Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Page 18
78 LAUGARDACUR 8. OKTÓBER 2005 Helgarblað J3V r með steinum Herdís Björnsdóttir heilun- armeistari rekur andlegt gallerí, eins og hún kallar þaö, sem ber heitið Gjafir jarðar og er í Ingólfsstræti. Hún hefur hugað að andleg- um málefnum í 23 ár og seg' ir íslendinga leita sífellt í meira mæli í andlega hluti. „Ég er að vinna við heilun, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og Detox Syst- ems-meðferð sem er afeitrunarmeðferð og svæðanudd. En nafnið Gjafir jarðar var valið því máiverk og list tengjast andanum. Svo eru steinamir listaverk jarðar, skapar- ans, og orkugjafi jarðarinnar að sama skapi. Mér finnst steinarnir og kristalamir •ásamt flestu sem er til hjá mér koma frá móður jörð." Steinarnir eiga sitt líf „Andiegur þroski, kristalarnir og heil- un,“ svarar Herdís þegar við spyrjum um áherslur hennar. Hún bætir við að stein- amir gefi fólki mikla gleði og heilun. „Orka steinanna er mismunandi, hver steinn hef- ur sína sál,“ úskýrir hún. Unglingar hafa sterka skynjun Leitar fólk í andleg málefni? „Ansi margir og þeim fer fjölgandi. Og það er sérstaklega gaman að sjá að böm og unglingar em að koma og hafa mjög sterka skynjun á steinunum og em andlega hugs- andi. Við emm jú öll andlegar vemr en það er mismunandi hve fólk skynjar það vel.“ Andlega þenkjandi Ert þú andlega þenkjandi? „Já, ég hef verið að vinna að andlegum málum í umþað bil 23 ár og er enn að. Ég reyni að vera í núinu sem mest. Það tekst nú ekki alltaf en þeim stundum fer fjölg- andi," segir hún og hlær. „Þegar við erum í núinu upplifum við mestu hamingju- stundirnar og ég tel að þá öðlumst við vissa uppljómun." Innri skilaboðin „Munið bara að huga að andlegri líðan með því að vera í núinu og takið ávallt tíma til að huga vel að sjálfmu," segir hún geislandi þegar ínnt er eftir góðum ráðum. „Hlustið á innri skilaboðin og farið öðm hvom í heilun. Verið ávallt í ljósinu," segir hún og kveður með fallegu brosi. elly@dv.is \ I Rósa- kvars: Orkan í þessum steini er ást án skilyrða og er hann oft kallaður kær- leikssteinninn. Hjálp við tilfinningalegum áföllum, sorg, ótta, reiði. Vernd fyrir óléttar konur. Hjartastöð. Kvars- Ametyst: kristal I: Styrkir andlega iðk- Mjög góður með un og þroska. Styrkur hugleiðslu. Alhliða heil- vemd gegn neikvæðri orku. til að berjast gegn fíkn- unarsteinn. Hreinsar ár- Dregur úr reiði, afbrýðisemi, 1 um. Bætir svefn, dregur una og stíflur í orkubraut- ótta og óöryggi. Er hreinsandi úr martröðum, streitu um. Góður til að hreinsa fyrir líkama og sál. Mikið og er góður drauma- aðra steina. Magnari notaður sem vernd gegn steinn. Andleg steinaríkisins. >. tölvu- og símabylgj- vernd. ^ jr'1 ■ um. „Það er sérstaklega gaman að sjá að börn og unglingar eru að koma og hafa mjög sterka skynjun á steinunum og eru andlega hugsandi." Herdís heilari „Orka stein- anna er mismunandi, hver steinn hefur sina sái.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.