Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 8

Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 8
40 FREYR teljast í þeim hópi manna, sem Guðmund- ur Friðjónsson minnist á í stórsnjöllu kvæði: „að kunni fátt til lífsins laga liggi af sér færið í hvert sinn þegar hlaupið gæti á snærið.“ Það er skemmtilegur vandi að vera bóndi, rétt hugsandi og rétt starfandi bóndi. Sigur bóndans er gjarnan fyrir það beztur, að hann kostar mikla baráttu, mikla fórn og ófrávíkjanlega skyldurækni. Hvernig menn bregðazt við lífsskyldunum — hlutverkunum — alveg sama hver þau eru, sýnir betur flestu öðru hversu nýtir þeir eru og virðingarverðir í lífsstarfi. k Ég vildi nú gjarnan að þið leidduð hug- ann að þessu, sem ég hefi verið að minn- ast á — athuguðuð hvort eitthvað mætti til sanns vegar færa af því. Þá mættuð þið þess minnast, að hér tal- ar við ykkur gamall bóndi með all mikla reynslu að baki, maður, sem ann ykkur og íslenzkum landbúnaði alls hins bezta í komandi tíð. Veit ég að vandi er það all mikill að tala um alvörumál við fólk, og þá ekki síður við ungt fólk, þannig, að það fáizt til að festa hugann við ábendingarnar. Þetta, sem ég skrafa við ykkur, eru að vísu sundurlausir þankar, en ég vildi þó láta þá stefna í þá áttina, er benti ykkur til skilnings á ýmsum viðfangsefnum. Áður en ég skýt tönn fyrir tungu og lýk þessu tali vil ég benda ykkur á eftirfarandi lífsvenjur, vegna þess, að í mínu búmanns- starfi -— og yfirleitt í mínu lífi — hafa mér gefizt þær vel. Rísið snemma úr rekkju morgunn hvern! Því fylgir hagsæld og andleg vellíðan að vera snemma á ferli. Það er býsna margt gott, sem benda mætti á, er það hefir í för með sér fyrir bóndann að rísa árla til starfs og eftirlits. Skal aðeins benda ykkur á hin gömlu spakmæli í því sambandi: „Margs verður sá vís, er árla rís“ — og i „Morgunnstund gefur gull í mund“. Ég hefi ekki trú á farsælli afkomu þeirra búhjóna, er temja sér þann háttinn að bæla rekkju til dagmála. Verið sem sjaldnast að heiman! Þeir bændur, sem temja sér tíðar heimangöng- ur og langar, tapa sjálfum sér, tapa af hálfri búmanns sál sinni, eða meir, út í buskann. „Það venur ekki viljann heim að vera hjá sjálfum sér gestur“, segir skáldið. ★ Það kann sumum að virðast eitthvað at- hugavert við það að minnast á Guðstrú í erindi, sem aðallega fjallar um búskapar- leg viðhorf, en ég bendi ykkur til þess, sem meistarinn mikli sagði: } „Skoðið akursins liljugrös". Hann sagði einnig: „Þar sem þið, einn eða fleiri, kljúfið viðinn eða glímið við steininn, þar er ég mitt á meðal ykkar“. Þannig er það með mig, að ég get ekki hugsað mér að húsmóðir og móðir sé rétt- leiðarkona, skorti hana guðstraustið. Eins er mér líka erfitt að hugsa mér bóndann farsælan í starfi án guðstrúar. Ég vil benda ykkur á að það, hvað ís- lenzkt bændafólk komst furðulega vel gegn um þrengingar liðinna alda, var því að þakka, hve öruggt það treysti Guðs-hand- leiðslunni. Það er einmitt sú guðstrú, sá kristindómur, er höndlazt í starfinu gegn um erfiða lífsbaráttu, sem haldbezt mun reynast. Það hafa oft gægst fram í hug mér, á liðnum lífsárum, nokkrar setningar, sem hinn mæti maður, Sigurður búnaðarmála- stjóri, sagði eitt sinn við okkur, nemend- ur sína, þar sem við vorum 50 saman komn- ir í einn kennslusal Hólaskóla. Honum

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.