Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Page 55
r Menning DV LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 55 Konungsheimsóknin 1907 hefur allar götur síðan verið um- vafin ljóma. Lýðhylli dönsku konungsættarinnar og virðing hér á landi stemmir þaðan ekki siður en sá góði hugur sem kóngafólk Danaveldis hefur löngum sýnt okkur. m, m j r Konungskoma 1907 markaði að mörgu leyti skil í sjálfsvitund ís- lendinga og setti mark sitt á fas þjóðarinnar rétt eins og konungs- koman og þjóðhátíðin 1874 gerðu. íslendingar voru við dögun nýrrar aldar í tvöföldum skilningi árið 1907. Ný öld var gengin í garð, rétt eins og nú einkenndust tímamir af bjartsýni, framfarahug og óbilandi trú á landi og þjóð. Bárum okkur vel Vélvæöing sjávarútvegs var hafin, ný fyrirtæki sóttu fram á fjöl- mörgum sviðum, þéttbýlismyndun fór vaxandi og íslendingar höfðu fengið eigin ráðherra og sóttust eftir frekara sjálfræði í eigin málum. fslendingar lögðu því metnað og stolt í að taka sem best á móti Frið- riki VIII, konungi Danmerkur og ís- lands og föruneyti hans. Með hon- um voru ýmsir framámenn, Harald prins, J. C. Christensen forsætisráð- herra, Ole Hansen landbúnaðar- ráðherra og fjörutíu rikisþingmenn auk danskra blaðamanna. f ferðum innanlands bættist í hópinn íslenskt fylgdarlið þing- manna og embættismanna með Hannes Hafstein ráðherra í broddi fylkingar. Fylgdarliðið var því fjöl- mennt. Nýir vegirog brýr Slík heimsókn var ekki einföld árið 1907. Til að hún yrði möguleg varð að reisa ný hús og lagfæra önnur, leggja vegi og laga aðra sem fyrir voru, brúa ár, útvega vagna, reiðhesta og eyki og ótal margt fleira. Langflestir fóru ríðandi í sjö daga ferð konungs um Suðurland. Til þess þurfti 400-500 hesta og leita þurfti að lánshestum meðal bænda í átta sýslum til að ná saman þeim mikla fjölda. Mikill memaður var lagður í allan undirbúningheimsóknarinnar eins og myndir frá henni bera með sér. Verður í raun fáu saman jafnað í umbúnaði nema ef vera skyldi leið- togafundinum í Höfða. Umstangið var ekki aðeins verkfræðilegt við- fangsefiii, það var hugarástand sem flæddi með styrk í þjóðarlíkamann. Fimmtíu Ijósmyndarar Á sýningu sem opnuð verður í Þjóðmmjasaihi í dag er brugðið upp myndum af Reykjavfkurdvöl konungsms og frá ferðinni um Suðurland. Við komuna til Reykja- víkur voru um fimmtíu ljósmynd- arar sem tóku myndir af því þegar danskur konungur steig öðru smni fæti á íslenska jörð. Á sýningunni eru tæplega 60 ljósmyndir úr Reykjavík og af Suðurlandi teknar af Halldóri E. Arnórssyni, Hallgrími Emarssyni, Magnúsi Ólafssyni, Pétri Brynjólfs- syni, Vigfúsi Sigurðssyni og óþekkmm ljósmyndara. Eru þær í eigu Þjóðminjasafns íslands og K0NSERT KARÓLÍNU Tónleikar með verkum eftir Karólínu Eiríksdóttur verða í Lista- safni íslands laugardaginn 8. október kl. 17.30. Flutt verða ein- leiks- og kammerverk frá tímabilinu 1992 - 2002, en þar af verð- ur eitt verkanna frumflutt; Strenglag fyrir víólu og píanó. Karólína er eitt afkastamesta tónskáld okkar og hefur samið flölda verka fyrir listamenn í ýmsum löndum kringlunnar. Viðamesta verkið á tónleikunum er Að iðka gott til æru sem ' byggir á lögum úr íslenskum handritum. Það var samið fyrir { mezzósópran, kammerkór Suðurlands og fjóra hljóðfæraleik- ara og hefur ekki heyrst í Reykjavík áður. Na Carenza byggir á textum frá miðöldum í suðurhluta ( Frans. Sönglög þeirra glötuðust en ljóðin ekki og leggur Karólína nú lög við ljóðin, en textar þeirra hafa varð- veist þótt tónlistin hafi glatast. Renku á rætur að rekja til japansks ljóð- forms sem svipar til listarinnar að kveðast á. önnur verk sem munu heyrast eru Hugleið- ing fyrir einleiksfiðlu, Capriccio fyrir klar- inett og píanó og kammerverkið Miniat- ures. Ungt tónlistarfólk er í miðpunkti á tón-1 leikunum: Kammerkór Suðurlands og | Hilmar Örn Agnarsson kórstjóri; Ásgerður ; Júníusdóttir mezzó, Matthías Birgir Nar- | deau óbó, Ingólfur Vilhjálmsson klar- inett, Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Guð- rún Hrund Harðardóttir víóla, Hrafnkell Orri Egilsson selló, Tinna Þorsteins- dóttir píanó og Guðrún Óskarsdóttir, semball. J \ \V Minjasafnsins á Akureyri. Myndimar bregða upp fjöl- þættri svipmynd af konungskom- unni og sýna hve mikill viðburður heimsókn Friðriks VIII var fyrir þjóðina. Þær sýna líka hversu kon- ungur lagði sig fram um að vera alþýðlegur í ffamgöngu. Myndim- ar sýna auk þess margt, margt