Símablaðið - 01.11.1936, Blaðsíða 17
H
M
M
Þegar þetta ár er að kveðja, þá er það einkum ein end-
urminning, sem er ríkust í huga manns, og það er endur-
mínningin um það, hve mikil eining hefir ríkt í félaginu,
hve samtaka og samhuga félagarnir hafa verið um það, að
vernda heiður félagsins, og að vinna að málum þess. Því
miður hefir oft borið á því undanfarin ár, að þann sam-
hug hefir vaniað, sem styrkur hvers félags byggist á, og
sem þá líka hefir dregið úr starfsorku þess.
Úft hefir maður heyrt efast um það, að félagið eigi í
sjálfu sér þann styrk, sem því er nægur í baráttunni fyrir
bættum lífskjörum félaganna.
Saga félagsins sýnir þó alt annað, — en hún sýnir þá
Uka, að sá styrkur er því aðeins til, að samhugur og sam-
lö!c riki innan vébanda þess, — og þar komist engm siindr-
ung að, — hvorki utanaðkomandi né innan að.
Höldum svo áfram, og verum sjálf okkar gæfu smiðir!
Gleðileg jól! — Gleðilegt nýtt áir!