Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Börn að leik Ekki eru öll börn svo hep, m að fá að alast upp hjá kynforeldrum sinum þóað þessi séu í þeim hópi. Myn in tengist ekki efni fréttarinnar. [ Steinunn í Nylon °g Sigurður Kaiser Skulda aldraðri konu tveggja mánaða húsaleigu. Tæknifrjóvganir og ættleiðingar erlendis frá hafa leitt til þess að Barnaverndar- stofu gengur verr en áður að finna börnum langtímafóstur. Ekki er ljóst hvernig brugðist verður við. Minnihluti í eina sæng Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin í Garðabæ hafa samþykkt að bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjómarkosningunum næsta vor. Á félagsfundum beggja flokkanna var ákveð- ið að efna til sameiginlegs opins prófkjörs um efstu sætin eigi síðar en 31. janú- ar. Það verður einnig opið fyrir fólk utan flokka. Próf- kjörið verður bindandi í þrjú efstu sætin. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur nú hreinan meirihluta í bænum með fjóra bæjarfulltrúa af sjö. Skítkaldur september Nýliðinn september- mánuður var sá kaldasti síðan 1982. Meðalhitinn í Reykjavík mældist aðeins 6,3 gráður sem er rúmri gráðu kaldara en í meðal- ári. Meðalhitinn á Akureyri var mun lægri, aðeins 4,7 gráður. Það er 1,6 gráðum kaldara en í meðalári. Það sætir einnig tíðindum að snjó festi á Akureyri 24. og 25. september en það er einungis í sjötta skiptið síð- an 1940 sem snjó festir þar í septembermánuði. Þar að auki var úrkoman á Akur- eyri rúmlega tvöfalt meiri í september en í meðalári. Árni verðlaun- arfyrirsam- einíngu Árni Magnússon félags- málaráðherra tilkynnti í gær á málþingi við Háskól- ann á Akureyri að allt að 2,4 milljörðum króna yrði varið til að styðja við þau sveitar- félög sem kjósa að samein- ast. Félagsmálaráðuneytið hefur haldið mikilli sam- einingarstefnu á lofti og vill með þessu hvetja sveitarfé- lög til að sameinast. Horft verður til verkefna sveitar- félaganna, þess þjónustu- framboðs sem þau bjóða og hvað þurfi að efla í fram- haldinu. H Bragi Guðbrands- B son Forstjóri Barna- 1 verndarstofu stendur I frammi fyrir nýjum § vanda vegna breyttra i samfélagshátta. Breyttir samfélagshættir, tæknifrjóvganir og ættleiðingar hafa leitt til þess að Barnaverndarstofa stendur frammi fyrir alvarleg- um skorti á fósturforeldrum. „Hér erum við að tala um lang- tímafóstur; varanlegt heimili fyrir böm til fullra átján ára. Hins vegar höfum við getað svarað eftirspum varðandi tímabundið fóstur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Bama- vemdarstofu. „Ástæðan fyrir því að við verðum að koma bömum í fóstur er yfirleitt alltaf sú sama; að kynfor- eldrar geta ekki annast uppeldið sjálf- ir og þá oftast vegna veikinda þó að stundum séu foreldar sviptir bömum sínum,“ segir Bragi og ítrekar að sviptingar séu mun fátíðari en aðrar ástæður þegar koma þarf bömum í fóstur. Margfalt meðlag Hefð er fyrir því að fósturforeldrar fái greitt meðlag með fósturbömum og þá yfirleitt tvöfalt meðlag: „Þó er allur gangur á þessu. Sumir vilja ekki „Sumir vilja ekki neitt ámeðan aðrírfá kannski sex- eða sjö- falt meðlag en þá er það vegna fatlaðra barna sem þurfa mikla umönnun neitt á meðan aðrir fá kannski sex- eða sjöfalt meðlag en þá er það vegna fatlaðra barna sem þurfa mikla um- önnun," segir Bragi sem er nýkominn ffá Sviþjóð þar sem hann tók þátt í opnun Bamahúss að íslenskri fyrir- mynd sem Svíadrottning hefur beitt sérfyrir. Breyttir tímar Bragi Guðbrandsson nefnir tæknifrjóvganir og auðveldara að- gengi að ættleiðingu erlendis frá sem helstu skýringar á þeim skorti á langtímafóstri sem Bamaverndar- stofa stendur nú frammi fyrir. Fyrir tíu til fimmtán ámm var langtíma- fóstur oft eini möguleiki þeirra sem ekki gátu eignast börn til að fá slíkt og ala upp. En nú er öldin önnur. Bragi segir ekki ljóst hvernig bmgð- ist verði við en þau börn sem þurfi að koma í langtímafóstur em nú í skammtímafóstri þar til úr rætist hvernig eða hvenær sem það verður. Leigusali Steinunnar í Nylon og sambýlismanns hennar vill fá greidda leigu Nylon-stúlka borgaði ekki leigu „Ég veit ekkert um þetta. Ætli þetta sé ekki misskilningur," segir Steinunn Þóra CamiUa Sigurðardóttir Nylon- stúlka. Öldmð kona, leigusali Stein- unnar og Sigurðar Kaiser sambýlis- manns hennar, hefur stefnt parinu fyrir dóm vegna vangoldinnar leigu. Magnús Helgi Ámason, lögmaður leigusalans, konu á sjötugsaldri, segir að málið snúist um tveggja mánaða leigu sem parið hafi ekki borgað. „Því er málið þingfest fyrir dómi. Umbjóð- Hvað liggur á? andi minn á íbúð sem þau búa í en hafa ekki borgað leiguna. Það hefur líka verið einhver vandræðagangur á þeim. Ferðalög og þess háttar og því var farin þessi leið," segir Magnús Helgi sem mætti ásamt umbjóðanda sínum í Héraðsdóm Reykjavíkur á föstudaginn. Nylon-parið var hvergi sjáanlegt. Sigurður Kaiser er kærasti Stein- unnar. Hann er einnig þekktur at- hafnamaður, rekur Loftkastaiann en sá rekstur hefur glímt við fjárhagsörð- „Það ermikið framundan en það liggursvo sem ekkert á,“ segir Ásgeir Sigurvinsson landsliðs- þjálfari í knattspyrnu karla en liðið mun á morgun halda til Varsjár og leika við Pólverja á föstudagskvöld og Svía á miðvikudag.„Við erum að fara seinna en vanalega. Viö erum vanir að fara fyrr á leiki. Erum að reyna að stytta þessa ferð. Við erum því I andstöðu við að liggja á, við erum mjög rólegir. Þetta verða tveir erfiðir leikir, eins og fyrir alla leiki vona menn að þeir standi sig vei." ugleika. Steinunn Þóra skaust upp á stjömuhimininn þegar hún gekk í hina vinsælu stúlknahljómsveit Nylon. Þar gegnir hún burðarhlut- verid. Þykir bera af í söng sínum og hefur heillað bæði unga sem aldna með sviðsframkomu sinni og fallegu brosi. Sigurður Kaiser sagðist í samtali við DV í gærkvöld vera búinn að greiða umrædda skuld með rafrænum hætti en vildi þó koma því á framfæri að honum þætti það skrýtið að vera dreginn fyrir dóm vegna tveggja mánaða leiguskuldar. „Menn þurfa ekki að haga sér eins og í villta vestrinu og fara fyrir dóm þegar hægt er að leysa málin á einfaldari hátt." Magnús Helgi Ámason, lögmaður leigusalans, segist vona að farsæll endir fáist á þetta mál. „Þetta snýst um ein- hvem 150 þúsund kall. Hann þarf þó að greiða eins og annað." simon@dv.is WK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.