Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Side 19
DV Sport
FIMMTUDAGUR 14.JÚLÍ2005 19
LANDSBANKADEILDIN
Viktor Bjarki Arnarsson, miðjumaður hjá Fylki er leikmaður 10. umferðar Landsbankadeildarinnar hjá
DV en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í fyrsta deildarsigri Fylkismanna í Vesturbænum í tólf ár.
1*5?
„Ég er að finna mig mjög vel í Árbænum og Fylkir er bara mjög flottur klúbbur. Fé-
lagið heldur rosalega vel utan um leikmenn liðsins og það er alltaf ákveðin fjöl-
skyldustemming í kring um hlutina þar. Mórallinn í liðinu er einstaklega góður og
þó að það hafi verið mjög fínn mórall í liði Víkings í fyrra, var auðvitað erfitt að
standa í þessaii fallbaráttu um sumarið og því kom það niður á andanum í liðinu.
Það er allt annað að vera í svona liði sem er í toppbaráttunni og ég held að stemm-
ingin gæti ekki verið betri. Menn eru allir í þessu til að hafa gaman af og það er frá-
bært að vera í þannig hópi,“ sagði Viktor.
Gengi Fylkis hefur ekki síður verið áhuga-
vert þegar horft er til meiðsla lykilmanna hjá
liðinu, en Viktor bendir á að ungu leikmenn-
irnir hafi staðið sig ffábærlega í ijarveru lykil-
mannanna.
„Það eru vissulega mikil meiðsli hjá okkur,
en mér finnst enginn vera að tala um að þessi
og hinn sé meiddur hjá okkur eins og sum lið
eru alltaf að tala um. Það kemur bara maður £
manns stað og ungu leikmennimir hafa staðið
sig mjög vel. Auðvitað gætu þessir menn sem
em meiddir styrkt okkur verulega, en það er
enginn að hugsa um það heldur einbeita menn
sér bara að því sem er fyrir hendi hveiju sinni."
Klikkaði á markteig
Viktor segist ekki vera farinn að huga að
ffamtíð sinni hjá Víkingi, en hann er sem kunn-
ugt er á lánssamningi hjá Fylki í sumar. „Ég er
ekki farinn að hugsa neitt um framtíðina ennþá
og reyni bara að einbeita mér að því sem ég er
að gera núna. Ég gæti hinsvegar alveg hugsað
mér að vera áfram hjá Fylki ef sú staða kæmi
upp, því Fylkir er stórt og gott félag sem gerir
vel við leikmenn sína,“ sagði Viktor, sem segir
byrjun sína hjá liðinu hafa verið erfiða.
„Mér gekk afar illa að nýta færin mín á fyrri
helmingi mótsins og klúðraði meira að segja
skoti á markteig á móti Keflvíkingum. Ég verð
að viðurkenna að það var farið að sitja dálítið í
mér hvað ég fór iUa með færin og gekk illa að
skora. Ég var farinn áð heyra það utan að mér
að fóUc væri ósátt við þetta, en ég fékk aUtaf fuU-
an stuðning frá félögum mínum í liðinu og
Láka þjálfara. Það hjálpaði mér mikið og ég
vona að maður sé kominn yfir þetta núna,“
sagði Viktor sem hefur spUað nokkrar mismun-
andi stöður hjá liðinu í sumar, en hver skyldi
vera hans uppáhaldsstaða á veUinum?
„Ég hef verið að spila á hægri kantinum og á
miðjunni, en mér Uður langbest þegar ég get
verið fljótandi ffamarlega á miðjunni. Eg er
sóknarþenkjandi leikmaður og það hentar mér
best að vera að fá boltann í lappirnar framar-
lega á veUinum. Annars er ég ágætlega sáttur
við að leika á kantinum llka, þannig að það er
bara undir þjálfaranum komið hvar ég spUa
hverju sinni."
Áfram í Árbænum?
Fylkir situr í þriðja sæti LandsbankadeUdar-
innar, sjö stigum á eftir Val sem er í öðru sæti
og Viktor segir aldrei að vita nema Fylkir geti
strítt Valsmönnum eitthvað á lokasprettinum í
deUdinni.
