Freyr - 01.02.1953, Page 23
FREYR
55
Útbreiðsla FREYS
Á Búnaðarþingi 1952 komu fram raddir
um, að ástæða væri til þess að ná sambandi
við þá bændur í sveitum landsins, sem enn
hafa ekki gerzt kaupendur Freys og ganga
úr skugga um hvort ekki mætti auka kaup-
endahópinn frá því sem nú er. Var ritstjór-
anum falið að gera athugun á hvernig út-
breiðslunni er varið og gera yfirlit yfir þetta.
Á það var þá bent, að á hverju ári er for-
mönnum búnaðarfélaganna skrifað og þeir
beðnir að starfa á þessu sviði. Það hefir ver-
ið skoðað sem hlutverk í þeirra verkahring
að styðja útbreiðslu málgagns bændanna
— auðvitað í því trausti að það hafi nýtan
boðskap að flytja. í sumum sveitum hefir
orðið mikið ágengt á fáum árum, annars
staðar lítt eða ekki.
Um skeið var algengt, að áskriftargjöld
söfnuðust hjá kaupendum og var svo inn-
heimt fyrir 2 eða fleiri ár í einu. Þessari
venju er nú brugðið, nema sérstakar
ástæður séu hjá einum og einum kaupanda,
VÍKJANDI (erfð) = recessiv.
VINNSLA — samsömun = assimilation.
VÍXLTENGING = kobling af gener.
VORUN — forspírun = vernalisation.
VÖKVASOG = osmose.
YFIRVIKI — yfirviklingur = -j- variant.
ÞAKVEFUR — húðþekja = epidermis.
ÞRÁBLÆÐIN G = hemofili.
ÞRÍÞÆTT KYNBLÖNDUN — þríblendings-
rækt = triple cross.
ÞVAGBELGUR — írumblaðra = allantois.
ÆÐABELGUR = chorion.
ÆTT = grein af stofni — stofngrein.
ÆTTERNISEINKENNI = afstamnings ka-
rakter.
ÆTTERNISMAT = afstamnings bedöm-
melse.
ÆTTLIÐASKIPTI = generationsveksel.
ÆTTLIÐUR = generation.
ÆTTÞRÓUN = phylogenesis.
ÆXLUN — tímgun = formering.
svo að greiðsla hefir ekki komist til inn-
heimtunnar fyrir áramót.
Það má vera öllum auðskilið mál, að Frey
né öðrum málgögnum verður ekki haldið
gangandi nema greiðsla komi fyrir. Því er
nú horfið frá að láta árgjöld safnazt. Um
áramót eru dregin úr spjaldskrá spjöld
þeirra, sem ekki hafa greitt eða gert grein
fyrir áskriftargjaldi.
Þess ber að geta, að spj aldskráin sýnir, að
viðast eru skilin mjög góð og kaupendahóp-
urinn stór. Annarsstaðar er þynnra skipað
en skyldi.
Þegar yfirlit er gert yfir þetta má álykta
á ýmsa vegu, en hér skulu engar tilraunir
gerðar til þess að hugleiða hversvegna mis-
munurinn á kaupendahópnum er svo mikill
frá sýslu til sýslu og frá sveit til sveitar.
Eftirfarantíi yfirlit sýnir, að tiltölulegá
flestir kaupendur eru í Vestur-ísafjarðar-
sýslu, miðað við tölu byggðra jarða, en sá
mælikvarði virðist eðlilegur til þess að mæla
útbreiðsluna, og betri en bændafjöldi, því
að þar sem tvíbýli er eða þríbýli er ekki von
til þess að báðir eða allir bændur kaupi
blaðið. Þess má þó geta, að dæmi eru um
að tveir eða þrír kaupa á sömu bújörð. Af
töluröðinni sézt, að í flestum sýslum er út-
breiðslan um 70%. í fjórum sýslum kemur
Freyr á meira en 80 af hundraði byggðra
býla, en svo eru til sýslur þar sem útbreiðsl-
an er minni en 60 af hundraði og í Rangár-
vallasýslu aðeins 46,7%, en það er lang
minnsta útbreiðslan, miðað við neilar sýsl-
ur.
Tcifla I.
11 gg *p £•' cs Áskrifendu r % kaupendur miðað við
Sýslur 1952 31/12 1952 byggðar jarðir
Gullr.- og Kjósars 233 1G2 G8,6
Borgarfjarðars. 212 151 71,2
Mýrasýsla 185 120 64,9
Snæf. & Hnappad .s. 219 104 47,5
Dalasýsla 182 88 48,4
* Þess tná geta að upplýsingar um tölu byggðra
jarða vantaði úr örfáum hreppum er skýrslan var
gerð, og mundi % kaupenda því vera örlítið lægri 1
þeim sýslum og byggðar jarðir aðeins fleiri en tölu-
röðin sýnir.