Freyr - 01.02.1953, Síða 12
44
FREYR
— Helga á að passa þau í hjáverkum.
— í hjáverkum! Á fjósloftinu! Já, þetta
getur náttúrlega vel gengið, ef mestur
hluti tímans er hjáverk. En hún á þó von-
andi að passa hús og sjóða mat og .... og
vonandi eignist þið börn á meðan þið eruð
ung og það tekur líka sinn tíma að hugsa
um þau.
Við vorum komnir í garðinn fram
undan húsinu, þegar hér er komið um-
ræðuefni. Helga er viðstödd og leggur orð í
belg. Henni finnst — eins og Niels — að
allir vegir séu færir, og nógur tími sé til
þess að eignast börnin, það sé gott að hafa
lagað ögn fyrir sér um efnahagsskilyrðin
fyrst, en enginn vandi sé að vinna meðan
maður er ungur.
— Þið hafið víst ekki sofið í allt vor,
segi ég, þegar ég fæ að vita, að vorverkin
hafa þau að mestu unnið ein.
— Nei, það var stundum 16—20 stunda
vinnudagur, en það var líka svo mörgu að
komc* í lag.
★
Það er ekki sýnilegur frumbýlingsháttur
á neinu hér í Röjkum. íbúðarhúsið er af-
bragðs rúmgott og með afbrigðum vel hirt
hjá Helgu.
Þegar inn í forstofuna er komið getur
þar að líta heilmikinn hrútshaus norðan
úr Svarfaðardal á íslandi. Hann er stór-
hyrndur og að honum er prýði í anddyr-
inu, en „konservatorinn“ hefir misþyrmt
hornunum með því að svíða þau ofurlítið,
þegar hann var að gera sýnisgrip úr haus
og hornum, til uppsetningar þarna.
Þegar inn í stofurnar er komið, má glöggt
sjá, að húsmóðirin kann að hugsa um
hlutina og þar fer ekkert í ólestri — enda
eru ennþá engir krakkar til þess að færa
úr lagi. Á gólfi dagstofunnar er teppi en á
veggjum myndir og þar á meðal ein úr
Svarfaðardal, sem auðvitað á að minna
húsbóndann á dvölina úti á íslandi. Og
Niels man hana og man lengi, það er víst.
Það skeði þegar hann var í búnaðarskóla
fyrir tveim árum, að þangað kom fyrir-
lesari, sem var að fræða nemendurna um
ísland. Niels þótti hann halla nokkuð réttu
máli og segja frá á annari veg, en hlut-
irnir höfðu komið honum sjálfum fyrir
sjónir, við dvöl sína hér, og gat ekki látið
hjá líða að andmæla fyrirlesaranum.
iMiels var góður fulltrúi sinnar þjóðar
hér úti á íslandi og hann er góður mál-
svari íslands þar heima í sínu héraði. Það
er gott, að ungir menn og konur fari að
heiman og kynnist öðrum — einnig aö
farið sé til vistar milli landa, gagnkvæmt.
Það eykur skilning milli þjóða, og á meðal
fólksins.
En Niels er og verður líka góður bóndi á
sinni jörð, í sínu héraði og sínu landi. Ekki
af því að hafa verið úti á íslandi, en víð-
sýni hans er þó meiri en annarra í sókn-
inni, einmitt af því að hann hefir farið að
heiman og víða verið, og meira að segja á
íslandi.
Blómgvist ekki bú hjá Helgu og Niels, þá
gengur illa hjá einhverjum.
— Eg þarf helzt að kaupa traktor og eg
held ég gerði það strax, ef ég vissi að
timarnir breyttust ekki okkur bændum í
óhag á næstunni, en það horfir svo, að
verðfall geti orðið — skrifar Niels nú í
nóvember s. 1.
Ég spái því, að Niels hafi keypt traktor
áður en vorverkin hefjast. Hann er bjart-
sýnn. Hann trúir á moldina og mátt henn-
ar. Verði þeim að trú sinni, — því að hugur
og hönd mun ekki hlutlaust í starfi. Slík
skyldu viðhorf allra bænda og húsmæðra,
sem búskap stunda. G.
BÝFLUGUR.
Á öðrum stað í þessu hefti er þess getið,
að stofnað hafi verið býræktarfélag í
Reykj avík.
Svo vel vill til, að hér er búsett frú Ur-
bancic, sem hefir mikla æfingu í býrækt og
mun hún veita leiðbeiningar, á vegum fé-
lagsins, um það er grein þessa varðar, en
býrækt er því nær öllum íslendingum lítt
eða ekki kunn.
Frú Urbancic hefir um síðastliðin tvc.
sumur haft býflugur í búi við hús sitt í
Reykjavík og hafa þær safnað bæði vaxi
og hunangi.