Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1935, Blaðsíða 29

Símablaðið - 01.01.1935, Blaðsíða 29
S 1 M A B L A Ð 1 Ð 15 jOmVl nndútAS Úr bréfl til ritstjórans. Es war einmal. Eg bjó þá nokkurra mínútna gang frá útvarpsturninum í Berlín. Fyrsta kvöldið, sem eg bjó þar, tók eg eftir glampa miklum, sem skyndilega brá fyrir í herbergi mínu. Þrumuveður hugsa eg og tek gamla hattinn minn og regnkápuna. Úti var ágætis veður, vindlaust og stjörnubjart. Meðan eg var að athuga hvort hatturinn minn væri bærilegur kom samt leiftur, og nú uppgötvaði eg að það var ná- granni minn, útvarpsturninn, sem sök- ina átti. Eftir að dimma tekur, er út- varpsturninn ljósviti fvrir loftfarendur. Hann stendur þarna úr stáli, sonur andans og tækninnar. Hár og mikilfeng- legur, fagur og sterkbygður, gnæfir hann yfir umhverfið. Hann er ungur en er samt uppáhaldsbarn Berlínar, stóru óróaskessunnar. — Skáldið mundi líkja honum við unga hugsjón, vers úr stáli, og fegurð, sem gnæfir hátt yfir „prósa“ gamla lífsins. Um hann leiki Ijóð fram- tíðarinnar, sem sé sigurljóð. Ljóð, sem lofi sigurinn vfir fortiðinni með öllum sínum áhyggjum og erfiðleikum, striti og sorgum. Hann myndi lita á turninn sem tókn nýju aldarinnar, sem færði oss i skauti sér uppfyllingu og rætningu svo margra vona og drauma. Eg fer upp i turninn. Eins langt og augað eygði eitt ljósbaf. Hér og hvar kem eg auga á þekta ljósaauglýsingu. Glóeygðir bilar, strætis- og sporvagnar bruna um göt- urnar, sem markaðar eru af götuljós- unum. Frá Lehrterbahnhof kemur hraðlest tœJcmnncLfL.. hrunandi. Eins og langur eldispúandi glóormur kemur hún þjótandi, kvæs- andi. í eitt augnablik fellur ljósvarps- geislí útvarpsturnsins á lestina. Svo þýtur hún fram hjá og hverfur vestur i Griinewald. En úr vestri kemur stór flugvél og stefnir til flughafnarinnar. Hún hefir grænt og rautt siglingarljós, sitt á hvorum væng. I suðvesturátt sést neðanjarðarlestin bruna ljósum skrýdd upp úr jörðinni, til þess svo aftur að stinga sér niður í myrkragöngin. Þetta er Berlín, Berlín bei Naeht, borg tækninnar og rafmagnsins, borgin með söfnin öll, keisarahallirnar og — því miður — atvinnuleysið. Ofan úr turninum sýnist fólkið niðri á götunni svo afar smávaxið. Það bíður þarna á götuhorninu eftir að bíla- og sporvagnaumferðin leyfi þeim yfir á iiitt hornið. —- Það var einu sinni (fvrir rúmum 2 árum) að lítil sorgarsaga gerðist. Ung atvinnulaus stúlka fór fvrir lánað fé, með lyftunni upp í turninn. En hún fór ekki aftur niður með lyftunni til litla fólksins, heldur kastaði sér út fyrir grindiurnar. Hún kom niður á veitinga- skálaþakið á miðjum turni og féll þaðan á annað þak. Nokkrum dögum seinna vaknaði hún aftur til þessa lífs. Lækna- vísindin höfðu sigrast á öllum hennar beinbrotum. Nokkrum vikum seinna sögðu blöðin að hún (atvinnuleysing- inn) myndi brátt aftur verða vinnufær. Og svo kom dagurinn þegar hún átti að útskrifast úr spítalanum, út í heim- inn með alla teknikina — og erfiðleik-

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.