Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1935, Blaðsíða 22

Símablaðið - 01.01.1935, Blaðsíða 22
8 SÍMABLAÐIÐ Því næst las liann upp endurskoðaða reikninga félagsins fyrir árið 1934, og hinna ýmsu starfsgreina þess (eru aðal- reikningarnir birtir á öðrum stað í blaðinu). Loks talaði form. um útlitið i launamálum, og taldi það ekki álit- legt, eftir þeim fréttum sem borist hefðu af niðurstöðum launamálanefnd- ar. Það myndi verða stærsta viðfangs- efni fél. á yfirstandandi ári, og i þvi máli riði fél. á, að standa ósundrað. Urðu talsverðar umræður út af skýrslu formanns, en snerust siðan að- allega um það, livort löglegt befði verið að stynga skriflega upp á mönnum á kjörlista á kjörfundi. Hafði það verið gert á kjörfundi 1934, átölulaust, — og aftur 1935. Bar mönnum ekki saman um bvort það gæti talist óbundin kosn- ing, ef stungið væri upp á mörinum, þó kosningin væri ekki bundin við þá. Einkum fanst þeim er töldu hæpið að kosningin væri lögleg, — óviðkunnan- legt að stvnga skriflega upp á mönnum. Höfðu báðir málsaðilar leitað álits ýmsra þektra lögfræðinga og stjóm- málamanna. Höfðu sumir talið kosn- ingaaðferð þessa tvímælalaust gilda en aðrir tvímælalaust ógilda. Loks var samþ. svohlj. till., með 26 atkv. gegn 21. „Fundurinn álítur, að veruleg mistök bafi átt sér stað á síðasta kjör- fundi, og finnur ástæðu til að víta þessi mistök. Hinsvegar sér fundur- inn ekki ástæðu til að ógilda fundinn í trausti þess, að slík mistök eigi sér ekki stað aftur‘. Þá var gengið til kosninga. í stjórn Hressingarhælisins voru kosin: Andrés Þormar, Fríða Ólafs- dóttir, Jónas Eyvindsson, Jónas Lillien- dabl, Nanna Helgadóttir og Sigurður Árnason. Stjórn Lánasjóðs: Jón ívars og Jónas Eyvindsson, og til vara: Ragna Jónsd. Stjórn Bókasafnsins: Indiana Sigfús- dóttir, Ingibj. Guðmundsdóttir og Hall- dór Helgason. Endurskoðendur: Viggó Snorrason og Halldór skaftason. Fjárveitingar. Samþ. var að veita úr fél.sjóði kr. 500,00 til styrktarsjóðs, og kr. 300.00 til Bókasafnssjóðs. Loks fór fram talning atkv. við stjórnarkosningu. Höfðu kjömefnd bor- ist atkv.seðlar frá 124 félögum. Kosningin fór þannig: Andrés G. Þormar .... fékk 119 atkv. Sofía Daníelsson ...... — 81 -— Guðm. Jóhannesson .— 72 — Kristján Snorrason .. — 71 — IJelga Finnbogadóttir . — 62 — og skipa þau því stjórn fél. En til vara: Sigríður Einarsdóttir (59 alkv.) og Gunnar Bachmann 55 atkv.). Þegar hér var komið, var aðalfundi frestað. Á framhaldsaðalfundi, er haldinn var á undan venjulegum fundi 26/3, skýrði stjórnin frá því hvernig hún hefði skift mcð sér verkum. Form. var Guðm. Jóhannesson, vara- form. Kristján Snorrason, ritari Andrés G. Þormar, gjaldkeri Sofía Daníelsson og fjármálaritari Helga Finnbogadóttir. Ritstjórar Símalilaðsins. Höfðu ver- ið ráðnir: Andrés G. Þormar og Gunnar Bachmann. Styrktarsjóðurinn. Form. styrktarsjóðsstjórnarinnar, Guðm. Pétursson, skýrði frá starfi sjóðsins, og gaf skýrslu um bag hans. (Er reikn. birtur á öðrum stað í bl.). Upplýsti fyrv. form. fél. að tekjur

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.