Símablaðið - 01.01.1935, Blaðsíða 20
6
SÍMABLAÐlt)
N<þo j(LoAMCU)lOv
Hingað til hefir það verið svo, að
félagar, sem orðið liafa formenn F.
í. S., liafa verið þektir innan stéttar-
innar, annað livort gegnum Símabl.
eða af persónulegri viðkynningu. Þar
sem nú, við þessi aldurstímamót fél.,
hefir svo skipast, að í formannsstöð-
una hefir verið valinn maður, sem lít-
ið er þektur af félögum utan Reykja-
víkur, þykir Símablaðinu hlýða, að
kynna félögum liann nokkuð.
Guðmundur gerðist símamaður árið
1919, er hann varð stöðvarstjóri í
Flatev á Breiðafirði, en árið 1931, er
stöðinni þar var breytt í talstöð, flutt-
ist hann til Reykjavíkur og vann fyrst
við Loftskeytastöðina í Revkjavík, og
síðan á aðalskrifstofunni.
En er innheimtu landssímans og
hæjarsimans í Rvík var breytt i það
horf, sem nú er, varð hann innheimtu-
gjaldkeri.
Það er óhætt að fullyrða, að í þá
stöðu var hann setlur fyrir hina sömu
kosti, og hann var af stjórn F. í. S.
kosinn formaður fél., en það er lip-
urð sú, og þó einbeitni, sem einkenn-
Guðmundur
Jólianuesson.
ir liann. Þegar hann fluttist liingað til
Rvíkur, var það gleðiefni okkur félags-
mönnum, sem þektu hann. Við viss-
um, að þar myndi fél. bætast virkur
og reyndur starfskraftur. Enda hafði
liann í Flatey liaft mörg trúnaðarstörf
á hendi.
Símabl. er i engum efa um það, að
Símamannafélagið á eftir að njóta
mikils góðs af þeirri reynslu, sem
hann hefir í því, að ráða fram úr
ýmsum vandamálum.
F. í. S. í tilefni af 20 ára afmæli fé-
lagsins var haldinn i Oddfellow-hús-
inu laugardaginn 2. mars. Þótti það
heppilegra, en að halda hann í miðri
viku, 7. febrúar, sem er afmælisdag-
urinn.
Var þar samankomið um 150 manns.
Gestir félagsins voru Landssíma-
stjórinn, G. Hlíðdal. C. Björnæs, heið-
ursfélagi F. í. S., Ottó B. Aarnar, stofn-
andi félagsins, ásamt frúm þeirra.
Byrjaði afmælisfagnaðurinn kl. 21,
með borðhaldi, en á eftir þvi var stig'-
inn dans til kl. 4. Var samsætið fjör-
ugt, eins og jafnan hefir verið, þegar
símafólkið hefir komið saman.
Bárust fél. mörg heillaskeyti, bæði
frá félögum úti á landi, og öðrum.
Þessa stöku sendi Guðm. Einarsson
á Þingeyri: