Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Síða 33
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2005 33 Sigursteinn Másson greindist með geð- hvörf þegar hann var 29 ára. Sem for- maður Geðhjálpar segir Sigursteinn reynslu sína af sjúkdómnum afar dýr- mæta og þrátt fyrir að hafa upplifað hel- víti á köflum hefði hann ekki viljað missa af einu andartaki. „Ég greindist með geðhvörf árið 1996 eða þegar ég var 29 ára,“ segir Sigursteinn Másson, formaður Geð- hjálpar. Flestir sem greinast með sjúkdóminn eru yngri en Sigursteinn segir mikla blessun að hafa veikst svo seint. „Ég var búinn að koma mér ágætlega fyrir í lífinu, persónuleiki minn var orðinn þó nokkuð mótaður og ég var búinn að taka út ákveðinn þroska sem hjálpaði mér við að vinna úr þessu," segir hann og bætir við að hann hafi þurft að læra að hlusta á sjálfan sig. „Ef ég finn fyrir einhverj- um einkennum, smávægilegum frá- vikum sem venjulegt fólk væri ekkert að velta fyrir sér, þá bregst ég strax við. Ég verð að passa vel upp á svefn- inn og matarræðið og þjálfa lík- amann reglulega," segir hann og bætir við að kosturinn við sjúkdóm- inn sé sá að sjúklingnum séu settar þær lífsnauðsynlegu skyldur sem all- ir ættu að fara eftir, eins og að borða rétt, sofa og hreyfa sig. Sigursteinn var að vinna að heim- ildarmynd um Geirfinns- og Guð- mundarmálin þegar hann veiktist. Álagið hafði verið mikið og hann og geðlæknir hans eru sammála um að það hafi komið sjúkdómnum af stað. „Þó að undirliggjandi áhrif eins og gen, genasamsetning og erfðir spili sinn þátt þá er það ailtaf í kringum álag sem sjúkdómsins verður vart,“ segir hann. „Ég var alls ekki á því að ég væri veikur, allir aðrir voru einfaldlega með ranghugmyndir." Skrautlegar maníur Sigursteinn fór í maníu sem varði í tvo til þrjá mánuði en eftir það tók við tímabil þunglyndis. „Maníumar voru býsna skrautlegar og fyrirferðar- miklar á meðan þunglyndiskaflinn var ekki eins skemmtilegur," segir hann en bætir við að hann hafi þó aldrei orðið jafn þunglyndur og hann hafi orðið vitni að inn á geðdeildinni. „Ég var svo heppinn að þung- lyndiskaflamir í þessi þrjú skipti sem ég veiktist urðu hvorki langir né mjög erfiðir. Ég var ekki með sjálfsvígshug- leiðingar eins og svo margir þó að mér hafi þótt erfitt að koma mér fram úr á morgnanna, svefninn hafi farið úr skorðum og ég hafi upplifað van- trú á sjálfan mig. í mamunni var ég hins vegar mjög skapandi og á köfl- um örugglega einn besti starfskraftur sem nokkur gæti hugsað sér. Ég hafði geysilega orku, svaf ekkert og var mjög fylginn mér. Framan af var ég líka að gera fi'na hluti, hafði skapandi og drífandi hugsun og £ ástandi sem margir óska eftir. Þegar á líður er hins vegar óhjákvæmilegt að manían þró- ist í sjúklegt ástand þar sem maður ræður ekki við neitt," segir hann og líkir oflætinu við ferð í parísarhjóli helvítis þar sem stjómleysið er al- gjört. Aðrir voru með ranghugmyndir „Manían getur verið skemmtileg en svo tekur vanh'ðanin við með til- heyrandi ofsóknarhugmyndum og ofsahræðslu og, eins og í mínu til- viki, hræðslu um að setið væri um líf mitt. Ég var alls ekki á því að ég væri veikur, allir aðrir voru einfaldlega með ranghugmyndir," segir hann og bætir við að honum hafi liðið ágæt- lega þar til gripið var inn í og hann lokaður inni á spítala. Þar hafi man- ían tekið á sig nýjar myndir og því sé afar mikilvægt að rétt sé staðið að inngripi. „Þetta er náttúrlega mjög erfitt fyrir aðstandendur sem kannski neyðast