Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Sjö milljóna markaðs- maður Ráðinn hefur verið for- stöðumaður að Markaðs- skrifstofu Vestfjarða. For- stöðumaðurinn, sem heitir Sigurður Sigurðarson og hefur þegar hafið störf, á að kosta markaðsskrifstof- una sjö milljónir króna á ári. Að því er segir í fund- argerð atvinnumálanefnd- ar ísafjarðar er áætlað að verja fimm milljónum króna að auki í markaðs- málin. Skattsvikari dæmdur Jón Ingi Ólafsson, rafvirki á fimmtugsaldri, var í gær dæmdur til að greiða rúmlega 19,4 milljónir í sekt til ríkis- sjóðs innan fjögurra vikna eða sæta ella fangelsi í 9 mánuði vegna umfangsmikilla skattsvika. Voru svikin meðal annars í tengsl- um við rekstur íyrirtæk- is Jóns, Raftengis, á árunum 1997 til 2002. Hann var einnig dæmd- ur í 6 mánaða skilorðs- bundið fangelsi og til að greiða verjanda sínum 400 þúsund krónur í málsvarnarlaun. Karlakórinn Fóstbræður átti að koma fram á góðgerðartónleikum á vegum Sam- einuðu þjóðanna í Royal Albert Hall 16. október næstkomandi og voru 70 söngvar- ar í startholunum þegar öllu var slegið á frest. Eru kórfélagar að vonum mjög svekktir en 150 manns höfðu bókað sig í þessa ferð. Fóstbræður á fullu Sunguí fimmtugsafmæli Jóns Ólafs- sonarþar sem forstjóri Sony í Evrópu hreifst afþeim. i London Actavis styrkir nema Lyljafyrirtækið Actavis hefur styrkt fjóra nema við Háskóla íslands. Alls setur fyrirtækið um fjórar millj- ónir á hveiju ári í verkefna- sjóð sinn. Geta allir nemar við HÍ sótt um styrkveit- ingu úr honum. Þeir nem- endur sem hlotið hafa styrk á þessu ári eru Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, Inga G. Birg- isdóttir, Valþór Ásgrímsson og Einar Björgvin Eiðsson, fyrir verkefni á mismun- andi sviðum. Á myndinni eru styrkþegar ásamt for- svarsmönnum Actavis. Tónleikar karlakórsins Fóstbræðra í Royal Albert Hall í London voru slegnir fyrirvaralaust af á dögunum og eru kórfélagar að vonum mjög leiðir. Sjötíu söngvarar voru búnir að æfa dagskrá sem sómt hefði sér í hvaða heimsborg sem er en alls ætl- aði 150 manna hópur íslendinga að fara á tónleikana; söngvarar, makar þeirra auk áhugafólks um fallegan söng. Dræm miðasala „Auðvitað erum við svekktir," segir Eyþór Eðvaldsson, útfararstjóri og formaður Fóstbræðra. „Þarna áttu að koma fram söngvarar úr öll- um heimshornum á vegum Samein- uðu þjóðanna á góðgerðartónleik- um til styrktar bágstöddum börnum í veröldinni. Fyrir viku var okkur hins vegar tilkynnt að ekkert yrði af þessu og borið við að miðasala hefði ekki staðið undir væntingum. í staðinn var okkur boðið að syngja í Pálskirkjunni í London fyrir drottn- inguna en afþökkuðum pent,“ segir formaður Fóstbræðra. Sony-forstjóri í afmæli Það var óbeint fyrir tilstilli Jóns Ólafssonar athafnamanns að Fóst- bræðrum var upphaflega boðið að taka þátt í tónieikum Sameinuðu þjóðanna í Royal Albert Hall. Fóst- bræður sungu í fimmtugsafmæli Önnur plön Jónína Ben er hætt við að verða borgarstjóri. Það er synd. Gamli við- skiptafélaginn hennar úr Stúdíói Jónínu og Ágústu gafst líka upp á sveitarstjórnarmálunum á sínum tíma en náði þó ívið lengra og hafði líka flottan kall upp úr krafsinu. Hver veit hvað hefði gerst ef Jón- ína hefði haldið sínu ffamboði til streitu? Eflaust hefði hún unnið stórsigur. Þegar Jónína hefði verið orðin borgarstjóri mætti ímynda sér að hendur hefðu verið látnar standa fram úr joggingallaermunum. Hún hefði Svarthöfði auðvitað byrjað á því að segja upp bílstjóranum og skokkað í vinnuna alla daga. Annað myndi ekki sóma líkamsræktarfrömuði af hennar kalí- beri. Bestar hefðu þó orðið veislurnar hennar Jónínu í Ráðhúsinu. Þar hefði gestalistinn verið eins og kreditlisti í Hollywood-mynd eftir Baltasar Kormák. AIls konar frægir menn og konur hefðu svifið um sali við Reykjavíkurtjörn í hægum valsi miUi rétta. Undir borðum hefði Hvernig hefur þú það? „Já, þakka þér fyrir. Ég hefþað tiltölulega gott. Hefreyndar verið að berjast við nýrna- steina og heffarið þrisvar í grjótbrjótinn hjá Landspítalanum. Kvöl og pína. En maður afgreiðir þetta eins og hvað annað," segir Sæmundur Pálsson - Sæmi rokksem hefur verið inn og út afspítölum, fékk til dæmis grædda í sig hljóðhimnu á dögunum en þar var gat.„Það vill grafa íþessu þegar ég fer ísjóinn en égá hús við Miðjarðarhafið. Hef fengiö góða lausn áþvi." Fóstbræður sungu í fimmtugsafmæli Jöns og þar var staddur Cbris Deering, for- stjóri Sony i Bvrópu. Jóns og þar var staddur Chris Deer- ing, forstjóri Sony í Evrópu: „Chris þessi sá að mestu um skipulagningu þessara tónleika í Royal Albert HaU en hann er mikill tónlistarunnandi og hreifst af söng okkar í fimmtugsafmæli Jóns. En svona fór um sjóferð þá. Heims- frægðin verður að bíða,“ segir Eyþór Eðvaldsson. í fínu formi Tónleikamir í Royal Albert Hall vom fyrirhugaðir 16. október og Fóstbræður vom til í slaginn þegar öllu var aflýst. Eyþór segir að menn ætíi þó að halda stillingu sinni. Önn- ur tækifæri eigi eftir að skjóta upp kollinum en mesti skipti þó að kór- inn sé í h'nu formi og til í allt. Jónína varpað tölvupóstum og kreditnótum upp á stórt tjald. Þar hefði mönnum verið gerð grein fyrir því á skýran hátt hversu víða pottur er brotinn í þjóðfélaginu. Svarthöfði var farinn að hlakka til þessarar dýrðar^aga þar sem sög- umar um spillinguna hefðu hríslast ótmflaðar um æðar borgarbúa eins og kærkomið dóp og tilbreyting frá venjulegu rommi og kóki. En Jónína er hætt við. Enginn veit hvers vegna. Nema Svarthöfði nátt- úrlega. Jónína ætíar nefnilega að verða forseti. f staðinn fyrir Dorrit. Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.