúnaðarjeppana í hundraðatali til að lóna á um götur Reykjavíkur, bölvandi yfir benzínskömmtun" skila þeim út í sveitirn- ar því að þar komi þeir þjóðinni virkilega að gagni. Og bréfið endar á þessa leið: „Við heimt- um að þessum landbúnaðarvélum sé skilað til sveitafólksins, sem þráir að fá léttir í erfiðu starfi.“

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.