Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2005, Page 40
40 LAUGARDACUR 3. SEPTEMBER 2005
Helgarblað 0V
Astarbn-
hyrmngur
endaðimeð
morði
Hinn 41 árs Dean Irvine var
myrtur í svefni á heimili sínu í
Bicester á Englandi í vikunni.
Þremur tímum seinna fannst
hinn 23 ára Craig Bentley látinn
á heimili sínu í sama bæ ásamt
kærustu sinni, hinni 23 ára
Becky. Er nokkuð víst að Dean
og Craig hafi verið félagar. Talið
er að parið hafi framið sjálfs-
morð stuttu eftir að hafa drepið
vin sinn. Nágrannar Deans
sögðu að fyrir nokkrum vikum
hafi hann átt kærustu sem var
tuttugu árum yngri en hann og
er því líklegt að þar hafi Becky
verið á ferð. Fór hún skyndilega
frá Dean til að byrja með nýjum
manni sem var á sama aldri og
hún sjálf. Talið er að um ástar-
þríhyrning hafi verið að ræða
sem hafði í för með sér afbrýði
og loks morð.
Fótbolta-
bullur skutu
andstæðlng-
ana
Einn maður var drepinn og
annar illa særður í skotárás á
fjölfarinni götu
-J Newtown í
Birmingham
síðasta sunnu-
dag. Voru báð-
ir mennirnir
skotnir af
stuttu færi í
slagsmálum
þegar þrjátíu
manns tókust á. Sá látni var 29
ára en hinn særði er 24 ára og
liggur þungt haldinn á sjúkra-
húsi bæjarins. Lögreglan telur
að slagsmálin hafi tengst því að
fótboltaliðin Aston Villa og
Blackburn voru að keppa.
Slagsmálahundarnir voru allir á
leiðinni á leikinn þegar æsing-
urinn hófst.
Ófrísk kona
myrt íkirkju
Ófrísk kona sem hélt unga-
bami í örmum sér við skírnarat-
höfn á Englandi var skotin þeg-
ar þrír grímuklæddir ræningjar
réðust inn í kirkjuna og hófú
skotárás. Atburðurinn átti sér
stað í vikunni en konan sem lést
hét Zainab Kalokoh og var 30
ára. Reyndi hún að skýla lítilli
stúlku í árásinni þegar hún varð
fyrir skoti. Nærri 100 skelfingu
lostnir ættingjar og vinir sáu
hrottalegu skotárásina enda var
múgur og margmenni í kirkj-
unni vegna athafnarinnar. Za-
inab var nýkomin til Englands
frá Sierra Leone en hún var í leit
að betra lífi. Þrír menn hafa ver-
ið handteknir sem grunaðir eru
um verknaðinn.
Hann var skrímsli, íjöldamoröingi og geðklofi og hann vissi það. Á einum morð-
vettvanginum skildi hann eftir hrollvekjandi skilaboð. Morðinginn var hinn
sautján ára gamli háskólanemi, William Heirens og er þetta eitt umtalaðasta saka-
mál síðustu aldar.
Stoppið mig áður
en eg drep eítur!
Stfte wkli /we
ÞJr°rt * frtl /m0fe
> Cartlrol M
A veggnum á vettvangi eins
morðsins voru skrifuð skila-
boð með blóðrauðum varalit
Sagði morðinginn að einhver
yrði að stoppa hann áður en
hann dræpi á ný.
í september árið 1946 í Chicago í
Bandaríkjunum var William Heirens
dæmdur í þrefalt lífstíðarfangelsi fyrir
þijú morð. I dag, 58 árum síðar, er hann
enn á lífi og situr á bak við lás og slá. 75
ára gamall heldur hann því ffam að
hann sé saklaus og að einhver annar
hafi ffamið öll morðin. I meira en hálfa
Sakamál
öld hefur hann haldið þessu fram og
sagt sér til vamar að hann hafi aðeins
játað verknaðinn til að enda ekki í raf-
magnsstólnum. Glæpimir sem Heirens
játaði að hafa framið em meðal þeirra
illræmdustu á tuttugustu öldinni.
Barn, stúlka og kona urðu fyrir
barðinu á sjúkum morðingja
Það sem vakti fyrst athygli lögregl-
unnar var þegar hin sex ára gamla
Suzannne Degnan hvarf úr rúmi sínu í
janúar 1946. Hún var kyrkt og aflimuð
og bútum af líki hennar var hent í
nokkur holræsi skammt frá heimili
hennar í Chicago. Því næst var ung
kona að nafni Frances Brown myrt á
viðurstyggilegan hátt. Á einum veggn-
um í svefnherbergi hennar skildi
morðinginn eftir skilaboð sem hann
skrifaði með rauðum varalit. Hann bað
einhvem um að stoppa sig áður en
hann dræpi aftur. Þessum drápum
tengdist svo þriðja morðið á frú Alice
Ross. Hún var myrt nokkrum mánuð-
um fyrir hin drápin. Lögreglan taldi að
um sama morðingja væri að ræða í öll-
um þremur tilvikum.
