Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 14.JÚLÍ2005
Menning DV
ÞAÐ MÁ SANNA margtmeð tölfræði
eins og sagan kennir. Starfsmenn
Listahátíðar sendu frá sér fréttatil-
kynningu í gær þar sem greint var frá
könnun um hvortþjóðin vilji hafa þá
starfandi ár eftir ár. Samkvæmt
fréttatiikynningu Listahátíðar viija
um 65% landsmanna að Listahátíð i
Reykjavlksé á hverju ári
„INÝLEGRI könnun Gallup var
kannaður hugur fólks til að halda
Listahátíð árlega. Kom þar skýrt fram
að langflestir landsmenn, eða um
65%, eru hlynntir þvi að Listahátíð í
Reykjavik sé haldin á hverju ári. En
þess má geta að nýliðin Listahátið í
Reykjavík var sú fyrsta sem haldin
var á oddatöluári og má þvísegja að
þá hafi farið fram fyrsta árlega hátíð-
in. Listahátið í Reykjavik hefur verið
haldin annaö hvertár allar götur slð-
an 1970.
NÁNAR TILTEKIÐ tiltekið kom fram
aö 64.7 % landsmanna eru hlynnt ár-
legri hátíð en 13,5% andvíg þvl að
hátiðin sé á hverju ári og 21.8% voru
hvorki hlynntþví né andvig.
Marktækur munur var á afstöðu
kynjanna i könnuninni en iIjós kom
að rösklega 60% karla og 69%
kvenna eru hlynnt árlegri hátíð.
Einnig kom fram martækur munur á
svörun eftir aldri og búsetu. Athygli
vekur að eftir því sem fólk eryngra
því hlynntara er það að Listahátíð í
Reykjavík sé haldin árlega.
Þá eru Reykvíkingar og fólk i ná-
grannasveitarféiögum hlynntara ár-
legri hátíð en fólk búsett i öðrum
sveitarfélögunt).
Sérstaka athygli vekur að fólk búsett I
nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur
er ivíð hlynntara árlegri hátíð en
Reykvíkingar."
Flugur
SPURNING RÆÐUR svari. Eru ekki
likur á að sama svarhlutfall heföi
komið fram efspurthefði verið hvort
ekki væri rétt að halda Listahátið
annað hvert ár?
Var aðspurðum
gerð grein fyrir
kostnaði? Ekki voru þeim boðnir aðrir
kostir. Kvikmyndahátíð árlega, sem
má kosta fimmtíu millur, eða tónlist-
arhátið annað hvert ár eins og var
upphaflega.
Hvað dregur innkoma Listahátíðar á
viðkvæman listamarkað mikið úr að-
sókn á aðra viðburði? Mun hún til
dæmis rústa öllu öðru listalífi um nær
átta vikna skeið eða reynast örvandi?
STARFSMÖNNUM Listahátíðar
gengur ugglaust allt gott til. En fram-
tlð Listahátíðar er bý'sna stórt mál og
krefst opinberrar umræðu. Sú breyt-
ing sem gerð var i ár með starfsemi
hennarárið um kring var umdeilan-
leg en fór furðu lágt. En skoðana-
könnun gærdagsins tryggir þó eitt:
Þeirsem tóku ákvörðun um hana
voru ekki síst að tryggja starfsum-
hverfi sitt næstu árin.
Einar Hákonarson listmálari hefur tilkynnt aö hann opni sýningu í Hljómskála-
garðinum í ágúst í tveimur stórum tjöldum. Hann segir sig útilokaðan frá sýning-
arhaldi í sölum Listasafns Reykjavíkur þar sem einvaldurinn Eiríkur Þorláksson
hampi bara tilteknu formi myndlistar.
f j Einar Hákonarson listmálari Það
f hefur aldrei verið lognmolla íkringum
Emar og skoðanir hans á sýningar-
haldi og aðstöðu tiisýninga.
Einar hyggst opna sýningu sína 19.
ágúst, daginn fyrir menninganótt, og á
fullu tungli. Tjöldin tvö eru rúmir
fimmhundruð fermetrar að grunn-
máli en í þeim verða reistir sýningar-
veggir til að hengja upp þau hátt í
hundrað málverk sem Einar sýnir að
þessu sinni. „Þetta eru verk frá síðustu
fjórum árum - allt málverk," segir Ein-
ar. „Flest þeirra voru máluð á árunum
2004-2005. Ég fór til Prag á sextugsaf-
mæli mínu, leigði mér íbúð og vinnu-
stofu og vann." Afraksturinn verður
sýndur á tjaldsýningunni.
