Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2005, Blaðsíða 17
DV Fréttir
ÞRIÐJUDACUR 4. OKTÓBER 2005 1 7
1. Stillt til friðar Lögreglumaður nálgast hóp grimu-
klæddra ungmenna sem voru með skrílslæti við höfn-
ina i Bastia.
2. Byssan sliðruð Lögreglumaðurinn slíðrar byssuna
og reynir að koma á friði.
3. Öskra og ógna Grimuklæddu ungmennin láta ekki
að stjórn.
4. Fyrsta högg Ráðist er á lögreglumanninn sem
reynir að hopa undan.
5. Sparkað og kýlt Skömmu seinna liggur lögreglu-
maðurinn i götunni og höggin dynja á honum.
Konurnar líka Konurnar á Korsíku létu ekki
sitt eftir liggja og mótmæltu um helgina.
Ráðherrar í krísu Forsætisráðherra Frakklands Dominique de
Villepin hélt krísufund fyrir helgi þar sem málefni Korsiku voru
rædd. Hér gengur hann út úr Elysse-höll i París með Dominique
Perben samgönguráðherra og Thierry Breton fjármálaráðherra.
Hættulegt starf Óeirðalögreglan þurfti að þjappa sér saman imótmælun-
um á laugardagsnótt. í kringum hana sprungu sprengjur og grjóti rigndi.
Ögra sérsveitinni Þegar sérsveitarmenn létu sig
siga á skipið hlógu sjómennirnir og klöppuðu.
Þyrlurnar mættar Um fimmtiu grimuklæddir sérsveitarmenn létu
sig síga niður á skipið til að ná tökum á ástandinu.
Flottustu skegg heimsins 1 Berlín um helgina
Þjóðverjar heimsmeistarar í skeggi
Um helgina söfnuðust saman
bestskeggjuðu menn heimsins í
Berlín í Þýskalandi. Haldið var
heimsmeistaramót í skeggvexti og
tóku alls um 230 manns þátt.
Keppnin nýtur mikilla vinsælda og
þar taka þátt menn með alls kyns
skegg, til dæmis kínversk „fu man-
chu“-skegg og síð Gandaifsskegg.
Willi flottur Þjóðverjinn Willi Chevalier
keppti í flokknum Skegg með frjálsri aðferð.
Það var Þjóðverjinn Elmar Weiss-
er sem bar sigur úr býtum. Hann
skartar síðu skeggi og bjó til Brand-
erburgarhliðið úr skeggi upp við
aðra kinnina. Þjóðverjar voru mjög
sigursælir á mótinu, unnu 14 af 17
flokkum. Næsta mót verður haldið á
Englandi 2007.
Miklir broddar Jiirgen Reinl vakti einna
mesta athygli á mótinu fyrir mjög svo fram-
úrstefnulegt skegg. Hann keppti í flokknum
Skegg með frjálsri aðferð.
Allra þjóða Þátttakendur i keppninni komu sumir langt að. Lengst til vinstri er Túnisbúinn
Lassaad Dahmani. Við hlið hans eru Þjóðverjinn Júrgen Reinl, Indverjinn Patel og Þjóðverjarnir
Bernhard Meyer, Eckehard Schulz og Joachim Ott.
Unnu
Nóbelinn
Áströlsku vísindamennirnir
Barry J. Marshall og Robin
Warren unnu nóbelsverðlaunin
í læknisfræði fyrir árið 2005.
Marshall og Warren uppgötvuðu
að baktería er valdurinn að
magasárum og sársaukafullum
meltingartruflunum. Ekki stress
eins og var áður haldið fram.
Þetta var tilkynnt í Stokkhólmi í
gær.