Þegar foreldrar hinnar sex ára
Suzanne Degnan ætíuðu að vekja hana
í janúar árið 1946 uppgvötvuðu þau sér
til skelfingar að hún var horfin úr rúmi
sínu. Fyrsta vísbendingin í herbergi
Suzanne reyndist vera blaðsnepill
undir rúminu. Á honum stóð að ef for-
eldrar Suzanne myndu borga 20.000
dollara í lausnargjald fengju þeir dótt-
ur sína aftur. Klukkan íjögur sama dag
hringdi síminn á heimili Degnan hjón-
anna. Lögreglumaður svaraði og þótt-
irst vera herra Degnan. „Ertu með pen-
ingana?" spurði meintur mannræn-
inginn. Lögreglumaðurinn játti því.
Sagði mannræninginn að peningamir
ættu að skila sér í Suður-Chicago
klukkan níu um kvöldið. Tók mann-
ræninginn fr am að Suzanne væri hólp-
in.
Mannræninginn var morðingi
Lögreglan mætti á svæðið en eng-
inn sótti peningana. Var þá hafist
handa við að kemba svæðið til að leita
að frekari vísbendingum. Tveir lög-
reglumenn lyftu loki af holræsi og
rýndu ofan í skítugt vatnið fyrir neðan.
Þeir sáu eitthvað hvítt, gulleitt fljóta í
slíminu. „Þetta er höfuð," hrópaði
annar lögreglumaðurinn skelkaður.
„Þetta er höfuð af bami. Við erum bún-
ir að finna hana!“ Mannræninginn lét
aldrei sjá sig og var því ljóst að hann
sóttíst ekki eftir peningunum heldur
var kaldrifjaður morðingi.
Eftir nokkra leit í nærliggjandi hol-
ræsum fannst búkur stúlkunnar,
handleggir og fætur. Kmfhingin leiddi í
ljós að Suzanne var kyrkt og svo bútuð
niður með mjög hvössum hnífi.
Nokkrum vikum seinna var gijóti
kastað inn um glugga Degnan fjöl-
skyldunnar og við hann var festur miði
sem á stóð „Ég gerði það. Ég drap
hana. Gómið mig áður en ég drep aft-
ur".
Nokkrum dögum eftir morðið á
Suzanne hringdi síminn á lögreglu-
stöðinni og á hinum enda línunnar var
ung kona. Hún var augljóslega í upp-
námi og sagði með titrandi rödd að
ungfrú Brown hefði verið myrt. „Það er
búið að drepa hana. Það er blóð alls-
staðar," sagði konan sem reyndist vera
þjónustustúlka ungffú Frances Brown.
Þegar lögreglan mætti á vettvang
morðsins var íbúð ungu konunnar
löðrandi í blóði. Á baðherberginu lá
ungfrú Brown, nakin með eldhúsnhníf
í gegnum hálsinn. Hún hafði verið
stungin í hálsinn nokkrum sinnum,
axlir og bijóstakassa.
Fórnarlambi blæddi til dauða
Frú Alice Ross var 43 ára ekkja sem
bjó við sömu götu og Degnan fjölskyld-
an. Var Frú Ross myrt þegar dætur
hennar vom í vinnu. Þegar eldri dóttir-
in kom heim eftir langan vinnudag
blasti við henni hryllileg sjón. Móðir
hennar lá í rúminu og hafði verið
stungin tuttugu sinnum. Töldu rann-
sóknarlögreglumenn að morðinginn
hefði skorið í sundur slagæðina og
haldið henni niðri þangað til henni
blæddi út. Því næst byrjaði hann að
stinga hana. Það sem tengdi þetta
morð við hin var að ekki virtist vera um
kynferðislegan ástetning að ræða í
neinum tfivikum, ekkert sérstakt tilefni
virtist vera fyrir morðunum auk þess
sem öll þrú vom mjög hrottaleg.
Lögreglan rannsakaði rithöndina á
veggnum á heimili ungfrú Brown og á
miðunum tveimur sem bámst Degnan
hjónunum. Þegar skriftin var borin
saman mátti sjá að um sömu rithönd
var að ræða. Einnig var greinilegt að á
öðrum miðanum vom pennaför. Vom
förin rannsökuð og sáust þá ýmis orð
eins og vakti sérstaka athygli að orðið
„Pera" kom oftar en einu sinni ffam.
Glæpamaðurinn gómaður
Kona að naftii Leonard Pera var að
stússa við eitthvað í eldhúsi sínu þegar
nágrannakonan sá ungan mann ganga
inn í hús hennar. Þar sem konan kann-
aðist ekki við manninn hrópaði hún til
frú Pera og sagði að það væri innbrots-
þjófur í húsinu. Hljóp ungi maðurinn
þá hið snarasta út og niður götuna en
ungffú Pera hrópaði hástöfum og bað
einhvem um að stoppa hann. Neðar í
götunni var lögreglumaðurinn Abner
Cunningham í göngutúr en hann var
ekki á vakt þennan dag. Þegar hann
heyrði í ffú Pera ákvað hann að taka á
rás á eftir unga manninum. Þar sem
hann var ekki með vopn meðferðis
greip hann næsta plómapott og
kastaði honum í höfúð mannsins. Féll
hann niður meðvitundarlaus. Skilríkin
í veski hans sýndu fram á að hér var á
ferð William Heirens, nemandi við há-
Tveir lögreglumenn
lyftu loki afholræsi
og rýndu ofan í
skítugt vatnið fyrir
neðan. Þeirsáu eitt-
hvað fljóta í slíminu.
