Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1936, Síða 18

Símablaðið - 01.11.1936, Síða 18
34 S í M A fí L A fí I Ð Samnm^hjéjttah. (f. 1 S. Tvenskonar skilningur. Þegar starfsfólki símans voru færð- ar starfsmannareglurnar að gjöf frá atvinnumálaráðherra á 20 ára afmæli þess, fékk það mörg hlunnindi og kjarabætur fram yfir -margar aðrar stéttir. — En eitt var það þó, sem all- ir töldu mest virði og mestan styrk félagsins.i framtíðinni, — að þáð taldi sig' hafa fengið víðtækan samnings- rétt. Allar þær kjarabætur, sem félagið iiafði á undanförnum árum náð, félög- um sínum til lianda, höfðu náðst þrátt fvrir það, þó félagið aldrei liefði sömu aðstöðu og samningsaðili, og án allr- ar frekju. Getur þó enginn með sanni sagt, að það hafi verið neitt smáræði. En hvað mundi þá, þegar það hefði viðurkenda samningsaðila aðstöðu? Slíka aðstöðu hafði ekkert félag opin- bcrra starfsmanna hlotið fjrr, og hér var um að ræða það hnoss, er félagið taldi fjöregg sitt. Það þarf því engan að undra, þó það komi á stað ólgu félaginu, þegar það kemur í ljós eft- ir nær 2 ár, að stjórn- símans telur sig liafa óbundnar hendur um samn- inga við félagið, — og að samnings- rétturinn sé aðeins í því fólginn, að stjórn simans geti, ef hún telur það heppilegt, gert samninga við stjórn fé- lagsins, um eitthvað það, er snertir störf stéttarinnar eða einstakra starfs- manna, og félagið geti óskað þess. En svo er nú raun á orðin. Ástæðan til þess, að sá óvænti skiln- ingsmunur kom i ljós, var í raun og veru mjög lítilfjörleg. Og þess hefði mátt vænta, eftir reynslu þeirri, sem fyrir hendi er, að það atriði hefði ver- ið leyst með fullu samkomulagi, — en atvikin snerust nú svo, að það virðist sem þar ætli að sannast gamli máls- hátturinn, að oft veltir litil þúfa stóru lilassi. Þessi litilfjörlega misklíð varð til þess að leiða i ljós þann mikla mein- ingarmun, sem er milli F.I.S. annárs vegar og símastjórnarinnar hins veg- ar, um skilning á ákvæði starfsmanna- reglnanna um samningsrétt félagsins. Það má í raun og veru segja, að þessi skoðanamunur hafi komið fram á réttum tíma, — þegar fyrir hendi er endurskoðun starfsmannaregln- anna. Annars hefði hann máske um ófyrirsjáanlegan tíma orðið það sker, sém sú samvinna hefði hrotnað á, sem símastéttinni og símastofnuninni er nauðsynleg. Rétturinn og rökin. Það er n-ú rétt að gera sér það ljóst, livort símastéttin hefir ekki haft fidla ástæðu til að telja sig liafa ótvíræðan samningsrétt. Fyrst er þá þess að minnast, að þegar félaginu voru færðar reglurnar á 20 ára afmæli þess, þá kom hvergi fram önnur skoðun en sú, að með þeim væri félaginu gefinn þessi rétt- ur, og að hann takmarkaðist að eins við þau laun, sem bundin væru með lögum eða reglugerðum. Um þetta var rætt sem ótvírætt mál, og jafnan lögð áhersla á hina miklu

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.