Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005
Fréttir DV
Krónan klekk-
ir á Miðfelli
Elías Oddsson, fram-
kvæmdastjóri rækjuverk-
smiðjunnar Miðfells hf. á
ísafirði, segir að tekjumissir
iyrirtækisins vegna sterkrar
stöðu krónunnar sé um 200
milljónir króna á ári. Elías
segir í viðtali við bb.is að
upphæðin nemi um það bil
tvöföldum launakostnaði
Miðfells. „Það hljóta allir að
sjá að þessi gengisþróun get-
ur ekki gengið öllu lengur,“
segir hann við bb.is. Miðfell
gekk í gegnum nauðasamn-
inga í sumar. Þar starfa um
40 manns. Eh'as segir að þró-
un gengismála sé að gera
rekstur útflutningsfyrirtækja
nærri vonlausan.
Þorfinnur á
Fréttastöðina
Þorfinnur Ómarsson
hefur verið ráðinn til 365
ljósvakamiðla.
Þar mun hann
sjá um þátta-
gerð á Frétta-
stöðinni sem
mun hefja út-
sendingar innan
nokkurra vikna.
Stöðinni verður
stjórnað af Ró-
berti Marshall
en meðal annarra nýrra
starfsmanna verða Ágúst
Bogason blaðamaður og
Þórhildur Ólafsdóttir út-
varpsmaður. Þorfinnur hef-
ur mikla reynslu af starfi í
fjölmiðlum og var um skeið
forstöðumaður meistara-
náms hagnýtrar fjölmiðlun-
ar við Háskóla íslands.
Verð í lágvöru-
verslunum
Ragnhildur Guörún Guð-
mundsdóttir,
formaöur mæörastyrksnefndar.
„ Veröið er mjög misjafnt eftir
vöruflokkum. Þaö er lágt verð
á sumu en hærra á ööru. Það
er mikilvægast að verðið lækki
á nauðsynjavörum eins og
matvöru og hreinlætisvöru. Ég
held að það sé svigrúm til
þess og það mundi koma fjöl-
skyldunum ílandinu til góðs."
Hann segir / Hún segir
„Efþað er rétt sem haldið hef-
ur verið fram, að verslanakeðj-
ur haldi uppi verðinu í lág-
vöruverslunum, þá eru þessar
sömu keðjur um leið að gefa
öðrum færi á að komast inn á
markaðinn og bjóða lægra
verð."
Friöbjörn Orri Ketilsson
frjálshyggjufrömuöur.
Ofbeldismennirnir þrír í Garðabænum hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarð-
hald. Höfuðpaurinn Tíndur Jónsson verður í fangelsi þar til á föstudaginn. Tindur
hefur áður verið dæmdur fyrir líkamsárásir og leitaði sér sálfræðihjálpar á síðasta
ári þegar dómur yfir honum féll.
Þórður Kárason, félagi Tlnds
Partiið var haldið heima hjá
honum í Bæjargilinu. Tindur er
meö honum á myndinni.
Bæjargil i Garðabæ
Hér varpartlið haldiö.
Indur leitaði sálfræöihjálpar
vegna ottældi sfíknar
Rauf skilorð í sveðjuárásinni í Garðabæ
Segist saklaus og mótmælti gæsluvarðhaldi
Var dæmdur í fyrra fyrir tvær líkamsárásir
Höfuðpaurinn í sveðjuárásinni í Garðabæ, Tindur Jónsson, leitaði
sér sálfræðihjálpar eftir að hann gerðist sekur um gróf ofbeldisbrot
á síðasta ári og var dæmdur í héraðsdómi. Á mánudagskvöld var
Tindur ásamt tveimm félögum sínum úrskurðaður í gæsluvarðhald
fyrir árásina í Garðabæ aðfaranótt sunnudags. Tindur segist sak-
laus og mótmælti gæsluvarðhaldsúrskurðinum.
Samkvæmt gæsluvarðhaldsúr-
skurðinum þarf Tindur að gista
fangageymslur til 7. október. Félagar
hans tveir, Þórður Kárason og Helgi
Guðmundsson, verða í gæsluvarð-
haldi til 5. október. Drengimir eru all-
ir átján ára gamlir og hafa allir komið
áður við sögu lögreglunnar og eru í
klíku sem kallar sig Tuddarnir.
Árásin í Garðabæ var hrottaleg.
Tindur notaði sveðju sem vopn þeg-
ar hann skar og barði jafnaldra
þeirra fyrir utan heimili Þórðar í
Bæjargili.
Skallaði og barði dreng
Höfuðpaurinn í klíkunni, Tindur
Jónsson, var á síðasta ári dæmdur í
þriggja mánaða fangelsi fyrir lík-
amsárásir og fíkniefnabrot. Tindur
var aðeins 16 ára þegar hann framdi
brotin. Hann réðst á 17 ára dreng á
Laugaveginum, skallaði hann í and-
litið og sló með krepptum hnefa.
