Símablaðið - 01.01.1935, Blaðsíða 18
4
S í M A B L A Ð 1 Ð
%mm§Mn
JR«IE€IILIJRimR,.
c4pnœ.íU^jö^.
Það má teljast merkur viðburður,
að á 20 ára afmælisdegi félagsins
voru staðfestar starfsmaunareglur
Landssímans.
Eru það víðtækustu starfsmanna-
reglur, sem settar hafa verið iiér á
landi, og að því leyti merkilegt spor
til örvggis og hagsbóta starfsmönnum
hins opinbera, því telja má víst, að
eftir þeim verði sniðnar starfsmanna-
reglur fyrir fleiri stofnanir og starfs-
menn.
Hvað er þá að segja um þessar regl-
ur? Um þær hefir verið mikið rætt
innan félagsins og oft orðið heitar
umræður um þær.
En það má fullyrða, að það eru
smámunir einir, sem um hefir verið
þráttað, samanborið við j)að öryggi,
sem reglurnar veita starfsmönnunum,
og bót á kjörum þeirra.
Úr agnúunum verður bætt ineð tíð
og tíma, en hlunnindin eru svo mik-
il, einkum ef litið er á sumar- og
vetrarfríin, svo og veikindafrí, — að
enga aðra stétt opinberra starfsmanna,
aðra en símamannastéttina, liefði get-
að dreymt um, að fá j)ví til leiðar
komið.
Og liverju er j)að svo að þakka?
Engu öðru en þeirri pólitík, sem fé-
lagið hefir ætíð fylgt, að sýna jafnan
fram á, hvar saman fara hagsmunir
stéttarinnar og stofnunarinnar. En á
því hefir bygst sú samúð, er síma-
mannastéttin hefir jafnan átt að fagna.
Fyrir það hefir nú verið fest í reglu-
gerð mörg þau hagsmunamál, er fél.
I)efir beitt sér fyrir — og með betri
árangri en flestir félagar hafa getað
búist við. Því var j)að vel til fundið
af landssímastjóra og atvinnumála-
ráðlierra, að gefa út reglurnar á 20
ára afmælisdegi félagsins.
V.cft&higðí.
En því miður urðu félagar fyrir
miklum vonbrigðum.
Að reglunum hafði félagið og stjórn
landssímans unnið, og kappkostað að
gera j)ær þannig, að báðir partar væri
ánægðir — að þar væri gætt hagsmuna
beggja. Því kom það á óvart, þegar
þær höfðu verið staðfestar, að á þeirn
höfðu verið gerðar breytingar, sem
miklu máli skifta fyrir félagið, og án
þess að fél. hefði tækifæri til að koma
í veg' fyrir j)að. Er hér um að ræða
24. gr., sem frá sjónarmiði fél. var
þungamiðjan í reglunum, og fjallar
um samningsrétt þess. Því ákvæði
hafði verið þannig fyrir komið, að fé-
Jagið var viðurkendur samningsaðili
um öll mál, er varða hagsmuni stétt-
arinnar og einstakra starfsmanna. —
Orðið hagsmunir átti að útiloka l)að,
að nokkuð væri hæg't að skilja und-
an samningsrétti fél., annað en það,
sem bundið er með lögum, svo sem
laun flestra starfsmanna.
En nú hafði þessu verið breytt þann-
ig, að i stað orðsins hagsmunir var
komið störf stéttarinnar o. s. frv.
Á j)essu er nú sá munur, að fyrra
orðið er ótvírætt, en hið síðara er
teygjanlegt eins og eltiskinn.
En þar með er ekki alt búið.