Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Page 30
30 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 Helgarblaö DV Þó nokkuð stór hluti íslendinga þjáist af einhverskonar andlegum sjúkdómum. Margir bera harm sinn í hljóði en aðrir berjast fyrir bættum kjörum andlega veikra. Helgarblað DV ræddi við tvær ungar manneskjur sem þjáðst hafa af þunglyndi frá barnæsku. Tveir ungir menn sem greindir hafa verið með geðhvörf segja okkur einnig sína sögu. Valgeir Matthías Pálsson hefur barist við offitu og þunglyndi frá því hann man eftir sér. Valgeir hef- ur verið inn og út af geðdeild síðustu árin en litur þó björtum augum á framtíðina. Hann er kominn með kærustu og langar í fjölskyldu auk þess sem hann stundar söngnám. „Mér var búið að líða mjög illa þegar ég greindist," segir Valgeir Matthías Pálsson sem greindist sem þunglyndur þegar hann var 16 ára en Valgeir er 24 ára í dag. „Stundum er ég mjög hress og kát- ur en svo fer ég niður auk þess sem ég á erfitt með að sofa þannig að ég nota svefnlyf," segir Valgeir en hann þjáist af svokölluðu „borderline" þunglyndi. Inn og út af geðdeild „Ég hafði gengið til heimilis- læknis sem greindi mig náttúr- lega ekki en sendi mig heldur ekki lengra. Þá hafði mér iiðið mjög illa og hafði meðal annars hugsað mikið um að svipta mig lífi," segir Valgeir og bætir við að hann hafl alltaf verið dapur í skóla og því hafi skólaganga hans ekki gengið sem skyldi. Árið 2001 var hann svo lagður inn á geð- deild vegna sjálfsmorðstilraunar þar sem hann dvaldi næstu þrjá mánuðina. „Ég hef verið inn og út af geðdeild þótt það komi alltaf góðir tímar inn á milli. Ég lít samt á mig sem eðlilegan einstakling þó þessi sjúkdómur sé í höfðinu á mér en sé ekki líkamlegur," segir Valgeir sem er nýkominn úr inn- lögn. „Það eru samt ekki allir sem verða svo illa haidnir að þeir þurfi að leggjast inn, flestir ná að jafna sig án þess," segir hann en leggur áherslu á mikilvægi þess að þunglyndir leiti sér hjálpar. Valgeir er ósáttur við atvinnu- mál andlegra veika. Hann segir að í sínu tilfelli hafi honum verið neit- að um vinnu að sökum veikinda sinna. „Það er mjög erfitt að fá vinnu og sérstaklega ef maður er þunglyndur. Þeir spurja alltaf um heilsufar og ef maður viðurkennir að þjást af þunglyndi vilja þeir ekk- ert með mann hafa. Eða það er alla vega mín reynsla." Offitan hjálpar ekki Valgeir hefur einnig barist við offitu frá þvf hann man eftir sér og hann segir mikil tengsl á milli offit- unnar og þunglyndisins. „Offitan hjálpar í það minnsta ekki til," seg- ir hann dapur í bragði. Eins og áður sagði á Valgeir oft erfitt með að sofna á kvöldin. Hann vakir stundum dögum saman og upplif- ir kvíða þegar hann leggst upp í rúm. „Allur dagurinn hringsólast í höfðinu á mér og ég hef miklar áhyggjur af morgundeginum. öll þessi litlu atriði sem flestir eru ekk- ert að velta sér upp úr verða að svo stórum og alvarlegum málum," segir Valgeir en bætir við að hann sé heppinn að því leyti að fjöl- skylda hans standi þétt við bakið á honum sem er eitthvað sem marg- ir sem kljást við geðræn vandamál hafi ekki. „Það er mikið af fólki sem líður illa en getur hvergi leitað og er því á götunni. Ég er heppinn að eiga að góða fjölskyldu." Framtíðin er björt Vaigeir segir að það hafi verið honum mikið áfall þegar hann greindist veikur. Öll hans framtíð- arplön og gildi sem hann hafði hrundu á augabragði. „Þunglyndi er erfiður sjúkdómur og læknirinn þinn getur ekki einu sinni séð hvernig þér líður. Ég er búinn að prófa nýja aðferð sem felst í að fá rafskaut á ennið en það skilaði ekki árangri," segir Valgeir vonsvikinn. Valgeir„íg haföi gengiö tilheimilis- læknis sem greindi mig náttúriega ekki en sendi mig heldur ekki iengra. Þá haföi mér liðiö mjög illa og hafði meðal annars hugsaö mikiö um aö svipta mig lífi,"segir Valgeir. „Allur dagurirm hringsólast i höfðinu á mér og ég hefmiklar áhyggjur af morgundeginum." Þrátt fyrir veikindin er Valgeir hamingjusamur. Hann á kærustu, og er í vinnu auk þess sem hann er að mennta sig í klassískum söng og syngur í kór. „Ég glími við sjúk- dóminn á hverjum degi en lifi samt ágætu lífi. Framtíðin er björt enda þýðir ekkert að horfa á neikvæðu hliðarnar. Ég er kominn með kær- ustu og langar að eignast börn og er bjartsýnn á lífið." indiana@dv.is Hvað er þunglyndi: Þunglyndi er ein algengasta ástæða fötlunar og lífsgæða- skerðingar um allan heim. Þung- lyndi er sjúkleg geðlægð. Þung- lyndi má lækna með viðtölum og lyfjameðferð en oft koma ein- kennin aftur og aftur. Tíðni: Þunglyndi er alvarlegur sjúk- dómur sem getur lagst á alla. Á ís- landi þjást 12-15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Þótt þunglyndi sé svo algengt gerir fólk sér oft sér litla grein fyrir eðli sjúkdómsins og þar gætir oft mis- skilnings. Þunglyndi er ekki merki um dugleysi, ekki fremur en sykursýki eða of hár blóð- þrýstingur. Alvarlegt þunglyndi leggst á a.m.k. 25% kvenna og 12% karla á einhverjum tíma- punkti í lífi þeirra. Þrátt fyrir að árangursrík meðferð sé til staðar við þunglyndi eru margir sem þjást mánuðum og árum saman og tíðni sjálfsvíga er því miður há meðal þessara einstaklinga. Ein- kennin geta hins vegar tekið sig upp aftur og er mikilvægt að meðhöndla þau ávailt sem fyrst með öllum tiltækum ráðum sem reynst hafa hinum veika vel á fyrri þunglyndistímabilum. Afleiðingar þunglyndis Talið er að einn af hverjum tíu með endurtekið þunglyndi svipti sig lífi. Athygli vekur að fleiri karlmenn taka líf sitt en konur þrátt fyrir hærri tíðni þunglyndis og sjálfsvígstilrauna hjá konum. Tengist það m.a. því að karlmenn nota oftar alvar- legri leiðir til að reyna að enda líf sitt. Þunglyndi kemur fram hjá öllum aldurshópum þótt tíðnin sé breytileg eftir aldri, t.a.m. hvað hæst hjá konum á aldrin- um 20-40 ára og á meðal aldr- aðra, skv. erlendum rannsóknum. Þættir eins og áföll, erfiðar félagslegar aðstæð- ur, líkamleg veikindi og erfðir eru þó sterkari áhættuþættir en kyn og aldur. Heimildir: www.landlaekn- ir.is og www.doktor.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.