Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Side 11
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 1 7
Latir
Hafnfirðingar
Mjög dræm þátttaka var í
Evrópskri samgönguviku
meðal íbúa í
Hafnarfirði.
Þetta kom fram á
fundi Þjónustu-
og þróunarráðs
Hafnarfjarðar-
bæjar í gær og því ljóst að
Hafnfirðingar hafi ekki verið
tilbúnir að leggja einkabíln-
um um tíma. Guðjón Ingi
Eggertsson verkefrússtjóri
Staðardagskrár 21 mætti á
fundinn og fór yfir bæði
undirbúning og þátttöku í
samgönguvikunni. Þrátt fyr-
ir leti bæjarbúa tóku grunn-
skólar bæjarins allir þátt í
samgönguvikunni á ein-
hvem hátt að sögn Guðjóns.
Spá minni
viðskiptahalla
Fjármálaráðuneytið segir
í nýrri þjóðhagsspá fyrir árin
2005 til 2007 að upp-
sveifla efnahagslífsins
verði í hámarki og að
hagvöxtur haldist
áfram mikill í ár og á
næsta ári meðan stór-
iðjuframkvæmdir em
enn umfangsmiklar.
Árið 2007 dragi úr
hagvexti vegna samdráttar í
framkvæmdum og innlendri
eftirspum. Á næsta ári dragi
úr einkaneyslu og hægi á
hagvexti. „Með auknum
álútflutningi og samdrætti í
innflutningi mtm viðsnún-
ingur í utanríkisviðskiptum
einkenna hagvöxtinn árið
2007. í langtímaspánni er
gert ráð fyrir að viðskipta-
hallinn dragist hratt saman
með minnkandi stóriðju-
framkvæmdum."
Skólabörn
með matar-
eitrun
Sex böm vom
flutt á heilsu-
gæslustöðina á
Egilsstöðum á
föstudaginn en þau höfðu
öil verið í heimilisfræðitíma
í Egilsstaðaskóla rétt áður en
þau veiktust. Bömin jöfn-
uðu sig að mestu eftir um
tvo tíma og mun ekki ekki
verða meint af. Starfsmenn
Heilbrigðiseftirlits Austur-
lands tóku sýni úr allri mat-
vöm sem bömin höfðu
neytt og sendu til Umhverf-
isstofnunar til greiningar en
niðurstöður liggja ekki enn
fyrir. Heimilisfræðikennsla í
skólanum mun þó halda
áfram eins og ekkert hafi í
skorist.
Svövuþing
í Kennó
I tilefni þess að Svava
Jakobsdóttir, rithöfundur
og alþingismaður,
hefði orðið 75 ára
á morgun verður
haldið Svövuþing í
Kennaraháskóla
íslands þann dag
þar sem fjallað
verður um sögur
Svövu í kennslu-
fræðilegu sam-
hengi. Svava hafði
mikil áhrif á jafn-
réttisbaráttu á liðinni öld
og mótaði umræðu í ís-
lensku samfélagi með skrif-
um sínum og störfum á
Alþingi. Meðal þeirra sem
taka þátt í dagskránni em
Vigdís Finnbogadóttir,
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir og Steinunn Valdís
Óskarsdóttir.
Dóttir viH svipta föður sinn fjárræði vegna ótrúlegrar eyðslusemi hans. Hún segir
áfengissýki föður hennar, sem næstum hefur dregið hann til dauða, um að kenna.
Faðirinn eyddi 105 milljónum á þremur árum.
1 Haestiréttur Q. ; ; V’ j I Visaði málinu íSPp lafturihérað. $ 1 í 1 fE?; 1 f MH
HH pq-f . | I iqo- cTíKyíf I wK
i^Éfc >- 1 . . l.. - Jl
Hæstiréttur ómerkti á fimmtudag úrskurð héraðsdóms í merki-
legri deilu feðgina um fjár- og sjálfræði föðurins. Faðirinn, sem
þjáist af áfengissýki, hefur á þremur árum eytt rúmlega 105 millj-
ónum af 120 sem hann fékk fyrir að selja fyrirtæki sitt árið 2002.
Faðirinn skuldar enn söluskatt af
þeirri upphæð sem hann hefur eytt.
Sú skuld mun að öllum lfldndum
falla á fyrrverandi eiginkonu hans.
Sem dæmi um óhóflega eyðslu
mannsins var bent á í héraðsdómi
að hann hefði í febrúar á þessu ári
eytt um sjö milljónum króna af
bankareikningi sínum án þess að
geta greint á nokkurn hátt frá því í
hvað peningarnir fóru. Þessa eyðslu-
semi játaði faðirinn í héraðsdómi en
benti hins vegar á að um þremur
milljónum af þeirri fjárhæð hefði
verið stolið undan kodda í leiguher-
bergi hans.
