Símablaðið - 01.11.1936, Blaðsíða 20
-36
S í M A B L A Ð I i)
í raiin og veru ekkert eftir. Við þessu
má svara því, að þó svo væri, þá
virðist þó, að um leið og brevta ætti
einhverju því, sem i reglunum er
bundið, — þá væri það laust undan
þessu ákvæði, og þar með orðið samn-
ingsatriði. En nú er ekki hægt að
ganga inn á, að í 24. greininni felist
þessi takmörk, því að skv. málsvenju
er ótvírætt, að það er eingöngu átt við
launakjör, sem bundin eru með lög-
um eða reglugerðum.
Ástæðan til ágreiningsins.
Upþtök þessa máls liggja í því, að
á líðandi hausti var starfstima sjálf-
virku stöðvarinnar breytt þannig, að
vaktin byrjaði kl. 7 í stað 8 að morgni.
En þó þessi breyting væri i eðli sínu
mjög lítil, varð bún til þess að leiða
i ljós, að stjórn símans taldi sig geta
án samnings, fært vaktatímann til í
þessa átt, jafnvel skipað starfsfólki i
næturvaktir i stað dagvakta. Þá taldi
félagið þetta mál orðið þess eðlis, að
úr því yrði að fá skorið á ótvíræðan
hátt.
Að vísu kveður stjórnarskráin svo
á, að starfsmenn hins opinbera verði
að láta sér linda breytingar og aukn-
ingar á störfum þeirra. En félagið við-
urkennir ekki, að þær breytingar geti
verið þess eðlis, að starfsmaðurinn
missi nokkurs í við það, af kjörum
sínum, eins og tekið er fram i ákvæði
þvi, sem fjallar um rétt liins opinbera
lil að flytja embættismenn úr einum
slað i annan. Og það er tvímælalaust
liagsmunabreyting, ef starfsmanni,
sem ráðinn er til dagvinnu, er skip-
að að vinna starf sitt að næturlagi.
Fyrir utan þá röskun, er það liefir í
för með sér, er alment viðurkent, að
greiða eigi hærra kaup fyrir nætur-
vinnu.
i fyrstu var þetta aðalágreinings-
efnið, en svo sem áður er sagt, leiddi
af þvi, við umræður þar að lútandi,
að í ljós kom það djúp, sem er milli
skoðana simafélagsins og símastjórn-
arinnar á samningsrétti E.Í.S.
Endurskoðun á starfsmannareglunum.
Fyrir dyrum stendur að breyta
starfsmannareglunum, vegna samein-
ingar pósts og síma. Atvinnumálaráð-
lierra liefir lofað því, að hinar nýju
reglur skuli sendar E.Í.S., áður en frá
þeim er gengið endanlega, svo það
geti gert þær tillögur, sem því þykja
nauðsynlegar til að tryggja það í fram-
tiðinni, að réttur þess sé ótvíræður.
Og verði svo um búið, má segja, að
hér hafi tilviljunin snúist félaginu í
hag. A þeim grundvelli verður að
byggja framtíðarsambúð stéttarinnar
og símastjórnarinnar. Þvi er ekki að
leyna, að sú sambúð liefir verið öðru-
vísi en mátt liefði ætla, einmitt síðan
starfsmannareglurnar gengu í gildi. Ut
i það skal ekki farið. En hitt vill Síma-
bl. undirstrika, að á undanförnum ár-
um befir Símafélagið beitt sér á þann
liátt fyrir málum sínum, og síma-
stjórnin sýnt á svo mörgum sviðum
vilja sinn á að bæta liag stéttarinnar,
að það efar ekki, þó nú hafi talsvert
borið á milli, að báðir aðilar gera sitt
til þess að samvinnan megi jafnan
verða í framtíðinni, eins og hún var
í eina tíð. Og að stjórn simans og
símastéttin megi um það verða fram-
vegis öðrum til fyrirmyndar og sjálf-
um sér til sóma. —•
Til þess eru öll skilvrði, eins og
þau líka hafa verið áður.