Símablaðið - 01.11.1936, Síða 34
50
betur fara. Ef öll umgengni á íslensk-
um sveitaheimilum væri slík, sem hún
er á Eyjólfsstöðum í Vatnsclal, þá
þætti mér ekki ólíklegt, að fólkið
myndi streyma í öfuga átt við það,
sem nú tíðkast, nefnilega frá hæjun-
um til sveitanna. Það væri mikið og
gott verkefni fyrir ungmennafélögin í
sveitum, að vinna að endurbótum
sveitaheimilanna með Eyjólfsstaði
sem fyrirmynd. Það myndi vera nægt
verkefni til margra ára.
Þið gestrisnu, góðu Iiúsfreyjur! Þið
niegið ekki misskilja það hjá mér, eða
öðrum slíkum ferðalöngum, þó að.við
stundum afþökkum kaffið lijá vkkur.
Kaffið og hinar fjölmörgu fínu köku-
tegundir ykkar hafa ekki tilætluð á-
Jirif á okkur, þegar við neytum þess
oft á dag, daga, vikur og mánuði.
Þegar eg kynnist ykkur betur, mun
eg biðja ykkur um smurða rúgbrauðs-
sneið með kaffinu, í staðinn fyrir kök-
urnar.
Eitt er það ennþá, sem eg vil segja
ykkur, góðu húsfrúr, fvrst eg
með fjarlægðinni — hefi fengið
einurðina til að ræða við ykk-
ur. Það er svo afar oft, einkum að
haust- og vetrarlagi, að eg hlakka
mikið til að koma á náttstaðinn, én
verð stundum „skúffaður“. Þá ferð-
ast eg ofl á hestum, og kem reunhlaut-
ur til gistingar að kvöldi, eða þá á
opnum hátum yfir firðina, oft skjálf-
andi af kulda, því að nú á dögum hit-
ar róðurinn manni ekki. Stundum
kem eg líka á skíðum yfir hálsana
eða heiðarnar, með bakpoka á haki
og votur af svita. Sá besti greiði, sem
mér er gerður, þegar þannig er ástatt,
er að bjóða mér í ldýja baðstofu, i
stað þess að vísa mér til stofu, sem
S í M A B B L A i) l i)
oft er óupphituð, með hrímaða glugga
og harða stóla. í slíku umhverfi líð-
ur þreyttum og sveittum ferðamanni
ekki vel, þótt alt annað viðvíkjandi
næturgreiðanum sé fullkomið. Eg l)ið
ykkur, að minnast þess, að eg er
enginn ritliöfundur, enginn „kritisk
motivfisker“, og er því alveg óhætt
að Iiafa mig meðal lieimilisfólksins
eina kvöldstund.
Þá kem eg að seinustu spurning-
unni, sem eg trevsti mér til að svara,
þeirri, hvar eg telji mennilegast fólk.
Það er vitað, að menning fylgir velmeg-
un, enda finnst mér, að hvorttveggja
sé í einna ríkustum mæli á Strönd-
um, í Öxarfirði og á Melrakkasléttu,
og ef til vill ekki sízt i Skaftafells-
sýshun. I fljótu hragði verður mað-
ur að dæma þetta eftir ytra útliti,
framkomu fólks, sérkennum þess og
Syknr.
Uívega sykur með stuttum fyr-
irvara út á Cuhaleyfi á hvaða
höfn sem óskast. Sykurinn af-
greiðist frá Englandi, þar sem
liann er fullrafíneraður og jafn-
gildir enskum sykri að vöru-
gæðum.
Sig. t>. Skjaldberg,
Heildsalan. Sími 1491, 4 línur.