Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Qupperneq 31
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 31 mm rofiw Dagný Bergljót Þórmarsdóttir hefur barist við þunglyndi frá því hún var barn. Hún var ekki greind sem þunglynd fyrr en um 16 ára aldur en þangað til var talið að um leti og aumingjaskap væri um að ræða. ______ Dagný með dóttur sfna Hún segir dótturina hafa hjátp- aö sér mjög mikið I baráttunni auk þess sem hún vill þakka Geðhjálp fyrir að hafa náð þeim árangri sem hún hefur ídag. „Ef ég horfi til baka þá sé hversu þunglynd ég var sem bam," segir Dagný Bergljót Þórmarsdóttir. Dag- ný er 21 árs en hefur barist við sjúk- dóminn frá því hún var bam. Hún var ekki greind þunglynd fyrr en um 16 ára aldur, þangað til hafi verið talið að um leti og aumingjaskap hafi verið að ræða. Ekki nóg að gleypa töflur „Það hefur orðið mjög mikil vakning í samfélaginu þótt mér finn- ist læknar nota lyf of mikið,“ segir Dagný sem hefur verið lyfjalaus í um eitt og hálft ár. Þrátt fýrir að vera hætt á lyfjum er hún að vinna í sín- um málum. „Ég ákvað að prófa án lyfjanna og hefur gengið ágætlega. Maður verður að vera duglegur að hreyfa sig, fara í líkamsrækt og hugsa um sig eins og gera þarf þegar mað- ur notar lyfin. Það er ekki nóg að gleypa töflur, maður verður að virma með þeim,“ segir Dagný og bætir við að margir telji að lyfin séu einhver töfralausn en að það sé langt því frá að vera rétt. Sjálfsvíg eru uppgjöf Dagný hefur upplifað tímabil þar sem henni hefur verið ómögulegt að stíga upp úr rúminu. Hún hefur þó aldrei verið það langt leidd að hún hafi reynt að taka líf sitt en þung- lyndið hefur tekið sinn toll. „Þetta byrjaði þegar ég var 12 ára. Þá fór ég að fá kvíðaköst með tilheyrandi hjartslætti og þess háttar. Daginn eftir mundi ég svo varla eftir kvíða- kastinu, enda er maður fljótur að loka á slæmar minningar. Þegar ég var unglingur vildi ég helst vera uppi í rúmi og var fljót að breiða yfir haus eftir að ég kom heim úr skólanum. Þrátt fyrir að hafa oft verið hress og kát datt ég langt niður á milli enda var sjálfstraustið ekkert. Mér fannst ég ljót og ógeðsleg og þegar maður hugsar þannig um sjálfan sig er ekki nema von að maður verði dapur. Ég hef hugsað um sjálsvíg en ég held að ég myndi aldrei framkvæma það því að mínu mati er sjálfsvíg uppgjöf og ég ætla ekki að enda lífið þannig. Erf- iðleikarnir eru til að takast á við þá,“ segir Dagný ákveðin í að láta veik- indin ekki buga sig. Berst í minningu ömmu sinnar Dagný eignaðist dóttur fyrir einu og hálfu ári síðan. Hún segir dóttur- ina hafa hjálpað sér mjög mikið í baráttunni auk þess sem hún vill þakka Geðhjálp fyrir að hafa náð þeim árangri sem hún hefur í dag. Hún fór að sækja sjálfshjálparfundi hjá Geðhjálp fyrir um tveimur árum sem hún segir hafa hjálpað henni gríðarlega. Síðar ákvað hún ásamt vinkonu sinni að stofría sjálfshjálp- arhóp fyrir ungt fólk en sá hópur er enn starfandi í dag. „Ég og vinkona mín stofnuðum hópinn því þótt sjálfshjálparhópurinn hjá Geðhjálp hafi hjálpað okkur mikið þá vorum við alltaf lang yngstar. Aldurinn skiptir engu máli en það getur verið erfitt fýrir 16 ára unglinga að deila reynslu sinni með fólki sem gæti ver- ið foreldrar þeirra," segir Dagný en sjálfshjálparhópurinn heldur til í Mjósundi 10 í Hafnarfirði. „Amma mín þjáðist af geðhvarfasýki og lét á endanum lífið vegna sjúkdómsins. Við höfum náð langt miðað við það sem hún þurfti að þola en ég held að vitneskjan um hana hafi ýtt mér út í að vinna að þessum málum." Geð- hvörf eða manic depression erfast að einhverju leyti en Dagný hefur látið athuga hvort um geðhvörf sé að ræða í hennar tilviki. Svo er ekki. Sjálfshjálparhópurinn kominn af stað Dagný segist ekki finna fyrir miklum fordómum í garð þung- lyndra, þó að fólk nenni kannski ekki að ræða við hana um sjúkdóm- inn. Veikindi hennar hafa að litlu „Mér fannst ég Ijót og ógeðsleg og þegar maður hugsar þannig um sjálfan sig þá er ekki nema von að maður verði dapur." leyti komið niður á vinnu hennar enda hefur hún mest starfað hjá móður sinni. „Fjölskyldan hefur staðið með mér í gegnum þetta. Þau skilja mig kannski ekki enda þekkja þau ekki sjúkdóminn af eigin raun en þau styðja við það sem ég er að gera.