Símablaðið - 01.11.1936, Blaðsíða 33
S / M A B B L A Ð I Ð
49
ar, sem hafa myndast við hlaup úr
austurbrún dalsins. Þeir girða þver-
an dalinn, nema hvað Fljótaáin smeyg-
ir sér fram hjá þeim eftir þröngu
gljúfri meðfram vesturhliðinni.
Hver sá, sem kemur fram á Stíflu-
hólana, sólríkan sumardag, hlýtur að
verða snortinn af hinni dásamlegu
náttúrufegurð. Af hólunum blasir við
Stíflan. Hin hrikalegu, háu fjöll eru
grasi vafin upp á brúnir. Við rætur
þeirra eru „bændáhýlin þekku“, eli
neðan við þau getur að líta rennislétt,
skrúðgrænt engið. Eftir þvi miðju lið-
ast Fljótaáin, sem silfurvefur á grænni
skykkju, og milli kvisla hennar blasa
við skógivaxnir hólmar stuttu ofan við
Stifluvatnið. En úr vatninu rennur
svo áin í þröngu gljúfri fram með hól-
unum að vestan, eins og fyrr er get-
ið, og mvndast í henni, skömmu neð-
ar, hinn margumtalaði Skeiðsfoss,
sem Siglfirðingar ætla sér að beisla
í náinni framtíð. Þarna eru sumrin
stult, en margir sólskinsdagarnir afar
heitir. Vafalaust myndu Sunnlend-
ingar öfunda Stíflumenn, ef þeir
kyntust sumrinu þeirra. Ekki mynd-
um við Reykvíkingar síður öfunda þá
af vetrinum. Að vísu myndum við þá
dæma eingöngu eftir ytri aðstæðum.
Veturinn i Fljótum er nefnilega ekta
vetur. Alt, fjöll og láglendi, er þakið
snjó, svo að ekkert er hægt að kom-
ast, nema á skíðum. Fljótamenn eru
líka ágætir skíðamenn.
Lýsingar af öðrum þeim stöðum,
sem eg nafngreindi, verður ekki rúm
til að birta að þessu sinni.
Eg vík þá að annari spurningunni:
Hvar er best að koma? Það er alstað-
ar ágætt, og eg þakka ykkur öllum,
gestgjafar minir, fyrir móttökurnar.
Þvi ber ekki að neita, að einstaka
heimili skarar fram úr hvað allar mót-
tökur snertir, og myndarskap. Eg hefi
orðið svo hrifinn af slíkum myndar-
skap, að eg hefi ósjálfrátt látið i Ijós
þá ósk mina, að systur mínar gætu
verið langvistum á slíku heimili, og
i hjarta'mínu liefi eg óskað þess oft,
að kona mín og dætur gætu mynd-
að slíkt heimili, — hefði eg bara átt
þær nokkrar! — Það gæti valdið mis-
skilningi, að nafngreina nokkurt sér-
stakt heimili í þessu samhandi. En eg
vil ráðleggja ykkur öllum, hvort sem
þið eruð úr hæ eða bygð, ef þið eigið
eftir að koma í hinn fagra Vatnsdal
i Húnavatnssýslu, að koma þá að
Eyjólfsstöðum. Þar er hin prýðileg-
asta umgengni, sem eg hefi nokkru
sinni séð á íslensku sveitaheimili. Ekk-
ert leit eg þar, seni öðru vísi mætti
H Ö F XJ M
opnað sýningu og útsölu á málverkum og teikningum eftir ýmsa af
þektustu málurum landsins. Einnig verða seldar ýmiskonar
silfursmíðar, trémunir o. fl. —
Alt innlend vinna. — Mjög hentugar jólagjafir.
Verslun Augusta Svendsen.