Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1935, Blaðsíða 27

Símablaðið - 01.01.1935, Blaðsíða 27
S í M A B L A Ð I Ð 13 SúnaJuí^At&fna, Jv ohbwdlandLa,. Fulltrúarnir á símaráðstefnunni. Aftari röð: Trafikkchef Haarberg, Kontorchef Gredsted, Overingeniör Kay Christiau- sen, símaverkfræðingur Gunnl. Briem, bæjarsímastjóri Bjarni Forberg, ritsímastjóri Ól- afur Kvaran, skrifstofustjóri Friðbjörn Aðalsteinsson, Byráchef Wold, og Förste-Sekreterar Karlsson. Fremri röð: Generaldirektör Hermod Petersen (Noregur), Generaldirektör Mondrup (Danm.), Landssímastjóri G. Hlíðdal, og Generaldirektör Grev Hamilton (Svíþj.). Ráðstefnan hófst 28 júní síðastl. — Sitja hana allir ríkissímastjórar Norð- urlanda, nema Finnlands, ásamt ýms- um fleirum. Eru fundir haldnir í efrideildarsal Alþingis. Um þau málefni, sem ráðstefnan hef- ir til meðferðar verður ekkert sagt að þessu sinni, en hver sem árangurinn af beinu starfi hennar verður, er hitt víst, að slík stefna getur haft geisilega þýð- ingu fyrir viðkynningu og samvinnu Norðurlanda, og þá ekki sist fyrir Is- land. Á fyrsta degi ráðstefnunnar hélt rík- isstjórnin hinum erlendu gestum veislu að Hótel Borg. Auk þeirra voru boðnir ýmsir embættismenn og forstjórar rík- isstofnana svo og ýmsir starfsmenn simans. Ræðu fluttu þar, forsætisráðherra, er bauð gestina velkomna, atvinnumála- ráðh., Landssimastjóri, og danski póst- og símastjórinn. Hér á eftir fer ræða Landssíma- stjórans: „Fyrir hér um bil fjórum og hálfu ári, eða nokkrum árum eftir að ísland gekk í Ritsímasamband Norðurlanda Det Nordiske Telegraf Forbund — gerðist það, að fyrirrennari minn Gísli heitinn Ólafson landssímastj., tók sem fulltrúi Islands þátt í Norðurlanda- ritsímaráðstefnu, er haldin var í Stock-

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.