Símablaðið - 01.11.1936, Blaðsíða 36
S / M /1 B B L A Ð I Ð
ur eigi stjórn lians að hafa frjálsari
hendur um ákvarðanir í hveriu til-
felli.
Við getum orðið fyrir margskonar
tjóni, sem riðið getur okkur fjárhags-
lega að fullu, ef ekki er i neitt Iiús að
venda; en með félagssamtökum okk-
ar eigum við að stefna að því, að gera
fjárhagsafkomu okkar alla sem örugg-
asta; og það skal viðurkent, að miklu
starfi hefir verið heint i þá átt. Eg
vil benda á eitt, sem mörgum verður
þung hyrði; er það útfararkostnaður.
Stéttarsystkini okkar erlendis hafa
víða komið sér upp sjóðum til styrkt-
ar þeim, er sá kostnaður verður þung-
bær. Eg vil leggja til, að eitt af hlut-
verkum okkar styrktarsjóðs verði ein-
mitt það. Því fæst okkar munu vera
undir það búin, að bæta á okkur
þeim útgjöldum, sem útfarir Iiafa í
för með sér, einkum hér í Reykjavík,
þar sem dauðinn er orðinn ein hin
arðvænlegsta tekjulind, þeim sem um
útfarir annast.
Fleira mætti nefna, sem þörf væri
á að tryggja sig fvrir, en ég vænti
þess, að stjórn fél. undirbúi þetta mál
vel, og að styrktarsjóðnum verði kom-
ið í það horf, að liann geti skapað
okkur enn meira öryggi, en við höf-
um átt við að búa í þessum efnum.
William A. Swanson, fyrsti maður
úr stjórn amerískra símafélaga, sem
heimsótt hefir ísland til að skoða
stöðvarnar hér, var liér á ferð síðastl.
sumar. Er hann í stjórn Illinois Bell
Telephone Co., Chieago.
Vigfús Guðbrandsson & Co.
Klæðaverslun & saumastofa. Austurstræti 10.
Venjulega vel birgir af allskonar fataefnum og öllu til fata.
Símnefni: Vigfúsco. Sími 3470.