Nær dauða en lífi
Fyrir liggur að vísa eigi föðurnum
úr þessu sama leiguherbergi vegna
hrikalegrar umgengni, ofdrykkju og
óþrifnaðar. Samkvæmt leigusala
hans hefur ítrekað komið fyrir að
maðurinn hafi gert þarfir sínar á
göngum húsnæðisins og það án
þess að þrífa saurinn upp eftir sig.
Sökum þessa og gríðarlegrar of-
drykkju seinnihluta ágústmánaðar
var maðurinn loks færður nær
dauða en lífi í afvötnun.
Áfengissýki um að kenna
Við það fékk dóttir mannsins loks
nóg og fór fram á að faðir hennar
yrði sviptur sjálfræði og fjárræði.
Dóttirin féltk því framgengt í héraðs-
dómi að faðirinn yrði sviptur ijár-
ræði og sjálfræði í eitt ár vegna hinn-
ar óhóflegu eyðslu sem hún heldur
fram að sé sprottin af áfengissýki
hans. Faðirinn gerði í raun engar at-
hugasemdir við þá kröfu og barðist
verjandi hans Brynjar Níelsson því
ekki gegn henni í héraðsdómi.
Skipti um skoðun
Föðumum snérist hins vegar hug-
ar eftir að hann útskrifaðist úr afvötn-
unni og krafðist þess að niðurstöð-
unni yrði áfrýjað. Hæstiréttur ómerkti
því á fimmtudag úrskurð héraðsdóms
á þeim forsendum að engin læknis-
fræðileg vottorð hefðu verið lögð
fram sem sýndu fram á áfengissýki.
Hæstiréttur vísaði málinu aftur í
hérað þar sem læknisfræðileg gögn
um áfengissýki mannsins verða lögð
fram og hann að öllum lfldndum aft-
ur svipur sjálfræði og fjárræði.
andri@dv.is
Magnús sagður skorta reynslu
Enginn Hafnar-
fjarðarbrandari
Magnús Ólafsson leikari ætlar að pólitík."
sækjast eftir bæjarstjórastóli í próf-
kjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Magnús hefur litla reynslu af stjórn-
málum en segist hafa verið sjálf-
stæðismaður alla tíð og búa að góðri
reynslu sem bæjarstjóri Latabæjar.
„Það kom mörgum á óvart að ég
ætlaði að fara í fyrsta sætið en ég vil
gera þetta með stæl. Ég er tilbú-
inn að ganga í hvert hús og
safna undirskriftum," segir
Magnús sem flutti til Hafnar- ,' -
fjarðar fyrir fjörutíu árum.
„Þá kom ég bænum á
kortið með Hafnarfjarðar-
bröndurunum og nú
finnst mér tími til kominn
að setja Hafnarfjörð enn
frekar á kortið í gegnum
Gissur Guð-
I mundsson Finnst
\aö Magnús ætti
I aðnásérí reynslu.
Magnús Ólafs
Upphafsmaður
Hafnarfjarðar-
brandaranna.
Gissur Guð-
mundsson,
bæjarfulltrúi
sjáífstæðis-
manna í Hafn
arfirði, segir að
allir hafi jafnan rétt til framboðs og
með framboði Magnúsar megi sjá
lýðræðið í hnotskurn. „Það hafa all-
ir sömu möguleika, en mér finnst
nú samt að menn eigi að ná sér í
reynslu áður en þeir fara svo
langt," segir Gissur án þess
að gefa neitt út á hvort
[hann styðji Magnús eður
ei. „Sjálfur er ég búinn að
vera í þessu í tólf ár og
alltaf að læra eitthvað
nýtt," segir Gissur.
Árný og Kristinn bíða sálfræðimats
Komin á geðlyf vegna álags
Árný Eva Davíðsdóttir og Kristinn
Finnbogi Kristjánsson, sem misstu
forræðið yfir tveimur börnum sín-
um á Akureyri fyrr í sumar, bíða nú
eftir sálfræðimati til að hægt að
verði að leiða forræðisdeilu þeirra
og Barnavemdarnefndar Akureyrar
til lykta. Þau hafa þegar farið til sál-
fræðings og sagði Kristinn Finnbogi
að hann byggist við að matið yrði tfl-
kynnt 15. október.
Kristinn sagði að hann og Árný
Eva væru bæði komin á geðlyf sem
væri auðvitað slæmt. „Það er verið
að pína okkur og draga á asnaeyrun-
um," sagði Kristinn.
Hann sagði að sonur þeirra hefði
haldið upp á tveggja ára af-
mæli sitt I fyrradag og þau
hefðu aðeins fengið að hitta
hann í tvo tíma. Við fengum
ekki einu sinni að ráða afmæl-
isgjöfinni," sagði Kristinn.
Árný Eva og Krist-
inn Finnbogi Komin
ágeðlyfvegnaálags.