Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1935, Blaðsíða 15

Símablaðið - 01.01.1935, Blaðsíða 15
XX. árg. Útgefandi: Félag íslenskra símamanna Reykjavík 1935 1. og 2. tbl. A þessu ári eru liðiu 20 ár síðan F. í. S. var stofnað og síðan málgagn félagsins hóf göngu sina. Slík tímamót rifja upp margt frá liðnum tímum, og beina huganum til þeirra úrlausnarefna, sem bíða fram- tíðarinnar. Að runnu þessu æfiskeiði er það þó ekki timabært, að skrifa ítarlega sögu fél., heldur mun það gegmt þeim, sem til þess verða kvaddir á aldarfjórð- ungs afmæli félagsins. Og þó er það svo, að þess væri þörf, jafnvel þó fél. hafi alla tíð átt mál- gagn, sem rætt hefir um viðfangsefni fél., og hafi í raun og veru að geyma sögu þess alla. En þeim, sem þetta ritar, er það kunnngt, að f jöldinn all- ur af gngra starfsfólki símans, hefir ekki kgnt sér starf félagsins fgrir sína tíð, og er jafnvel glegminn á það, sem gerst hefir á síðustu tímum. Hér í er fólgin hætta, sem fél. verður að hafa opin augu fgrir. Og ég tel hiklaust, að á þcssum tímamótum sé ekki brgnni þörf á að beina huga félagsmanna að neinu frekar en þeirri hættu. Sú skoð- un mín er bggð á regnslu 15 ára fé- lagsstarfs, — á vissu um það, hver hefir verið þungamiðjan í stgrk fé- lagsins. En sú hætta, sem hér er um að ræða, er fólgin í þeim hugsunarhætti og tiðaranda, sem nú rgður sér til rúms í þjóðfélaginu, eu það er, að binda allar athafnir manna og félaga á klafa pólitískra sérhagsmuna. Hann er vandfundinn nú, sá félags- skapur, sem ekki er meira eða minna gegnsgrður af þessum anda, og þar sem ekki er alið á sundrung og tor- trggni, því það eru máttarstoðir hinna pólitísku hagsmuna. Að slíkt væri hægt í stéttarfélagi eins og F. L S., sem komið hefir i höfn hverju stórmálinu eftir annað, sem gnæfir gfir öll önnur stéttarfélög op- inberra starfsmanna, að athafna- og framkvæmdalífi, það gæti ekki staf- að nenui af tvennu — þekkingarlegsi á sögu félagsins, eða frámunalegum vanþroska meðal félagsmanna.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.