„Við höfum verið að skora nóg af mörkum,
það vantar ekki, en það er vamarleikurinn sem
þarf að batna hjá okkur. Við gerum okkur grein
fyrir því að við getum skorað mörk á móti
hvaða Uði sem er, þannig að möguleikar okkar
í þeim leikjum sem eftir eru felast í því að reyna
að binda saman vörnina og þá er aldrei að vita
nema við getum saxað á forskot Vals og FH, þó
að mér sýnist nú FH-Uðið vera í algjörum sér-
flokki í deUdinni í sumar. Við erum í það
minnsta staðráðnir í að gera okkar besta,"
sagði Viktor Bjarki sem eins og áður sagði gæti
vel hugsað sér að vera áfram hjáÁrbæjarliðinu.
„Ég get ekki neitað því að mér Uður vel
hérna og væri tU í að vera áfram, ég hef samt
ekkert nema jákvæðar tUfinningar tU Víkings og
því verður framtíðin bara að leiða í ljós hvar
maður endar."
baldur@dv.is
*
. - - ,
-„*.'■ t- ..
....*' -:■“** ■"■■ : „ .
- ■ . ...
Guðmundur
Sævarsson (3)
.. V. — •
Fylkismaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson fagnar marki gegn KR. DV-mynd E.ÓI.
Öll stig Eyjamanna á Hásteinsvellinum
Páll Einarsson (3)
Pálmi
Haraldsson
HelgiValur
Daníelsson (3)
irétar
Sigurðsson (3)
Ólafur Páll
Snorrason
(3)
Guðni
Rúnar
Helgason
Eyjamenn hafa unnið 3 af af síðustu 4
heimaleikjum sínum en þetta eru jafn-
framt einu stig iBV-liðsins í Landsbanka-
deiidinni til þessa í sumar. (BV hefur tapað öllum
fimm útileikjum sínum og markatala utan Vest-
mannaeyja er hörmuleg eða 1-14 þeim í óhag.
©
Baldur
Aðalsteinsson (4)
Keflvlkingar hafa skorað (öllum leikj-
unum sínum í Landsbankadeildinni
nema í tveimur leikjum gegn toppliði
FH. Þrátt fyrir QÓð tilþrif 1 báðum leikjunum
gegn FH unnu Hafnfirðingar þá báða með
markatölunni 5-0. Keflavíkurliðið hefur hins-
vegar skorað tvö mörk að meðaltali (hinum
átta deildarleikjum sínum.
Steingrímur
Jóhannesson
Viktor Bjarki Arnarsson (2)
©
,-s KR-ingar hafa í annað sinn (sumar
tapað þremur leikjum (röð í Lands-
bankadeildinni og hafa nú aðeins
fagnað einum sigri (síðustu átta deildar-
leikjum sínum. KR-liðið hefur tapað síð-
ustu 315 mínútum sínum (deildinni með
átta marka mun, 2-10, og það þrátt fyrir að liðið
hafi spilað 225 af þessum mínútum á heimavelli
sínum í Frostaskjólinu.
Valsmenn hafa aldrei fengið meira en
V' - ^ eitt mark á sig í þeim tíu leikjum sem
^ liðið hefur spilað í Landsbankadeildinni
til þessa. Valsvörnin hélt hreinu þriðja leikinn í
röð og (fimmta skipti alls (Grindavík á þriðju-
dagskvöldið. Síðastur til að skora hjá Valsmönn-
um var Eyjamaðurinn Steingrimur Jóhannesson,
23.júní síðastliðinn.
Framarar hafa tapað fjórum leikjum (
tfA A röð og leikið sjö leiki f röð án þess að
^ vinna sigur í Landsbankadeildinni.
Fram-liðið vann síðast leik þegar liðið mætti
Þrótturum í Laugardalnum 27. maí sfðastllðinn.
Ekkert lið í deildinni hefur fengið færri stig út úr
síðustu sjö umferðunum en þau tvö sem Fram
hefur nælt (. KR-ingar eru næstneðstir með
tveimur stigum meira.