fleira; skipan samgangna, húsa- kost og klæðnað svo fátt eitt sé nefnt. Mannlíf á Eskifirði 1941-1961 Þá verður við sama tilefni opnuð sýning á ljósmyndum Halldóru Guðmundsdóttur. í fórum Þjóðminjasafns em mörg filmusöfn frá áhugaljós- myndurum sem starfað hafa víða um land. Eitt þeirra er safn Hall- dóm Guðmundsdóttur (1909-1997) sem geymir yfir 10.000 myndir, fjöl- breytt myndefni frá ýmsum stöð- um á landinu. Halldóra var Reykjavfkurmær og starfaði við verslunarstörf. Dóra giftist Sigurði Magnússyni útgerð- armanni fr á Eskifirði 1941 ogfluttist þangað. Þar átti hún heimili sitt á Víðivöllum í 20 ár. Sýningin sem nú er uppi byggir á úrvali mynda frá Eskifjarðarámm Dóm og endur- speglar áhugamál hennar; bömin í bænum, félagsstarf bæjarbúa og viðburði í bæjarlífinu. Þær em því ekki endilega dæmigerðar fýrir myndasafii Dóm. HH GOÐSAGNAKENND DÁSEMD Háskólabíó var troðfullt á þessum tónleikum. Reyndar lentu sumir í nokkmm hremm- ingum af því að miðar þeirra höfðu misfarist og urðu þeir að sitja í lausum stólum og væsti svo sem ekki um þá. Söngskráin gekk líka til þurrðar en í hléi var úr því bætt með ljósrituðum snepli á ensku sem dreift var á borð í anddyrinu. Handel-aríur Sönggyðjan fræga fór fyrst með aríur eftir Handel úr óper- unum Júlíusi Sesari, Atalanta og Agrippinu. Þessi músík hæf- ir rödd Tiri Te Kanawa sérstak- lega vel því þetta er flosmjúk og flott tónlist. En söngkonan virt- ist ekki sérlega vel upplögð og náði varla neinum umtalsverðri barokkgleði. Það var ekki nema von því salurinn lék á reiði- skjálfi af ónæði af völdu farsíma og píptækjum áheyrenda. Loks brast stjörnunni þolinmæðin og messaði yfir tónleikagestum og talaði sannarlega enga tæpi- tungu. Þetta var smánarleg stund en áheyrendur klöppuðu fyrir ræðunni eins og hún væri skemmtiatriði! Sótt í veðrið Nú sótti söngkonan reyndar í sig veðrið og söng afar fallega þrjú lög eftir Liszt. Þau voru frá- bærlega mótuð með hinum fín- ustu blæbrigðum og meðleik- urinn var einstaklega góður. Sömu sögu er að segja af þrem- ur sönglögum eftir Hahn, Debussy og Fauré. Þessi fín- gerðu og draumkenndu lög voru gædd miklum töfrum, ekki síst hið snilldarlega lag Apres un Réve eftir Fauré. Tveir íslenskir söngnemar komu fram við þetta tækifæri. Egill Árni Pálsson fór með Dies Bildnis úr Töffaflautu Mozarts og Jón Leifsson tók aríu úr Brúðkaupi Fígarós. Hvílík sönglög Henri Duparc lét einungis eftir sig nokkur sönglög en hví- lík lög! Þau voru ágætlega sung- in en samt var eins og skorti herslumuninn á því að þau nytu sín til hlítar. Þessi lög krefjast innhverfrar og lágværr- Söngtónleikar Tire te Kanawa. Með- leikari: Julian Reynolds. Sérstakir gestir: EgillÁrni Pálsson og Jón Leifsson. Efnisskrá: Ariur úr óperum eftir Handel, sönglög eftir Liszt, Hahn, Debussy, Fauré, Duparc og Guastavino, ariur eftir Korngold og Puccini. Háskólabió 5. október. Tónlist ar einbeitni, fágunar sálarlífsins í æðsta veldi. En í salnum ríkti ruddalegt og listfjandsamlegt andrúmsloft, undarlega gróf blanda af stjórnleysi og léttúð, sem hlýtur að hafa truflað þá næmu listrænu innlifun sem verður að vera til staðar. Hana skorti til dæmis hvað varðar suðrænan þokka í lögunum Flores Argentinas eftir Guast- vino við ljóð eftir argentínska skáldið León Banarós. Og síðrómantíska ofurmunúðin sem markar óperuna Die Tote Stadt eftir Korngold skilaði sér aðeins til hálfs en söngkonan söng aríu úr þeirri óperu. Skammarleg framkoma Tvær aríur eftir Puccini voru fluttar af hógværum sjarma. Sá silfurskæri einfaldleiki sem gerir Signore ascolta úr Turandot kannski að fegurstu kvenaríu Puccinis var þó eigin- lega ekki til staðar. Aría úr La Boheme var aftur á móti sungin af mikilli nærfærni og tiplandi fínleika. Hlutur meðleikarans var afbragðsgóður í allri efnis- skránni; skýr, næmur ög blæ- brigðaríkur. Kunnátta söngkonunnar og raddfegurð, sem þó er aðeins tekin að dökkna og dvína, inni- leg og nærfærin túlkun og frá- bær músikalitet, fór ekki fram- hjá neinum, en það var samt eins og vantaði þá goðsagna- kenndu dásemd sem oftast fylgir söngkonunni. Skýring- anna er líklega að leita í fram- komu áheyrenda sem var hreinlega okkur öllum til skammar. Jafnvel hinar skær- ustu stjömur hljóta að blikna frammi fyrir öðmm eins þurs- um og tmntum og þarna virtust vera samankomin. Hvaða lið var þetta? Sigurðui Þór Guðjónsson mm ■■■■■■■■■■ I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.