“ Dagný hvetur alla sem beijast við þunglyndi að kíkja á fundina. Hópurinn er að koma saman aftur eftir sumarið og allir eru velkomnir. „Eins haliærislegt og það hljómar þá fór hópurinn í sumarfrí þó sjúk- dómurinn fari náttúrulega ekki í eitthvert frí. Það stóð bara svona á og við urðum að taka hlé en nú byrj- um við aftur af fullum krafti," segir hún og bætir aðspurð við að hún fái ekki neitt fyrir að stjóma og halda utan um fimdina. „Þetta starf er rosalega gefandi og hjálpar mér í leiðinni þó að það geti einnig haft öfug áhrif því það getur verið erfitt að hlusta á vandamál annarra og gleyma sjálfum sér i kjölfarið." Get þetta víst! Dagný lærði huglæga atferlismeð- ferð sem hefur hjálpað henni mjög mikið. Sjálfstraustið hefur aukist tii muna og hún er farin að nota aðferð- ina ómeðvitað. „Um leið og ég er far- in að hugsa eitthvað ljótt um sjálfa mig er ég ósjálfrátt farin að segja eitt- hvað á móti. Ef ég er búin að telja mér trú um að ég geti ekki eitthvað þá segi ég við sjálfa mig að ég geti þetta vfst, það muni aðeins taka tíma," segir hún og bætir við að henni líði best þegar hún lifir eftir fastri rútínu. „Ef Q ég hef ekkert fyrir stafni á ég á hættu að detta niður. Ég er samt far- in að læra inn á einkennin og kem mér upp aftur ef ég finn að ég er á leiðinni niður eða svo lengi sem ég er ekki dottin það langt niður að ég hafi engan áhuga á að láta hjálpa mér. Við þær aðstæður er engin möguleiki að ég biðji um hjálp enda finnst mér skömmin svo mikil." Rífur big ekki upp úr þunglyndi Dagný segir að það versta sem aðstandendur geti sagt við þung- lyndissjúkling sé „rífðu þig upp .úr þessu". „Þú rífur þig ekkert upp úr krabbameini og þunglyndi er líka sjúkdómur þótt fólk sjái hann ekki," segir hún og bætir við að það sé erfitt að segja til um hvað sé best að segja, það sé afar persónubundið. „Þegar ég fer niður vil ég helst láta taka utan um mig og finna að einhver skilji mig, allt annað en að heyra að ég sé aumingi." Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit Þrátt fyrir veikindin horfir Dagný björtum augum á framtíðina. Hún stefnir á nám í sálfræði enda er henn- ar reynsla að þeir sálfræðingar sem þekkja þunglyndi af eigin raun veiti betri hjálp en þeir sem aðeins lesi um sjúkdóminn úr bókum. „Ég hef mín markmið og stefnu í lífinu og er ánægð í dag. Sjálfshjálparhópurinn skiptir mig miklu máli og ég ætla að halda áfram að vinna í honum. Þung- lyndi fer ekki í manngreinarálit. Það skiptir ekki máh þó þú eigir stórt ein- býiishús, æðislega fjölskyldu, jeppa, sumarbústað og labrador. Aliir geta orðið þunglyndir." indiana@dv.is Framhaldá næstuopnu Hvort sem það var með röddinni, andliti, orðum eða gerðum, þá setti allt þetta fólk sitt mark á heiminn. Það var allt þunglynt. Frægir þunglyndis- sjúklingar Stephen Fry Leikarinn hefur þjáöst afþungfyndi og hafði oft hugsað um að stytta lifsitt. Það eina sem stoppaði hann var til- hugsunin um að særa þá sem næst honum stóðu. Hann hefur náð að jafna sig á veikindunum. Winona Ryder Leikkonan vildi ólm taka að sér hlut- verkiö i myndinni Girl, Interupted þar sem hún hafði sjálfátt við þungfyndi að strlða sem unglingur. Lorraine Bracco Hún leikur sálfræöinginn Jennifer Melfi ÍThe Sopranos og hefur sjálf barist við þungfyndi. „Það er kaldhæö- iö að á meöan ég lék sálfræðinginn hans Tonys var ég sjálfhaldin þung- fyndi/hefur Bracco sagt i viötali. Aðrir þekktin John Lennon, Audrey Hepburn, Ernest Hemingway, Winston Churchill, Tyrus Cobb, Norman Rockwell, Tennessee Williams, ColePorter, Kurt Cobain, EmileZola, Charles Dickens, Vincent van Gogh, Michelangelo.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.