Tvöfalt afmæli
Hugmynd Einars var að halda upp
á sextugsafmæli sitt og fjörutíu ára
starfsferil með stórri sýningu. Hann
segist hafa haft samband við Lista-
safnið í haust og óskað eftir sýningar-
rými í einhverjum af sölum safnsins á
komandi vetri. Hann hafi ítrekað e
indi sitt til menningarmálanefnd-
ar og fengið þau svör að for- (
stöðumaður Listasafns Reykja-
víkur væri einvaldur um sýning-
ar í safninu.
Einar segir skýringar á' ý
ákvörðun Eiríks Þorlákssonar þá \
Eiríkur Þorláksson, stjórn-
andi Listasafns Reykjavíkur
Segir Einar ekki hafa sótt um til
réttra aðila og svo hafi sýningar-
skrá þessa árs veriö frágengin.
að hann hafi þá stefiiu að halda fjöl-
listinni fram. Á sama tíma sé það orð-
ið ljóst að málverkið sé hvarvetna í
sókn, en í samtökum listamanna ráði
um þessar mundir fjöllistamenn öllu. •
Áratuga einræði
Einar gagnrýnir einræðisvald for-
stöðumanna í rekstri stóru listasafn-
anna: „Tíu ára ráðning í stóru söfnun-
um getur hreinlega útilokað tiltekna
listamenn frá sýningarhaldi. Það er
skattfé borgaranna sem er notað á
þennan hátt og þetta hefur gríðarleg
áhrif á myndlistina, að ekki sé talað
um afkomu tiltekinna myndlistar-
manna." Hann talar um tveggja ára-
tuga útilokun frá sýningum í sölum
borgarinnar undir stjórn Gunnars
Kvaran og Eiríks Þorlákssonar.
Sótti aldrei um
Eirfkur Þorláksson
| segir ekki rétt að um-
[ sókn Einars hafi verið
l hafnað. Hún hafi
aldrei borist. Einar
. hafi ritað borgar-
ráði bréf, en það sé
I ekki pólitísk stjóm á
' Listasafni Reykjavík-
' ur. Einar hafi síðan
' skrifað menningar-
málanefnd sem hafi
bent honum bréf-
lega á að
ákvörðunarvald um sýningar í sölum
Listasafns Reykjavíkur liggi hjá for-
stöðumanni.
Þegar beiðni Einars hafi borist með
svo óformlegum hætti hafi þegar verið
fullskipað í alla sali safnsins og verk-
efnaslö-á skipulögð fyrir allt þetta ár í
samræmi við starfsreglur.
Eiríkur segir Einar hafa í mörg ár
staðið í stríði við forstöðumenn Lista-
safns Reykjavíkur. Hann hafi sjálfur á
sínum tíma verið forstöðumaður
Listasafnsins þegar það laut pólitískri
stjórn og hafi líka starfað sem listráðu-
nautur, en hafi verið ósáttur við stefnu
saínsins og stjórnendur um árabil.
Gömul deila
Deila Einars við stjórn Listasafns
Reykjavfkur er eitt af dæmum frá liðnu
ári um flokkadrætti í hópi myndlistar-
manna. Má í því sambandi minna á
umræður um sýningahald Kjartans
Guðjónssonar, starfslaunaumsókn
Tryggva Ólafssonar og óánægju með
val á myndlistarmönnum í sýningar
Listahátíðar sem Jessica Morgan
stýrði og Bragi Ásgeirsson hefur gagn-
rýnt.
Því má halda fram að sumir
myndlistarmenn séu settir hjá í sýn-
ingahaidi stóru safnanna. Það hefur
um langt skeið ríkt sú stefna í stjórn-
un listastofnana að þar væru einstak-
lingar alls ráðandi. Tuttugu ára
starfsferill í leikhússtjórastóli getur
haft afgerandi áhrif um feril lista-
manns. Sama er uppi á teningnum í
myndlist. Eru tilteknir myndlistar-
menn af eldri kynslóðinni hvorki
nógu fínir né merkilegir til að þeim sé
sinnt með sýningaraðstöðu og starfs-
launum? Ef sagan leiddi það í ljós
þegar lengra væri frá liðið væri það
ljótur blettur á starfsferli embættis-
manna.