„Þetta er höfuð. Við
erum búnir að finna
hana," hrópaði annar
lögreglumaðurinn.
skólann í Chicago. Lagði lögreglan þá
saman tvo og tvo. Ráðist hafði verið
inn í íbúð frú Pera en nafn hennar
mátti greina mörgum sinnum í penna-
fömnum á blaðasneplinum umrædda.
Þegar lögreglan talaði við William á
spftalanum virtist hann vera skýr í koll-
inum en þegar að yfirheyrslum kom og
umræðan snérist um morðin virtist
hann falla í dá. Læknar héldu þó að
hann væri að gera sér upp veikindin. Þá
var tekið upp á því að sprauta hann
með sannleikslyfi og viðurkenndi Willi-
am þá að hafa myrt ungfrú Brown og
frú Ross og að hafa bútað Suzanne nið-
ur. „Þið ættuð þó að vita eitt, það var
ekki ég sem í raun og vem framdi morð-
in. Maðurinn sem ætti að kenna um
verknaðinn heitir George," sagði Willi-
Tveir menn í einum líkama
Lögreglumennrimir vom fúrðu-
losmir yfir þessari yfirlýsingu. Hver var
George? Meðal eigna Williams fann
lögreglan fúrðulegt bréf sem var undir-
ritað af George. Þegar það var rannsak-
að kom f ljós að rithöndin var í raun og
vem Williams og sú sama og á blaða-
sneplunum sem fundust á heimili
Degnan fjölskyldunnar. Það sem var
enn furðulegra var að af og til virtist
William breytast og mátti þá halda að
um annan mann væri að ræða. Eitt
sinn þegar hann var í furðulegu
ástandi var hann spurður hvemig
„ready" væri skrifað en það var kolvit-
laust stafsett á blaðasneplunum tveim-
ur. Stafaði hann það „redd" eins og
miðunum. Þegar hann virtist vera í
eðlilegu horfi var hann spurður á ný en
þá stafaði hann orðið rétt. „Ef ég staf-
aði það rangt áður getið þið kennt Ge-
orge um. Hann er ólæs," sagði William.
Hver var William Heirens þá? Var hann
geðklofi eða bara góður lygari?
Morðin í móðu
„Ég man eftir að hafa umtumað
íbúð stúlkunnar og að skrifa skilaboðin
á vegginn. Hitt er allt í móðu. Ég rank-
aði við mér og sá hana dauða og hugs-
aði að ég hlyti að hafa gert það," sagði
William. í máli Frú Ross sagðist hann
muna eftir að hafa verið að skoða sig
um í íbúðinni en frú Ross var þá sof-
andi. „Þegar hún vaknaði öskraði hún
og ég stökk á hana. Síðan man ég ekk-
ert meira. Ég rankaði við mér og sá
hana dauða í rúminu," rifjaði William
upp.
Þrír sálfræðingar sem rannsökuðu
William Heirens úrskurðuðu að hann
væri ekki geðveikur. í kjölfarið var
hann dæmdur í þrefalt lífstíðarfang-
elsi. Enn í dag situr William á bak við
lás og slá.
Klámhundar í fangelsi
Fjölmargir voru handteknir í
vikunni sem leið fyrir að hala niður
sjúkum myndum af kynferðisof-
beldi í umfangsmikilli herferð gegn
óæskilegu efni á veraldarvefnum.
Ný lög hafa verið sett í Englandi
sem segja til um að það sé ólöglegt
að hala niður ofbeldisfullum og
klámfengnum myndum af vefnum.
Nýju lögin auðvelda lögreglunni til
muna að góma afbrotamennina og
draga þannig úr notkun slíks
myndefnis. Það er hins vegar ekki
hægt að banna myndefnið á vefn-
um því það er yfirleitt sett inn í öðr-
um löndum. Þetta er mikill sigur
fyrir aðstandendur herferðarinnar
sem hófst eftir að kennaranum
Jane Longhurst var slátrað af vitfirr-
ingi sem var heltekinn af myndum
af morðum sem hann fann á vefn-
um. „Það efni sem við erum að
reyna að hindra aukna dreifingu á
fer fyrir brjóstið á meirihluta fólks
og ætti það því ekki að vera hluti af
okkar samfélagi. Það getur líka haft
í för með sér hræðilegar afleiðingar
þega fólk ánetjast þessu ofbeldis-
hneigða efni. Gott dæmi um það er
morðið á Jane Longhurst," sagði
ráðherrann Dave Johnston þegar
hann ræddi við fjölmiðla um nýju
lögin.