til að skrifa upp á nauðungarvist sem að mínu mati er brot á mannréttindum. Læknir get- ur haldið sjúklingi nauðugum í tvo daga en eins og gefur að skilja lækn- ast enginn á þeim tíma og því er ábyrgðinni komið yfir á fjölskyádu viðkomandi. Sú staðreynd að móðir mín hafi skrifað upp á nauðungar- vistun mína olli mjög alvarlegum trúnaðarbrestum í okkar sambandi sem okkur hefur tekist að laga en það hefði getað farið mjög illa og ég þekki mörg svoleiðis dæmi. Þetta kerfi er einstakt í Evrópu og að mínu mati ótrúlega fáránlegt því það getur rist í sundur fjölskyldur og komið í veg fyrir bata sjúklinga." Fordómarnir á undanhaldi Sigursteinn segir að fara verði afar mjúkt að oflætisjúklingum og nauðsynlegt sé að beita þá eins lít- illri nauðung og hægt sé. „Eins þarf að styðja sérstaklega við aðstand- endur og passa að þeir beri ekki alla ábyrgðina. Sjúkdómurinn er þess eðlis að aðstandendur þurfa að taka meiri þátt í meðferðinni í stað þess að skilið sé á milli því sjúklingarnir eru fyrst og ffemst manneskjur með mjög viðkvæmar tilfinningar og eru að ganga í gegnum einn erfiðasta kafla lífs síns. „ Sigursteinn segist ekki finna fyrir fordómum £ sinn garð en að hann viti að atvinnutækifæri hafi farið forgörð- um hér áður fyrr þar sem hann hafi verið með geðsjúkdóm. „Ég sótti um störf en var hafnað á grundvelli sjúk- dómsins. f dag er fólk hins vegar upp- lýstara og ég verð ekki var við að mér sé að einhveiju Ieyti sýnt vantraust vegna sjúkdóms mfns." Þakklátur fyrir hverja stund Sigursteinn hefur tekið sjúkdóm sinn f sátt. Geðhvörfin hafa átt stór- an hluta af hans lffi en nú þegar hann hefur náð stjórninni þá notar hann sjúkdóminn sem ákveðinn vegvísir. „Mér þykir vænt um geð- hvörfin og vildi alls ekki án þeirra vera enda eru þau hluti af minni persónu. Auðvitað skiptir það gríða- lega miklu máli að hafa upplifað þetta þar sem ég valdi þessa leið, að gera þennan málaflokk að mínu bar- áttumáli og þótt þessi ferð hafi verið helvíti á köflum þá er ég samt þakk- látur fyrir hverja stund." 'mdiana@dv.is AxlRoseúr Gurís Roses hefur verið greindur með geð- hvörf. Rithöf- undurinn Wirginia Woolf framdi sjáifvíg í þunglyndi eftirmaniu. Leikkonan Linda Hamilton hefuropin- berað bar- áttu sina við geð- hvörf. Leikarinn Leikarinn knáijean- Claude Van Damme, þarfað kljást við þunglyndi og oflæti. Ljóðskáldið Sylvia Plath varð fyrir miklu áfalli þegar faðir hennarlést. Hún framdi sjálfmorð þegarhún varþrítug. Útgefandinn LarryFlynt hefur viður- kenntað vera manic depressive. Mörg stórmenni sögunnar hafa greinst með eða eru talin hafaþjáðst afgeð- hvörfum. Um fjölbreyttan hóp er að ræða sem sann- arað geðsjúkdómarfara ekki í manngreinarálit. Frægir einstaklingar með geðhvörf Tónskáldið Ludwig van Beet- hoven er talinn hafa verið með geðhvörfog sum- irhaldaþvifram að hans frægustu verkhafi verið samin þegar hann hafi verið meö oflæti. Grínistinn G rinleikar- inn Ben StiHerhefur átt við geð- ræn vanda- mál að stríða. «'7Yr. Sigursteinn Másson Sigursteinn var að vinna að heimild- armynd um Geirfinns- og Guðmund- armálin þegarhann veiktist.Álagið hafði verið mikið og hann og geð- læknir hans eru sammála um að það hafi komið sjúkdómnum afstað. „Sú staðreynd að móðir min hafi skrifað upp á nauðungarvistun mína olli mjög alvarlegum trúnað- arbrestum í okkar sambandi sem okkur hefur tekist að laga en það hefði getað farið mjög illa og ég þekki mörg svoleiðis dæmi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.