Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1935, Blaðsíða 36

Símablaðið - 01.01.1935, Blaðsíða 36
22 S í M A B L A Ð I Ð UtcmfiaMk súnciincuwjCL. Eg liefi minst á það áður hér í Símablaðinu, hver nauðsyn væri á því, að F. f. S. og landssímastjórnin beitti sér fyrir því, að utanferðir símritara yrðu teknar upp aftur, og sem flestir fengju að njóta þeirra. Eg liefi minst á þetta í sambandi við símritaraskifti. A meðan þau stóðu yfir, var al- mennur áhugi hjá mönnum fyrir þessu máli, og margir höfðu góðan hug' á því, að nota þessi tækifæri til að kom- ast til annara landa og kynnast fram- andi þjóðum. En þessi tækifæri urðu altof fá, og það var ekki nema lítill hluti af þeim símriturum, sem þá voru starfandi hjá Landssímanum, er gátu notað sér þetta tækifæri. Vegna þess tók eg mig til og skrifaði um þetta hér í blaðið fyrir rúmu ári (5.—6. thl. 1933), og vildi með þeim línum reyna að vekja menn að nýju til áhuga fyr- ir þessu máli. En þetta hefir ekki tek- ist, þvi að eg hefi ekki heyrt né séð neitt i þá átt, að símriturum væri þetta áhugamál, og hefði þó verið æskilegt, að þetta yrði rætt í blaði okkar. Það hafa náttúrlega verið mörg stór- mál á dagskrá hjá okkur síðastliðið ár, og það hefir tekist að leiða mörg þcirra til lykta á farsælan liátt. En þó gct eg ekki skilið í því, að símritarar og aðrir starfsmenn Landssímans, sem koma við þau ýmsu áhugamál, sem blaðið flytur, að þeir liafa ekki neinu við þar að bæta eða atliuga. Því að með þessari deyfð og undirtektarleysi stuðla þeir að þvi, að hefta framgang liinna mörgu áhugamála, sem eru sjálfum þeim til g'agns og stuðla að aukinni fræðslu í því lífsstarfi, sem við liöfum valið okkur, og það er það, sem er drepandi, jafnt fyrir einstak- linginn og stéttarfélagið, sem hefir þann hugsunarhátt, að honum nægi það, sem liann þegar liefir aflað sér í veganesti á lífsleiðinni, livað snertir þekkingu og víðsýni, — því tækifær- in eru mörg, og möguleikarnir ótæm- andi. Við nánari athugun þessa máls, er það erfiðleikum bundið, að haga þessu eins og gert var, vegna þess að við símritarar erum það fámennir, að ef einn eða tveir menn fara frá, þá þarf jafnmarga í staðinn, og sem verða að afkasta jafnmikilli vinnu og hinir, sem fóru. Og með þessu var reiknað fyrst, þegar símritaraskiftin hófust, en það er varla hægt að ætlast til þess af útlendum mönnum, að þeir afkasti jafnmiklu vinnumagni og innlendir símritarar, bæði vegna þess, að málið er flestum erfitt og' starfsliættir ókunn- ir, og í þriðja lagi, og sem er kann- ske veigamest, og það er, að liinir dönsku símritarar, sem hingað komu í skiftunum, sögðu að það væri heimt- að meira vinnumagn af hverjum ein- stökum símritara hér, heldur en þeir ættu að venjast hjá danska rikissím- anum. En nú hefir mér dottið í hug önn- ur lilið á þessu máli, sem að mínu áliti væri mikið auðveldari að koma í framkvæmd, en gæti þó komið að

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.