Hann réðst einnig ásamt félaga sín-
um á annan dreng fyrir utan versl-
unarkjarnann Garðatorg í Garðabæ.
Sparkaði í andlit hans þar sem
drengurinn lá í sárum sínum.
Leitaði sér hjálpar
í dómnum kemur fram að Tind-
ur játaði brot sín skýlaust. Hann
væri ungur að árum og hefði stund-
að nám af dugnaði eftir að hann
framdi brotin. Auk þess hefði hann
leitað sér sálfræðihjálpar vegna of-
beldisbrotanna; eitthvað sem metið
er til refsilækkunar í málum sem
þessum.
Dómurinn var skilorðsbundinn
til tveggja ára og er því ljóst að Tind-
Flestir sem DV ræddi
við sögðu það aðeins
tímaspursmál hvenær
einhver félli í valinn af
völdum hans.
ur hefur rofið skilorðið með atlögu
sinni síðustu helgi.
Gengur með hnúajárn
Þrátt fyrir sálfræðihjálpina hefur
Tindur ekki fetað beinu brautina frá
því að hann var fyrst dæmdur. Auk
árásarinnar um síðustu helgi hefur
hann ferðast um landið ásamt félög-
um sínum í klfkunni og leitast við að
auka hróður sinn í undirheimunum.
Þannig er hann þekktur fyrir að
ganga með hnúajárn á sér; sögur
fara af árás hans með skrúfjárni á
síðustu Menningarnótt og flestir
Gat á hausnum Tindurmeiddist
I einu afpartium Tuddanna.
sem DV ræddi við sögðu
það aðeins tímaspurs-
mál hvenær einhver
félli í valinn af völdum
hans.
Það munaði litlu í
Garðabæ síðustu helgi.
Fórnarlambið Einar
Magnússon, sem skor-
inn var með sveðju, er
kominn af spítala.
simon@dv.is
Tindur Jónsson ofbeld-
ismaður Úrskurðaður í
gæsluvarðhald vegna
sveðjuárásarinnar.
Tindur segist saklaus
Jóhannes Rúnar Jóhannesson
hæstaréttarlögmaður, var skip-
aður lögmaður Tinds Jónssonar í
sveðjuárásarmálinu. Jóhannes
segir Tind hafa mótmælt gæslu-
varðhaldsúrskurðinum sem
kveðinn var upp seint á sunnu-
dagskvöld. „Hann mótmælti úr-
sleurðinum og segist saklaus,"
segir Jóhannes Rúnar. Lögreglan
í Hafnarfirði rannsakar enn
málið en árásarvopnið er ófund-
ið. „Það nýjasta er að drengimir
eru komnir í gæsluvarðhald.
Rannsókn málsins stendur yfir,"
var það eina sem Lögreglan í
Hafiiarfirði sagði um málið í gær.
DV kærir utanríkisráðuneytið til úrskurðanefndar um upplýsingamál
Leynd um diplómatísk vegabréf
Fyrir helgi óskaði DV eftir upp-
lýsingum um það frá utanríkisráðu-
neytinu hverjir hafa fengið dipló-
matísk vegabréf og þjónustuvega-
bréf í tíð Davíðs Oddssonar sem ut-
anríkisráðherra. DV hefur ástæðu til
að ætla að farið hafi verið frjálslega
með útgáfu slíkra bréfa og hugsan-
lega farið á svig við reglur um slík
vegabréf.
Málið var í höndum Helga Gísla-
sonar prótókollmeistara ráðuneytis-
ins. Hafði hann í fyrstu ekkert á móti
því að senda DV lista yfir handhafa
slíkra bréfa. Enda virðist hér um
formsatriði að ræða.
En svo virðist sem babb hafi
komið í bátinn og í gær barst blað-
inu fax frá Helga þar sem hann hafn-
ar umræddri ósk um þessar upplýs-
ingar. í bréfi Helga er meðal annars
vísað í lög um persónuvernd og
meðferð persónuupplýsinga. Ekki
Utanrikisráðuneyt-
ið Starfsmenn ráðu-
neytisins lúra á upp-
lýsingum I lengstu lög
verður með góðu móti séð að
listi yfir handhafa
diplómatískra vegabréfa
flokkist sem persónulegar
upplýsingar.
Því hefur DV gripið til
þess ráðs að kæra
höfnun utanrfkis-
ráðuneytisins til
úrskurðarnefnd-
ar um upplýs-
ingamál. Sú
nefnd heyrir
undir forsætis-
ráðuneytið og
er formaður
hennar Páll
Hreinsson. í
nefndinni sitja
jafnframt Frið-
geir Björnsson
og Sigurveig 4
Jónsdóttir.
Davíð Oddsson
Leynd ríkir um hverj-
ir fengu diplómatlsk
vegabréfí hans tið.