Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.11.1936, Blaðsíða 33

Símablaðið - 01.11.1936, Blaðsíða 33
S / M A B B L A Ð I Ð 49 ar, sem hafa myndast við hlaup úr austurbrún dalsins. Þeir girða þver- an dalinn, nema hvað Fljótaáin smeyg- ir sér fram hjá þeim eftir þröngu gljúfri meðfram vesturhliðinni. Hver sá, sem kemur fram á Stíflu- hólana, sólríkan sumardag, hlýtur að verða snortinn af hinni dásamlegu náttúrufegurð. Af hólunum blasir við Stíflan. Hin hrikalegu, háu fjöll eru grasi vafin upp á brúnir. Við rætur þeirra eru „bændáhýlin þekku“, eli neðan við þau getur að líta rennislétt, skrúðgrænt engið. Eftir þvi miðju lið- ast Fljótaáin, sem silfurvefur á grænni skykkju, og milli kvisla hennar blasa við skógivaxnir hólmar stuttu ofan við Stifluvatnið. En úr vatninu rennur svo áin í þröngu gljúfri fram með hól- unum að vestan, eins og fyrr er get- ið, og mvndast í henni, skömmu neð- ar, hinn margumtalaði Skeiðsfoss, sem Siglfirðingar ætla sér að beisla í náinni framtíð. Þarna eru sumrin stult, en margir sólskinsdagarnir afar heitir. Vafalaust myndu Sunnlend- ingar öfunda Stíflumenn, ef þeir kyntust sumrinu þeirra. Ekki mynd- um við Reykvíkingar síður öfunda þá af vetrinum. Að vísu myndum við þá dæma eingöngu eftir ytri aðstæðum. Veturinn i Fljótum er nefnilega ekta vetur. Alt, fjöll og láglendi, er þakið snjó, svo að ekkert er hægt að kom- ast, nema á skíðum. Fljótamenn eru líka ágætir skíðamenn. Lýsingar af öðrum þeim stöðum, sem eg nafngreindi, verður ekki rúm til að birta að þessu sinni. Eg vík þá að annari spurningunni: Hvar er best að koma? Það er alstað- ar ágætt, og eg þakka ykkur öllum, gestgjafar minir, fyrir móttökurnar. Þvi ber ekki að neita, að einstaka heimili skarar fram úr hvað allar mót- tökur snertir, og myndarskap. Eg hefi orðið svo hrifinn af slíkum myndar- skap, að eg hefi ósjálfrátt látið i Ijós þá ósk mina, að systur mínar gætu verið langvistum á slíku heimili, og i hjarta'mínu liefi eg óskað þess oft, að kona mín og dætur gætu mynd- að slíkt heimili, — hefði eg bara átt þær nokkrar! — Það gæti valdið mis- skilningi, að nafngreina nokkurt sér- stakt heimili í þessu samhandi. En eg vil ráðleggja ykkur öllum, hvort sem þið eruð úr hæ eða bygð, ef þið eigið eftir að koma í hinn fagra Vatnsdal i Húnavatnssýslu, að koma þá að Eyjólfsstöðum. Þar er hin prýðileg- asta umgengni, sem eg hefi nokkru sinni séð á íslensku sveitaheimili. Ekk- ert leit eg þar, seni öðru vísi mætti H Ö F XJ M opnað sýningu og útsölu á málverkum og teikningum eftir ýmsa af þektustu málurum landsins. Einnig verða seldar ýmiskonar silfursmíðar, trémunir o. fl. — Alt innlend vinna. — Mjög hentugar jólagjafir. Verslun Augusta Svendsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.