Hljómskálagarðurinn
Sýning Einars er á sömu slóðum og
Studentafélagið rak Tívolí sitt á stríðs-
árunum til fjáröflunar fyrir byggingu
stúdentagarða. Þá voru í Hljómskála-
garðinum nokkur sýningartjöld og
þyrptust bæjarbúar þangað þúsund-
um saman. Tiltæki stúdenta varð tii
þess að hugmyndin um skemmtigarð
varð að veruleika nokkrum árum
seinna í Vatnsmýrinni þar sem Tivolí-
garðurinn reis. Á sömu slóðum hafa
hátíðahöld á vegum íþrótta- og tóm-
stundaráðs verið skipulögð sautjánda
júní.
Tiltæki Einars vekur því aftur þá
spumingu hvort Hljómskálagarðurinn
geti nýst betur sem samkomusvæði
fyrir borgarbúa. Síðustu ár hafa hug-
myndir verið á kreiki um að gera garð-
inn nýtilegri fyrir borgarbúa, en garð-
yrkjustjóri segir að samkvæmt rann-
sóknum hafi borgarbúar mestan
áhuga á að skrúðgarðar borgarinnar
verði kyrrðarstaðir.
Takist Áströlum aö koma Óperuhúsinu í Sidney á heimsminjaskrá má telja víst
aö ýmsar byggingar fái sömu stöðu. Það yrði mikill áfangi fyrir þá sem vilja
vernda eldri byggingar.
Óperuhús á heimsminjaskrá
Óperuhúslð í Sidney Hiö óvenjulega lag hússins, sem minnir á skeljar, hefur kallað fram
margar athugasemdir I tlmans rás, en nú vildu allir Lilju kveðið hafa efhúsið kemst á
heimsminjaskrá Unesco eins og áströlsk stjórnvöld vilja.
Ástralskir fjölmiðlar greindu frá
því í gær að Óperuhúsið í Sidney
væri komið á varðveisluskrá yfir
menningarverðmæti áströlsku
þjóðarinnar. Þessi ákvörðun er fyr-
irboði þess að ríkisstjóm Ástraiíu
leggi fram ósk við Unesco, menn-
ingarstofnun Sameinuðu Þjóðanna,
að óperuhúsið verði sett á skrá yfir
menningarverðmæti mannkynsins
- heimsminjaskrána.
Þetta em nokkur tíðindi. Bygg-
ingin væri þá ef af yrði yngst þeirra
svæða og bygginga sem skilgreind
yrðu á þann veg. í Ástralíu segja
menn í dag að upphaf byggingar-
innar hafi reynst þáttaskil í menn-
ingu og sjáifstæðisvitund þjóðar-
innar. Stefna Ástralir á að koma
húsinu á menningarskrá Unesco
fyrir 2007 en þá verða fimmtfu ár
liðin frá því farið var að reisa húsið.
Undirbúningur hússins stóð all-
ar götur frá því hugmyndinni var
fyrst varpað ffarn af tónskáldinu
Eugene Goossens á fimmta ára-
tugnum. Ástralir vom þá snauðir af
sameiningartáknum hafandi allar
götur frá upphafi landnáms hvltra
manna þar í álfu verið hjálenda
Bretlands. Hugmynd um óperuhús
í Sidney þótti í þá tíð hlægileg, þrátt
fyrir að þjóðin ætti listamenn á því
sviði sem nutu alþjóðlegrar viður-
kenningar.
Það var svo 1956 sem efnt var til
alþjóðlegrar samkeppni um húsið.
233 tillögur bámst frá arkitektum í
33 löndum og bar danskur arkitekt,
Jörn Utzon, sigur úr býtum í
keppninni fyrir afar óvenjulegar
hugmyndir og hófst byggingin.
Hún var fjármögnuð með happa-
drættispeningum en var ekki lokið
fyrr en 1973. Þá hafði Utzon sagt sig
fíá verkinu eftir linnulausar deilur
við stjómvöld um frágang hússins.
Það var svo fyrst í fyrra að samning-
ar tókust milli hans og stjórnvalda
um að byggingin verði klámð eftir
hans vilja. Utzon er enn á lífi en
hefur aldrei séð húsið, þó það sé
talið hans helsta verk. Úrtöluraddir
hafa löngu þagnað og er húsið nú
eitt helsta kenniieiti álfunnar, borg-
arinnar og þjóðarinnar sem for-
smáði það á löngum byggingartím-
anum.