Símablaðið - 01.01.1935, Blaðsíða 26
12
S 1 M A B L A Ð I Ð
mætti nota það fyrir skíðakofa á
vetrum.
2. f Miðliúsaskógi við Eyvindarárgil,
sem er talinn einn af fegurstu stöð-
um á Héraði. Þangað er ca. klukku-
stundar akstur í bíl þegar Fjarðar-
heiði er bílfær. Sá staður er auðvit-
að ákjósanlegri fyrir þá, sem ætla
að dvelja lengri tíma í húsinu. En
eftirlit er erfiðara og vetrarnotkun
útilokuð.
Að endingu vil eg biðja stjórnina að
láta mig vita sem fyrst, hvort hún get-
ur orðið við erindi þessu, og telji hún
annan grundvöll heppiiegri en þann,
sem eg hefi nefnt, væri mjög æskilegt
að fá tillögur hennar bráðlega svo liægt
væri að koma liúsinu upp áður en sum-
arleyfi bvrja næsta sumar, ef það er
fært fjárhagsins vegna.
Virðingarfylst
f. h. Sf.-deildar F. í. S.
Emil Jónasson.
Framkvæmdirnar á þessu sumri eru
aðallega í því fólgnar, að gera húsið að
Vatnsenda hæft tii vetrarnotkunar, og
gera jarðabætur á landinu umhverfis
það. Verða melarnir þaktir, — en ann-
að land plægt og herfað, og sáð í það
höfrum. En næsta vor mun verða sáð
grasfræi og búnir til leikvellir. Þetta
kostar mikið fé. Mun að minsta kosti
verða varið til þess á annað þúsund
krónum. En það er nauðsynlegt verk.
Túktöbvnx í sídjpLiA.
Það er ekki vant að fara í hámælum
sem gjört er af landssímastjórninni, til
aukningar kerfinvi. En þær fram-
kvæmdir eru bæði örar og margþættar
nú seinni árin. Og ánægjulegt er hve
markviss símastjórnin er um það, að
sainan fari aukin hagsæld og öryggi
þeirra er af njóta.
Eitt dæmi aí' mörgum er sú fram-
kvæmd, að byrjað er að útbúa fiski-
skipa- og háta-talstöðvar íil öruggs
sambands innbyrðis og við land.
Talstöðvar þessar eru búnar til á
vinnustofu iandssímans og síðan leigðar
skipum fjrir mjög vægt árlegt gjald.
Hefir landssíminn þegar skipulagt þessa
nýbreytni svo vel, að landsstöðvum
hefir verið komið upp víða um landið,
þannig að skipin hafa örugt samband
við land frá hinum ýmsu fiskimiðum.
Þessi framkvæmd er svo merkileg svo
vel sem hún gefst, að það verður ekki
skýrt í stuttu máli. En það hef eg fyrir
satt, að ísl. sjómannastéttin telur þessa
framkvæmd marka hin merkustu tíma-
mót. — Og er það mjög að vonum.
Þá er ekki ómerk sú hlið þessa máls
er veit að fjölskyldum sjómannanna í
landi. I stað kvíða og ótta er veðrin
geysa, fær fjölskyldan nú daglegar
fréttir af fiskimiðunum og getur stöð-
ugt vitað um líðan vina og vanda-
manna á sjónum.
Verður nú í sumar stígið eitt stórt
°g þýðingarmikið spor í þessa átt, með
því að byggja talstöð á Seyðisfirði.
Sjófarandi.