Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Blaðsíða 12
12 LAUCARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 Fréttir OV Kosið um sameiningu í dag fer fram kosning víðs vegar um landið um sameiningu fjölmargra sveitarfélaga. í hverju sveitarfé- lagi fyrir sig ræður einfaldur meirihluti þeirra sem taka þátt í kosningunni hvort viðkom- andi sveitarfélag sameinast við önnur eða annað sveitarfé- lag. Samþykki allra sveitar- félaga þarf síðan í hverri kosningu fyrir sig til að sameining verði að veru- leika. Sveitarstjórnir hafa hvatt íbúa sína til að mæta á kjörstað og greiða at- kvæði sitt. Hóta verk- falli Sjúkraliðar sem starfa hjá Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu funduðu í gær vegna óá- nægju þeirra með hversu lengi hefur dregist að ganga frá samningum um kjör þeirra og önnur starfsréttindi við Sjúkra- liðafélag íslands. Fund- urinn krafðist þess að gengið yrði frá nýjum kjarasamningi og að sá dráttur sem orðið hefur - á gerð nýs kjarasamn- ings verði bættur starfs- mönnum með ein- greiðslu. Verði ekki gengið að þessu ætla sjúkraliðar að undirbúa boðun verkfails. Arngrímur sýknaður Héraðsdómur Reykja- víkur hefur sýknað Arngrím Jóhannsson af 94 milljón króna kröfu Norðmannsins Anders K. Saether um van- efndir á samningi. Saether vildi fá dómstóla til að stað- festa kaup Arngríms á helmings hlut í fyrirtækinu Scandinavian Historic Flight, sem á og rekur sögu- legar flugvélar eins og þessa P-51 Mustang vél að ofan. Vélarnar hafa verið notaðar í kvikmyndir og við flugsýningar. Magnús Ólafsson. sem gefið hefur kost á sér í fyrsta sæti framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði var í gær dæmdur fyrir fjársvik sem hann framdi þegar hann var framkvæmdastjóri prentsmiðju. Magnús viðurkennir mistök sín en ætlar ekki að láta þau stoppa sig. Hann vill verða bæjarsjóri Hafnarfjarðar. „Ég er bara feginn að þessu máli sé lokið og vona að andstæð- ingar mínir fari ekki að nota þetta gegn mér,“ segir Magnús Ólafsson leikari sem var í Héraðsddmi Reykjaness í gær dæmd- ur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fýrir íjársvik. Magnús Ólafsson er einn þeirra sem gefíð hefur kost á sér í fyrsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í næstu sveitarstjórnar- kosningum og vill verða bæjarstjóri. Magnús var lengi hvað þekktastur fyrir túflcun sína á Bjössa Bollu og er einn af ástsælli leikurum þjóðarinn- ar. „Ég er nú líka búinn að vera bæj- arstjóri í Latabæ svo lengi, þannig að ég er ekkert blautur bak við eyrun í bæjarpólitík,'' sagði hann við DV þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Viðurkennir mistök Magnús framdi brot sín þegar hann var framkvæmdastjóri prent- smiðjunar Prisma - Prentco en fyrir- tækið átti í miklum rekstrarerfiðleik- um í september 2001 og fór á endan- um í hausinn. Magnús er dæmdur fyrir að hafa selt tæki sem ýmist voru veðsett eða í eigu annarra. Tækin sem Magnús seldi voru metin á tugmilljónir króna. „Þetta voru mistök að minni hálfu, ég viðurkenni það," seg- ir Magnús sem játaði öll brot- in í héraðsdómi og var fyrir vikið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Lætur ekki stoppa sig Magnús Ólafs- son segir þessar fréttir þó engu breyta um baráttu sína fyrir fyrsta sætinu á lista sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði þrátt fyrir að hann eigi von á að andstæðingar sínir noti þær til að koma höggi á sig. „Nei, ég læt þetta ekki stoppa mig. Eg hef fundið fyrir miklum meðbyr og nú er ég fyrst og fremst að hugsa hvaða stefnumál ég eigi að bjóða uppá," segir hann. Bjössi bolla Ws&n iMagnúserást- I sæll leikari sem I ætlar sér i pólitík. Fj ap— „Þetta voru mistök af minni hálfu, ég viöur- kenniþað." Margvísleg stefnumál Magnús hefur áður bent á að honum finnist margir Hafnfirðingar vera búnir að glata gleðinni. „Ég vil koma bænum aftur á kort- ið eins og ég gerði með Hafnarfjarð- arbröndurunum hérna áður fyrr. Þá fékk bærinn sko athygli. Ég er til dæmis mjög hlynntur sameiningu við Vatnsleysustrandarhrepp og sé strax fyrir mér frábæra möguleika til að gera svæðið að heilsubæ," segir hann. Honum finnst að stjórnkerfi bæjarins sé orðið of fjarlægt íbúun- um og vill leggja til að koma upp íbúaráðum til að fá fleira fólk inn í skipulag framtíðarmála í Hafnarfirði: „Því á endanum eru það við íbú- amir sem borgum brúsann." andri@dv.is Magnús Ólafs- I son JátaÖi brot sín í héraðsdómi. Auglýsingasímar DV eru 550 5833 550 5811 8217514 Netfang okkar er aualvsinaar@dv.is Göngubrýr fyrir hundrað milljónir Byggja dýrar brýr til framtíðar Framkvæmdum við Hringbraut fer senn að ljúka. Þá verða meðal annars teknar í notkun tvær nýjar göngubrýr sem ætlað er að tengja Vatnsmýrina og Háskólann við mið- borgina. Brýrnar tvær kosta um hundrað milljónir króna. Ólafur Bjarnason, aðstoðarsviðs- stjóri framkvæmdasviðs Reykjavík- urborgar, segir að þrátt fyrir að lítil umferð gangandi vegfarenda sé um svæðið í dag sé fyrirséð mikil upp- bygging beggja vegna Hringbrautar og þá muni sú umferð aukast. „í skipulagi til framtíðar er lögð áhersla á umferðaröryggi og góðar tengingar bæði akandi, gangandi og hjólandi vegfarenda. Ekki síst milli Landspítalans og Háskólans." Aðspurður um fjölda gangandi vegfarenda á gatnamótum Hring- brautar og Njarðargötu segir Ólafur: „Fjöldi gangandi vegfarenda í dag er enginn mælikvarði á slíka umferð á komandi árum en bæði gatnamannvirki og leiðir gangandi vegfarenda er verið að byggja til framtíðar." svavar@dv.is Félagsheimili seld eða leigð Bæjarstjóm Fjarðabyggðar ætlar að selja eða leigja félags- heimilin Egilsbúð og Félagslund. Einnig á að leigja eða selja þann hluta félagsheimilisins Valhallar sem áður hýsti bæjarskrifstofur og myndasafn. Bæjarstjórnin ætlar síðan að ræða nánar þau til- boð sem bæjarstjóranum tekst að afla og ákveða hvort tilboðum verði tekið eður ei.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.