Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Side 36
r
36 LAUGARDAQUR 8. OKTÓBER 2005
Helgarblaö DV
Teint Idole-meik frá
Lancome
Þetta er það albesta sem ég hef
komist í, þekur og sparslar óvenju
vel.
Tveir augnskuggar frá Mac
Annar er hvítur, hinn brúngylit-
ur. Falleg og klassísk samsetning,
en ekki mjög áberandi.
Gloss.
Aiger nauðsynjavara. Ég á svona
tíu stykki á víð og dreif í skúffum,
töskum og vösum. Þetta er nýlegt,
brúngyllt Terracotta gloss
sem reynist ágæt-^
lega.
Augnblýantur og maskari
Dökkbrúnn augnblýantur og
maskari. Var að uppgötva þennan
XXL maskara, maður fær svona
kóngulóarlappir í kringum augun
af honum.
Spegill
Vinkona mín gaf mér þennan. Á
honum er orðabókarskýring á orð-
inu „goddess".
Þetta er
sjálfhverfur
brandari sem
kemur manni
gott skap.
Þóra Ingólfsdóttir, ritstjóri og kynningarfulltrúi hjá JPV-útgáfu, opnar snyrti-
budduna að þessu sinni. Þóru finnst gaman að pæla í snyrtivörum og segist
stundum gleyma sér í snyrtivörubúðum eins og krakki í dótabúð. „Ég var mikið
fyrir aö teikna og mála sem barn og held að maskarar, augnskuggar og gloss
hafi á unglingsárunum tekið við af akrfl, tússi og glimmeri.
Vfsindalegar rannsóknir mfnar sýna að ef ég mála mig um klukkan sjöhundruð
á morgnana endist þaðtil klukkan ellefuhundruðfjörutíuogfimm. Þegar mikið
liggur við er snyrtibuddan rifin upp og sprunguviðgerðir hefjast. A þessum árs-
tfma Ifður tfminn hinsvegar svo hratt að ég gleymi mér iðulega og krossbregður
ef mér verður á að ganga fram hjá spegli seinni part dags.
Snyrtibuddan veitir mér undarlega öryggistilfinningu, ég er alveg ómöguleg ef
hún er ekki með f för þó að ég noti hana kannski ekki allan daginn," seglr Þóra.
Athafnakonan
Inga María Sverrisdóttir rekur Holtablómið
101 listgallerí á Langholtsvegi. Hún hafði lengi unnið við setn-
ingu, hönnun og umbrot en langaði að breyta til og dreif sig
því í listnám til Englands. Nú selur hún eigin listmuni í
bland við blóm og aðra gjafavöru.
Inga María Sverrisdóttir
Selur eigin listmuni I bland við
blóm og kerti i Holtablóminu
101 listgallerii. _______
„Ég var alltaf ákveðin í að ég vildi
læra eitthvað, ég átti bara mjög
erfitt með að finna út hvað ég vildi
verða þegar ég yrði stór,“ segir Inga
María sem hafði um tíma unnið
með stúlku sem sagði henni frá
Rudolf Steiner-skóla í Englandi.
Frásögnin af skólanum og um-
hverfinu heillaði enda hafði Eng-
land alltaf verið Ingu Maríu ofar-
lega í huga. „Ég varð þó að láta
þennan draum bíða þar til snemma
árs 1997. Þá benti Úlfar Ragnarson
læknir mér á að lesa bókina um
Sesselíu á Sólheimum og eftir lest-
urinn ákvað ég að skella mér til
Englands. Sesselía hafði alltaf sagt
að sér legðist eitthvað til og mér
fannst tilvalið að hafa þau orð
hennar að leiðarljósi. í september
1997 hóf ég nám í Emerson College
og útskrifaðist þaðan sem mynd-
höggvari árið 2000. Ég bætti svo við
mig einu ári til að læra meira um
leirbrennslu.“
Inga María kom heim sumarið
2002 og ári síðar keypti hún Holta-
blómið. „Ég fór á námskeið hjá Uffe
Balslev í blómaskreytingum og opn-
aði búðina í október 2003. Fyrst ætí-
aði ég að vera með mína eigin list-
muni í bland við blóm og aðra gjafa-
vöru. Ég fór hinsvegar aðeins út af
sporinu og pantaði allt of mikið inn.
í byrjun þessa árs bætti ég nafninu
101 listgallerí aftan við Holtablómið
og núna legg ég meiri áherslu á þá
hluti sem ég bý til sjálf, eins og
skúlptúra, málverk, leir- og gler-
muni. Ég er samt áfram með kerti og
servíettur og bý til mikið af gler-
bökkum undir kertin sem eru vinsæl
gjafavara. Svo er ég náttúrlega með
afskorin blóm og legg meiri áherslu
á að eiga fersk blóm en að vera með
of mikið og lenda í því að blómin
verði of gömul."
Inga María er með vinnuaðstöðu
á efri hæð verslunarinnar þar sem
hún hefur brennsluofn og aðstöðu
til að mála og jafnvel höggva út í
steina ef svo ber undir. „Þetta er
náttúrlega mikil vinna og oft langur
vinnudagur en ég var að breyta opn-
unartímanum og opna nú ekki fyrr
en klukkan 14 mánudaga, þriðju-
daga og miðvikudaga. Hina dagana
opna ég klukkan ellefu og hef opið til
átta alla daga nema sunnudaga frá
klukkan 13 til 18. Ég ætía að reyna
þetta um tíma bæði til að ég hafi
smá tíma fyrir sjálfa mig og heimilið
og svo að ég geti þá unnið að fram-
leiðslunni án þess að vera að af-
greiða líka.“
edda@dv.is
Hættu að bera þig saman við stjörnurnar
...þær hafa líRa sinn djöful að draga
Ef eitthvað er ávísun á þunglyndi
kvenna þá er það samanburðurinn
við kynysturnar. Allra verst er að
bera sig saman við stjörnurnar og
mesta sjálfsblekkingin er þegar
konur halda að líf þeirra væri miklu
auðveldara og skemmtilegra ef þær
litu út eins og Elle Macpherson eða
Jennifer Aniston. Þetta er út í hött
því stjörnurnar hafa sinn djöful að
draga og eru þar að auki oft
hundóánægðar með útíitið. Julia
Roberts þolir til dæmis ekki á sér
handleggina og Heather Locklear
finnst hún með mjóar og hallæris-
legar lappir. En af hverju þá að vera
að pína sig í svona samanburð?
Sérfræðingar segja það sem kon-
ur gátu alveg sagt sér sjálfar, að allt
stafi þetta af lélegri sjálfsímynd.
Þeir segja að hjá sumum konum sé
niðurrifið stanslaust i gangi meðan
aðrar konur detti í gírinn þegar at-
vinnuviðtalið eða deitið klikkar. Þá
kenni þær útíitínu um allt saman.
Til að komast frá þessu bulli í eitt
skiptí fýrir öll ráðleggja sérfræðing-
arnir þér að skrifa lista yfir allt það
sem þér líkar vel við útíit þitt. Þá
áttu að skrifa annan lista yfir allt
sem þér líkar ekki og svo er kominn
tími til að taka heila klabbið í sáttt,
líka sveru kálfana og litlu brjóstin.
Ráðið er að tala við hvern líkams-
hluta fyrir sig og segja honum að
hann sé elskaður eins og hann er.
Þá er að fara í fataskápinn og henda
því sem hefur verið keypt í Belgja-
gerðinni til að fela og hylja. Fara svo
út á meðal fólks og bera sig vel. Þeg-
ar hrósinu fer að rigna á að þakka
pent og draga ekki úr eða afsaka sig.
Að lokum er kominn tími til að end-
urgjalda hrósið og hrósa vinkonun-
um fyrir það sem er fallegt í fari
þeirra. Og sjá: Eins og hendi sé veif-
að er sjálfsímyndin orðin miklu
betri.
Drew Barrymore Guðgerði
| mig þybbna afeinhverri ástæðu
og mér dettur ekki ihugaðláta
það eyðileggja lífmitt. Meðan ég
er hraust oggetgert það sem
mig lanqar til kvarta éa ekki
I Kate Winslet Éger bara ég og ég er
I stolt afþvi. Ég verð aldreiþvengmjó,
I ekki sist af þvi mér finnst flottara að
I vera það ekki og svo finnst mér mjótt
| fólk ekkert sérstaklega hamingjusamt.